Bæjarstjóra Kópavogs tilkynnt að henni verði sagt upp Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. janúar 2012 18:32 Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs og formaður bæjarráðs, tilkynnti Guðrúnu Pálsdóttir bæjarstjóra fyrir helgi að henn yrði sagt upp sem bæjarstjóra. Deilt er um umboð Guðríðar og er kominn upp ágreiningur meðal flokkanna sem mynda meirihlutann í bæjarstjórn Kópavogs vegna málsins. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar 2010 mynduðu Samfylkingin, Vinstri grænir, Næst besti flokkurinn og Listi Kópavogsbúa meirihluta í bæjarstjórn. Ráðinn var faglegur bæjarstjóri og varð Guðrún Pálsdóttir, embættismaður hjá bænum til 20 ára, fyrir valinu. Nokkur óánægja hefur verið meðal meirihluta bæjarstjórnar með störf bæjarstjórans að undanförnu. Þar hafa nokkur atriði verið nefnd, meðal annars mál sem kom upp í fyrra og tengist því að 19 ára dóttir Guðrúnar hafi haft bíl til umráða sem Kópavogsbær lagði henni til, en á sama tíma var Guðrún að nota aðra bíla í eigu bæjarsins. Þá var nefnd óánægja með hvernig staðið var að ákvörðun um ritun sögu Kópavogsbæjar frá 1990-2010, en það mál er í miklum ólestri en er í raun vandamál sem Guðrún erfði frá fyrri bæjarstjóra.Ónægja með skort á afgerandi forystu á bæjarskrifstofum Þá hefur fréttastofan heimildir fyrir því að ákveðin vandamál hafi skapast í stjórnsýlu bæjarins sem lúti að samskiptum bæjarstjóra við sviðsstjóra bæjarins en einhverjir bæjarfulltrúar eru óánægðir með að bæjarstjórinn hafi ekki það taumhald yfir sviðsstjórunum sem ætlast megi til af hálfu bæjarstjóra. Þá var framkvæmdaleysi nefnt, en Guðrún er í dag yfir sviðsstjórunum sem áður voru jafningjar hennar í stjórnsýslu bæjarins. Úr varð að Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar og formaður bæjarráðs, tilkynnti Guðrúnu Pálsdóttur á föstudag að henni yrði tilkynnt innan skamms að starfskrafta hennar væri ekki lengur óskað og taldi hún sig gera það í umboði meirihluta bæjarstjórnar, en daginn áður hafði meirihlutinn fundað um framtíð bæjarstjórans þar sem kom fram að Guðrún nyti ekki lengur trausts til að gegna embættinu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofa var hins vegar ekki samstaða um það hvernig standa bæri að uppsögninni, en einhverjir bæjarfulltrúar stóðu í þeirri trú að ekki yrði gengið frá uppsögn bæjarstjórans fyrr en fyrir lægi hvernig staðið yrði að ráðningu nýs bæjarstjóra. Eru þeir því ekki fullkomlega sáttir við framgöngu Guðríðar Arnardóttur í málinu. Ekki liggur fyrir hvort ráðinn verði annar faglegur bæjarstjóri eða hvort bæjarstjórinn komi úr röðum kjörinna fulltrúa. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa bæjarfulltrúar Vinstri græna og Samfylkingarinnar gert kröfu um að bæjarstjóri komi úr röðum kjörinna fulltrúa og að Guðríður Arnardóttir taki við bæjarstjórastólnum. Meirihluti bæjarstjórnar kom saman á fundi klukkan fimm í dag þar sem m.a átti að leiða til lykta ágreining um hvernig bæri að standa að formlegri uppsögn bæjarstjórans og þá átti jafnframt að ná samkomulagi um nýjan bæjarstjóra. Fundurinn stóð enn yfir skömmu fyrir fréttir. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs og formaður bæjarráðs, tilkynnti Guðrúnu Pálsdóttir bæjarstjóra fyrir helgi að henn yrði sagt upp sem bæjarstjóra. Deilt er um umboð Guðríðar og er kominn upp ágreiningur meðal flokkanna sem mynda meirihlutann í bæjarstjórn Kópavogs vegna málsins. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar 2010 mynduðu Samfylkingin, Vinstri grænir, Næst besti flokkurinn og Listi Kópavogsbúa meirihluta í bæjarstjórn. Ráðinn var faglegur bæjarstjóri og varð Guðrún Pálsdóttir, embættismaður hjá bænum til 20 ára, fyrir valinu. Nokkur óánægja hefur verið meðal meirihluta bæjarstjórnar með störf bæjarstjórans að undanförnu. Þar hafa nokkur atriði verið nefnd, meðal annars mál sem kom upp í fyrra og tengist því að 19 ára dóttir Guðrúnar hafi haft bíl til umráða sem Kópavogsbær lagði henni til, en á sama tíma var Guðrún að nota aðra bíla í eigu bæjarsins. Þá var nefnd óánægja með hvernig staðið var að ákvörðun um ritun sögu Kópavogsbæjar frá 1990-2010, en það mál er í miklum ólestri en er í raun vandamál sem Guðrún erfði frá fyrri bæjarstjóra.Ónægja með skort á afgerandi forystu á bæjarskrifstofum Þá hefur fréttastofan heimildir fyrir því að ákveðin vandamál hafi skapast í stjórnsýlu bæjarins sem lúti að samskiptum bæjarstjóra við sviðsstjóra bæjarins en einhverjir bæjarfulltrúar eru óánægðir með að bæjarstjórinn hafi ekki það taumhald yfir sviðsstjórunum sem ætlast megi til af hálfu bæjarstjóra. Þá var framkvæmdaleysi nefnt, en Guðrún er í dag yfir sviðsstjórunum sem áður voru jafningjar hennar í stjórnsýslu bæjarins. Úr varð að Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar og formaður bæjarráðs, tilkynnti Guðrúnu Pálsdóttur á föstudag að henni yrði tilkynnt innan skamms að starfskrafta hennar væri ekki lengur óskað og taldi hún sig gera það í umboði meirihluta bæjarstjórnar, en daginn áður hafði meirihlutinn fundað um framtíð bæjarstjórans þar sem kom fram að Guðrún nyti ekki lengur trausts til að gegna embættinu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofa var hins vegar ekki samstaða um það hvernig standa bæri að uppsögninni, en einhverjir bæjarfulltrúar stóðu í þeirri trú að ekki yrði gengið frá uppsögn bæjarstjórans fyrr en fyrir lægi hvernig staðið yrði að ráðningu nýs bæjarstjóra. Eru þeir því ekki fullkomlega sáttir við framgöngu Guðríðar Arnardóttur í málinu. Ekki liggur fyrir hvort ráðinn verði annar faglegur bæjarstjóri eða hvort bæjarstjórinn komi úr röðum kjörinna fulltrúa. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa bæjarfulltrúar Vinstri græna og Samfylkingarinnar gert kröfu um að bæjarstjóri komi úr röðum kjörinna fulltrúa og að Guðríður Arnardóttir taki við bæjarstjórastólnum. Meirihluti bæjarstjórnar kom saman á fundi klukkan fimm í dag þar sem m.a átti að leiða til lykta ágreining um hvernig bæri að standa að formlegri uppsögn bæjarstjórans og þá átti jafnframt að ná samkomulagi um nýjan bæjarstjóra. Fundurinn stóð enn yfir skömmu fyrir fréttir. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira