Innlent

Varð fyrir árás Doberman-hunds

Sauma þurfti nokkur spor í andlit stúlkunnar en hún slapp betur en talið var í fyrstu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.
Sauma þurfti nokkur spor í andlit stúlkunnar en hún slapp betur en talið var í fyrstu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. mynd/GVA
Til stendur að aflífa Dobermanhund, sem beit sex ára gamla stúlku í matarboði á Akranesi á annan í jólum, á næstu dögum, segir Snorri Guðmundsson dýraeftirlitsmaður á Akranesi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akranesi hlaut stúlkan áverka í andliti og þurfti að sauma nokkur spor. Varðstjóri segir þó að stúlkan hafi sloppið betur en á horfðist í fyrstu.

Snorri segir að eftir því sem hann best veit hefur hundurinn ekki ráðist á manneskju áður en hundurinn er 6 til 7 ára gamall.

Í samþykkt um hundahald á Akranesi segir í 17. grein:

„Ef hundur telst hættulegur, getur eftirlitsaðili, aðili sem verður fyrir tjóni vegna hundsins eða umráðamaður hundsins krafist þess að hundurinn verði aflífaður og er þá skylt að verða við þeirri kröfu, enda hafi verið leitað álits sérfróðra aðila, s.s. dýralækna eða hundaþjálfara, sem viðurkenndir eru af Framkvæmdastofu, áður en ákvörðun um aflífun er tekin."

Snorri segir í samtali við fréttastofu að hundurinn sé heimilishundur, en hann hafi verið í fylgd eiganda síns, sem var gestur í matarboðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×