Innlent

Tvö innbrot í Kópavogi í dag

Tilkynnt var um innbrot í húsnæði við Nýbýlaveg í Kópavogi um klukkan tuttugu mínútur yfir tólf í dag. Að sögn lögreglu voru rúður brotnar og farið inn í húsnæðið. Ekki er þó ljóst hvort einhverju hafi verið stolið. Skömmu síðar, eða rétt fyrir klukkan tvö í dag var síðan tilkynnt um innbrot í bifreið við Skemmuveg, einnig í Kópavogi. Framhlið á bílaútvarpi var tekin og skemmdir unnar á innréttingu bílsins. Málin eru í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×