Innlent

Eldur í Smárabíó

Smáralind
Smáralind mynd/albert
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um klukkan hálf átta í morgun um eld í Smáralind, nánar tiltekið í einum af bíósölum Smárabíós. Dælubíll var sendur á staðinn en þegar þangað var komið höfðu öryggisverðir slökkt eldinn sem var minniháttar.

Eldurinn hafði komið upp í einu af ljósunum í salnum og varð ekki mikið tjón vegna hans




Fleiri fréttir

Sjá meira


×