Braust inn á lögheimili sitt Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 5. janúar 2012 19:02 Fertugur heimilislaus maður hefur tvisvar í vikunni brotist inn í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu. Hann var þangað til í dag með skráð lögheimili í bústaðnum. Það er kyndugt en staðreyndin er sú að hver sem er getur skráð lögheimili sitt hvar sem er, svo lengi sem það er í íbúðarhúsnæði. En maðurinn fór á Þorláksmessu og skráði sig til heimilis í Ráðherrabústaðnum, á þriðjudagskvöldið mætti hann svo niður í Tjarnargötu, braut rúðu þar í aðaldyrum hússins og gekk inn til að flytja inn á sitt nýja heimili. Maðurinn álítur að ríkið skuldi honum peninga - og er með þessu athæfi að vekja athygli á því en hann hefur gert kröfu á hendur ríkisins upp á 14,7 milljónir evra, sem jafngildir röskum tveimur milljörðum króna. Hann er í raun heimilislaus og telur að yfirvöld hafi með óréttmætum hætti tekið búslóð sína eignarnámi. En hann var að sjálfsögðu handtekinn á staðnum, gisti fangageymslu um nóttina og sleppt í gær, að sögn lögreglu. Þá fór hann rakleiðis aftur niður í Ráðherrabústað, braut rúðu í bakhurð um fimmleytið í gær en þegar við vorum á ferð þar síðdegis voru menn að leggja lokahönd á viðgerðina. Maðurinn náði að athafna sig í nokkra stund í bústaðnum í gær, þvoði sér hátt og lágt í eldhúsvaskinum og mun hafa verið í þann mund að gæða sér á freyðivíni þegar lögreglan handtók hann. Hann má búast við ákæru vegna innbrotanna og bótakröfu vegna skemmda. Samkvæmt heimildum fréttastofu var skráningu manns breytt í dag þegar Þjóðskrá frétti hvernig í pottinn var búið og hann er því ekki lengur með skráð lögheimili í fundar- og móttökusölum stjórnvalda í Ráðherrabústaðnum. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Fertugur heimilislaus maður hefur tvisvar í vikunni brotist inn í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu. Hann var þangað til í dag með skráð lögheimili í bústaðnum. Það er kyndugt en staðreyndin er sú að hver sem er getur skráð lögheimili sitt hvar sem er, svo lengi sem það er í íbúðarhúsnæði. En maðurinn fór á Þorláksmessu og skráði sig til heimilis í Ráðherrabústaðnum, á þriðjudagskvöldið mætti hann svo niður í Tjarnargötu, braut rúðu þar í aðaldyrum hússins og gekk inn til að flytja inn á sitt nýja heimili. Maðurinn álítur að ríkið skuldi honum peninga - og er með þessu athæfi að vekja athygli á því en hann hefur gert kröfu á hendur ríkisins upp á 14,7 milljónir evra, sem jafngildir röskum tveimur milljörðum króna. Hann er í raun heimilislaus og telur að yfirvöld hafi með óréttmætum hætti tekið búslóð sína eignarnámi. En hann var að sjálfsögðu handtekinn á staðnum, gisti fangageymslu um nóttina og sleppt í gær, að sögn lögreglu. Þá fór hann rakleiðis aftur niður í Ráðherrabústað, braut rúðu í bakhurð um fimmleytið í gær en þegar við vorum á ferð þar síðdegis voru menn að leggja lokahönd á viðgerðina. Maðurinn náði að athafna sig í nokkra stund í bústaðnum í gær, þvoði sér hátt og lágt í eldhúsvaskinum og mun hafa verið í þann mund að gæða sér á freyðivíni þegar lögreglan handtók hann. Hann má búast við ákæru vegna innbrotanna og bótakröfu vegna skemmda. Samkvæmt heimildum fréttastofu var skráningu manns breytt í dag þegar Þjóðskrá frétti hvernig í pottinn var búið og hann er því ekki lengur með skráð lögheimili í fundar- og móttökusölum stjórnvalda í Ráðherrabústaðnum.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira