Kolgalið að hafa nýja spítalann við Hringbraut Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 5. janúar 2012 19:19 Það er kolgalið að staðsetja nýja Landspítalann við Hringbraut, segir Guðjón Baldursson sjálfstætt starfandi læknir, og telur það verstu hugsanlegu framtíðarstaðsetningu fyrir starfsfólk og sjúklinga. Hann segir ekki of seint í rassinn gripið að velja honum nýjan stað og skorar á stjórnendur spítalans að endurskoða málið. Háværar umræður voru um staðsetningu á nýjum Landspítala á sínum tíma - en lítið hefur farið fyrir þeim undanfarin ár enda fastákveðið að byggja við Hringbraut, búið að kynna drög að deiliskipulagi og planið að hefjast handa næsta vor. Guðjón starfaði á spítalanum í aldarfjórðung og segir að þótt undirbúningur hafi staðið yfir í um áratug og miklu fé verið til kostað þá sé þessi bygging af slíkri stærðargráðu, einhvers stærsta uppbygging Íslandssögunnar, að hugsa verði hana til áratuga. Samkvæmt hagkvæmniathugun norskra fyrirtækja sem kynnt var í október var niðurstaðan sú að hagkvæmast væri að byggja nýja spítalann við Hringbraut. Guðjón segir það hins vegar kolgalið að byggja upp við Hringbraut. Meðal annars vegna þess að spár geri ráð fyrir að miðja borgarinnar muni færast og verða nær Reynisvatni, Rauðavatni eða Keldum á næstu áratugum - og þá verði Hringbrautin í jaðri byggðar. Umferðaraðgengi að spítalanum sé mjög slæmt nú þegar - hvað þá þegar hann stækki. Staðsetningin gæti eiginlega ekki verið verri. „Það sem ræður verkefnum í íslensku samfélagi eru peningar og pólitík," segir Guðjón og skorar á stjórnendur spítalans að viðurkenna mistök við val á staðsetningu og endurskoða málið frá grunni. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Það er kolgalið að staðsetja nýja Landspítalann við Hringbraut, segir Guðjón Baldursson sjálfstætt starfandi læknir, og telur það verstu hugsanlegu framtíðarstaðsetningu fyrir starfsfólk og sjúklinga. Hann segir ekki of seint í rassinn gripið að velja honum nýjan stað og skorar á stjórnendur spítalans að endurskoða málið. Háværar umræður voru um staðsetningu á nýjum Landspítala á sínum tíma - en lítið hefur farið fyrir þeim undanfarin ár enda fastákveðið að byggja við Hringbraut, búið að kynna drög að deiliskipulagi og planið að hefjast handa næsta vor. Guðjón starfaði á spítalanum í aldarfjórðung og segir að þótt undirbúningur hafi staðið yfir í um áratug og miklu fé verið til kostað þá sé þessi bygging af slíkri stærðargráðu, einhvers stærsta uppbygging Íslandssögunnar, að hugsa verði hana til áratuga. Samkvæmt hagkvæmniathugun norskra fyrirtækja sem kynnt var í október var niðurstaðan sú að hagkvæmast væri að byggja nýja spítalann við Hringbraut. Guðjón segir það hins vegar kolgalið að byggja upp við Hringbraut. Meðal annars vegna þess að spár geri ráð fyrir að miðja borgarinnar muni færast og verða nær Reynisvatni, Rauðavatni eða Keldum á næstu áratugum - og þá verði Hringbrautin í jaðri byggðar. Umferðaraðgengi að spítalanum sé mjög slæmt nú þegar - hvað þá þegar hann stækki. Staðsetningin gæti eiginlega ekki verið verri. „Það sem ræður verkefnum í íslensku samfélagi eru peningar og pólitík," segir Guðjón og skorar á stjórnendur spítalans að viðurkenna mistök við val á staðsetningu og endurskoða málið frá grunni.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira