Kolgalið að hafa nýja spítalann við Hringbraut Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 5. janúar 2012 19:19 Það er kolgalið að staðsetja nýja Landspítalann við Hringbraut, segir Guðjón Baldursson sjálfstætt starfandi læknir, og telur það verstu hugsanlegu framtíðarstaðsetningu fyrir starfsfólk og sjúklinga. Hann segir ekki of seint í rassinn gripið að velja honum nýjan stað og skorar á stjórnendur spítalans að endurskoða málið. Háværar umræður voru um staðsetningu á nýjum Landspítala á sínum tíma - en lítið hefur farið fyrir þeim undanfarin ár enda fastákveðið að byggja við Hringbraut, búið að kynna drög að deiliskipulagi og planið að hefjast handa næsta vor. Guðjón starfaði á spítalanum í aldarfjórðung og segir að þótt undirbúningur hafi staðið yfir í um áratug og miklu fé verið til kostað þá sé þessi bygging af slíkri stærðargráðu, einhvers stærsta uppbygging Íslandssögunnar, að hugsa verði hana til áratuga. Samkvæmt hagkvæmniathugun norskra fyrirtækja sem kynnt var í október var niðurstaðan sú að hagkvæmast væri að byggja nýja spítalann við Hringbraut. Guðjón segir það hins vegar kolgalið að byggja upp við Hringbraut. Meðal annars vegna þess að spár geri ráð fyrir að miðja borgarinnar muni færast og verða nær Reynisvatni, Rauðavatni eða Keldum á næstu áratugum - og þá verði Hringbrautin í jaðri byggðar. Umferðaraðgengi að spítalanum sé mjög slæmt nú þegar - hvað þá þegar hann stækki. Staðsetningin gæti eiginlega ekki verið verri. „Það sem ræður verkefnum í íslensku samfélagi eru peningar og pólitík," segir Guðjón og skorar á stjórnendur spítalans að viðurkenna mistök við val á staðsetningu og endurskoða málið frá grunni. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Það er kolgalið að staðsetja nýja Landspítalann við Hringbraut, segir Guðjón Baldursson sjálfstætt starfandi læknir, og telur það verstu hugsanlegu framtíðarstaðsetningu fyrir starfsfólk og sjúklinga. Hann segir ekki of seint í rassinn gripið að velja honum nýjan stað og skorar á stjórnendur spítalans að endurskoða málið. Háværar umræður voru um staðsetningu á nýjum Landspítala á sínum tíma - en lítið hefur farið fyrir þeim undanfarin ár enda fastákveðið að byggja við Hringbraut, búið að kynna drög að deiliskipulagi og planið að hefjast handa næsta vor. Guðjón starfaði á spítalanum í aldarfjórðung og segir að þótt undirbúningur hafi staðið yfir í um áratug og miklu fé verið til kostað þá sé þessi bygging af slíkri stærðargráðu, einhvers stærsta uppbygging Íslandssögunnar, að hugsa verði hana til áratuga. Samkvæmt hagkvæmniathugun norskra fyrirtækja sem kynnt var í október var niðurstaðan sú að hagkvæmast væri að byggja nýja spítalann við Hringbraut. Guðjón segir það hins vegar kolgalið að byggja upp við Hringbraut. Meðal annars vegna þess að spár geri ráð fyrir að miðja borgarinnar muni færast og verða nær Reynisvatni, Rauðavatni eða Keldum á næstu áratugum - og þá verði Hringbrautin í jaðri byggðar. Umferðaraðgengi að spítalanum sé mjög slæmt nú þegar - hvað þá þegar hann stækki. Staðsetningin gæti eiginlega ekki verið verri. „Það sem ræður verkefnum í íslensku samfélagi eru peningar og pólitík," segir Guðjón og skorar á stjórnendur spítalans að viðurkenna mistök við val á staðsetningu og endurskoða málið frá grunni.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira