Innlent

Of Monsters and Men í nýrri stiklu

BBI skrifar
Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men kemur víða við og nú síðast ómar lag sveitarinnar undir nýrri stiklu úr Hollywood myndinni Promised Land sem Matt Damon skrifar og leikur í og Gus Van Sant leikstýrir.

Ekki ber á öðru en framleiðendur telji vænlegt til árangurs að auglýsa vörur sínar undir tónum frá sveitinni því þess er skemmst að minnast að lag sveitarinnar var spilað undir nýja iPhone 5 kynningarmyndbandinu sem birtist fyrir stuttu. Nú hefur hljómsveitin strax aftur ratað í auglýsingu og í þetta sinn með lag sitt King and the Lionheart.

Það er fyrirtækið Sony sem sér um að koma tónlist hljómsveitarinnar að í auglýsingum, kvikmyndaauglýsingum og fleiru í þeim dúr. Það virðist ekki ganga sem verst hjá fyrirtækinu.

Lag Of Monsters and Men kemur fyrir í lok stiklunnar. Leikstjórinn Gus Van Sant hefur leikstýrt myndum á borð við Good Will Hunting og Milk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×