Innlent

Lögreglumenn fá ekki að bera vitni í Vítisenglamáli

Einar Boom Marteinsson er á meðal hinna ákærðu í málinu. Hann var forsprakki samtakanna en segist nú vera hættur.
Einar Boom Marteinsson er á meðal hinna ákærðu í málinu. Hann var forsprakki samtakanna en segist nú vera hættur.
Tveir lögreglumenn, fulltrúi hjá Europol aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, fá ekki að vera vitni í máli gegn Vítisenglum og fólki tengdum þeim, sem nú er rekið fyrir héraðsdómi. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem með úrskurði sínum sneri ákvörðun héraðsdómara við. Mennirnir höfðu starfað í rannsóknarhópi lögreglunnar um starfsemi Vítisengla og vildi saksóknari leiða mennina sem vitni fyrir dóminn.

Verjendur sakborninganna, sem eru ákærðir fyrir að hafa beitt konu grófu ofbeldi í Hafnarfirði í fyrra, héldu því fram að mennirnir tveir gætu engan veginn borið vitni um málsatvik í þessu tiltekna máli. Þá bæru gögn málsins ekki með sér að þeir hefðu veitt ákæruvaldinu aðstoð eða ráðgjöf áður en málið var höfðað.

Skýrsla sem mennirnir unnu að í rannsóknarhópnum er á meðal málsgagna en skýrslan er dagsett í apríl á þessu ári. Hæstiréttur bendir á að efni skýrslunnar sé „almenn umfjöllum um starfsemi samtaka A (Vítisengla innsk.blm) á Íslandi" og hafi hún hvorki verið samin í tilefni af atvikum þessa máls né séu atvik þess sérstakt umfjöllunarefni skýrslunnar, þótt þeirra sé þar getið.

„Höfundar skýrslunnar geta því ekki talist hafa veitt ákæruvaldi eða lögreglu sérfræðilega aðstoð eða ráðgjöf."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×