Hætta við hækkun á bjórnum og bensíninu 21. desember 2012 06:00 Sterkt hækkar Ekki verður fallið frá hækkunum gjalda á sterkt áfengi og tóbak, en hins vegar verður hætt við gjaldið á bjór og léttvín.fréttablaðið/gva Fallið verður frá hækkunum á gjöldum sem nema 1,6 milljörðum króna, samkvæmt tillögu meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar. Helgi Hjörvar formaður greindi frá þessu skömmu fyrir atkvæðagreiðslu um fjárlög. Stjórnarandstaðan gagnrýnir að tillagan hafi ekki komið fyrr fram. Meirihlutinn leggur til að horfið sé frá hækkun á bifreiðagjöldum, á vörugjaldi á bensíni, á sérstöku bensíngjaldi og á olíugjaldi. Þá verði hætt við hækkanir á bjór og léttvíni og hækkun á útvarpsgjaldi. Þetta þýðir að skatttekjur ríkisins dragast saman um 1.590 milljónir króna. Til að mæta því leggur meirihlutinn til að fallið verði frá afnámi afdráttarskatts á vöxtum sem greiddir eru úr landi. Það skilar 1.600 milljóna króna tekjum. „Breytingarnar draga úr neikvæðum verðlagsáhrifum fjárlagafrumvarpsins um liðlega 0,1 prósent og þar með hækka verðtryggðar skuldir heimilanna um hátt í tveimur milljörðum króna minna en annars hefði orðið en heildarniðurstaðan er jákvæð um 10 milljónir króna fyrir ríkissjóð,“ sagði Helgi þegar hann kynnti tillöguna á þingi í gær. Hann sagði breytingarnar hafa lítils háttar áhrif á útkomu fjárlaganna. Efnislegar umræður færu fram þegar við aðra umræðu um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði það forkastanleg vinnubrögð að koma fram með mál sem hefði áhrif á tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins rétt áður en það væri samþykkt. „Það eina sem við, fulltrúar minni hlutans á Alþingi, höfum fengið að heyra um þessar tillögur er ræða háttvirts þingmanns rétt áðan sem stóð yfir í þrjár mínútur. Slík vinnubrögð eru til skammar fyrir Alþingi og það veit háttvirtur þingmaður Helgi Hjörvar.“ Tengdar fréttir Heimsmet í sköttum á bílaleigur Pétur H. Blöndal, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd, gagnrýnir vinnubrögðin varðandi breytingarnar mjög. Hann segir veigamiklar breytingar á skattkerfinu hafa verið kynntar og rifnar út með hasti. Þetta einkenndist af því að kosningar væru í nánd. Þá þýddu nýir skattar á bílaleigur að Íslendingar ættu nú heimsmet. 21. desember 2012 06:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Fallið verður frá hækkunum á gjöldum sem nema 1,6 milljörðum króna, samkvæmt tillögu meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar. Helgi Hjörvar formaður greindi frá þessu skömmu fyrir atkvæðagreiðslu um fjárlög. Stjórnarandstaðan gagnrýnir að tillagan hafi ekki komið fyrr fram. Meirihlutinn leggur til að horfið sé frá hækkun á bifreiðagjöldum, á vörugjaldi á bensíni, á sérstöku bensíngjaldi og á olíugjaldi. Þá verði hætt við hækkanir á bjór og léttvíni og hækkun á útvarpsgjaldi. Þetta þýðir að skatttekjur ríkisins dragast saman um 1.590 milljónir króna. Til að mæta því leggur meirihlutinn til að fallið verði frá afnámi afdráttarskatts á vöxtum sem greiddir eru úr landi. Það skilar 1.600 milljóna króna tekjum. „Breytingarnar draga úr neikvæðum verðlagsáhrifum fjárlagafrumvarpsins um liðlega 0,1 prósent og þar með hækka verðtryggðar skuldir heimilanna um hátt í tveimur milljörðum króna minna en annars hefði orðið en heildarniðurstaðan er jákvæð um 10 milljónir króna fyrir ríkissjóð,“ sagði Helgi þegar hann kynnti tillöguna á þingi í gær. Hann sagði breytingarnar hafa lítils háttar áhrif á útkomu fjárlaganna. Efnislegar umræður færu fram þegar við aðra umræðu um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði það forkastanleg vinnubrögð að koma fram með mál sem hefði áhrif á tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins rétt áður en það væri samþykkt. „Það eina sem við, fulltrúar minni hlutans á Alþingi, höfum fengið að heyra um þessar tillögur er ræða háttvirts þingmanns rétt áðan sem stóð yfir í þrjár mínútur. Slík vinnubrögð eru til skammar fyrir Alþingi og það veit háttvirtur þingmaður Helgi Hjörvar.“
Tengdar fréttir Heimsmet í sköttum á bílaleigur Pétur H. Blöndal, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd, gagnrýnir vinnubrögðin varðandi breytingarnar mjög. Hann segir veigamiklar breytingar á skattkerfinu hafa verið kynntar og rifnar út með hasti. Þetta einkenndist af því að kosningar væru í nánd. Þá þýddu nýir skattar á bílaleigur að Íslendingar ættu nú heimsmet. 21. desember 2012 06:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Heimsmet í sköttum á bílaleigur Pétur H. Blöndal, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd, gagnrýnir vinnubrögðin varðandi breytingarnar mjög. Hann segir veigamiklar breytingar á skattkerfinu hafa verið kynntar og rifnar út með hasti. Þetta einkenndist af því að kosningar væru í nánd. Þá þýddu nýir skattar á bílaleigur að Íslendingar ættu nú heimsmet. 21. desember 2012 06:00