Innlent

Hætta við hækkun á bjórnum og bensíninu

Sterkt hækkar Ekki verður fallið frá hækkunum gjalda á sterkt áfengi og tóbak, en hins vegar verður hætt við gjaldið á bjór og léttvín.fréttablaðið/gva
Sterkt hækkar Ekki verður fallið frá hækkunum gjalda á sterkt áfengi og tóbak, en hins vegar verður hætt við gjaldið á bjór og léttvín.fréttablaðið/gva
Fallið verður frá hækkunum á gjöldum sem nema 1,6 milljörðum króna, samkvæmt tillögu meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar. Helgi Hjörvar formaður greindi frá þessu skömmu fyrir atkvæðagreiðslu um fjárlög. Stjórnarandstaðan gagnrýnir að tillagan hafi ekki komið fyrr fram.

Meirihlutinn leggur til að horfið sé frá hækkun á bifreiðagjöldum, á vörugjaldi á bensíni, á sérstöku bensíngjaldi og á olíugjaldi. Þá verði hætt við hækkanir á bjór og léttvíni og hækkun á útvarpsgjaldi. Þetta þýðir að skatttekjur ríkisins dragast saman um 1.590 milljónir króna.

Til að mæta því leggur meirihlutinn til að fallið verði frá afnámi afdráttarskatts á vöxtum sem greiddir eru úr landi. Það skilar 1.600 milljóna króna tekjum.

„Breytingarnar draga úr neikvæðum verðlagsáhrifum fjárlagafrumvarpsins um liðlega 0,1 prósent og þar með hækka verðtryggðar skuldir heimilanna um hátt í tveimur milljörðum króna minna en annars hefði orðið en heildarniðurstaðan er jákvæð um 10 milljónir króna fyrir ríkissjóð,“ sagði Helgi þegar hann kynnti tillöguna á þingi í gær.

Hann sagði breytingarnar hafa lítils háttar áhrif á útkomu fjárlaganna. Efnislegar umræður færu fram þegar við aðra umræðu um ráðstafanir í ríkisfjármálum.

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði það forkastanleg vinnubrögð að koma fram með mál sem hefði áhrif á tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins rétt áður en það væri samþykkt.

„Það eina sem við, fulltrúar minni hlutans á Alþingi, höfum fengið að heyra um þessar tillögur er ræða háttvirts þingmanns rétt áðan sem stóð yfir í þrjár mínútur. Slík vinnubrögð eru til skammar fyrir Alþingi og það veit háttvirtur þingmaður Helgi Hjörvar.“


Tengdar fréttir

Heimsmet í sköttum á bílaleigur

Pétur H. Blöndal, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd, gagnrýnir vinnubrögðin varðandi breytingarnar mjög. Hann segir veigamiklar breytingar á skattkerfinu hafa verið kynntar og rifnar út með hasti. Þetta einkenndist af því að kosningar væru í nánd. Þá þýddu nýir skattar á bílaleigur að Íslendingar ættu nú heimsmet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×