Innlent

Bílvelta við Ártúnsbrekkuna

Vesturlandsvegur við Ártúnsbrekku var lokaður í vesturátt frá Höfðabakka vegna umferðarslyss síðdegis. Jeppabifreið valt en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var ekki um alvarlegt slys að ræða.

Sjúkrabíll kom á vettvang og flutti ökumann á spítala.

Tvær akreinar voru opnaðar skömmu eftir slysið, en umferðartafir verða í einhvern tíma. Bent er á Bíldshöfða og Höfðabakka sem og aðrar leiðir fyrir þá sem vilja sleppa við tafir.

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að vitni að óhappinu gefi sig fram og hringi í síma 444-1000.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×