Er enginn dauðadómur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. mars 2012 08:00 Tryggvi er prímusmótorinn í liði Eyjamanna og hans verður sárt saknað í fyrstu umferðum Íslandsmótsins í ár. Mynd/Anton „Þetta er ekki skemmtilegt mál. Ég hef verið slæmur aftan í kálfa í um tvær vikur. Hef verið í sjúkraþjálfun vegna þessa en það hefur ekkert lagast. Ég fór svo í ómskoðun og þá kom í ljós að ég er með svokallaðan bláæðarblóðtappa í kálfanum," sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, við Fréttablaðið í gær. Hann mun verða frá knattspyrnuiðkun í þrjá til sex mánuði vegna veikindanna og því ljóst að hann bætir ekki markametið í efstu deild snemma næsta sumar. Tryggvi deilir metinu með Inga Birni Albertssyni en þeir hafa báðir skorað 126 mörk í efstu deild. „Þetta er alvarlegt mál. Nú er ég kominn á blóðþynningarlyf, þarf að sprauta mig í magann og sætta mig við að vera sjúklingur." Tryggvi er þekktur harðjaxl sem spilar nánast alltaf þó svo hann sé eitthvað meiddur. Það sannaði hann ítrekað síðasta sumar er hann spilaði allur blár og marinn hvað eftir annað. „Ég þarf að gúgla þetta og skoða hvað menn hafa verið fljótir til baka sem hafa lent í álíka. Það er talað um þrjá til sex mánuði en eigum við þá ekki að segja að ég verði tvo mánuði frá," sagði Tryggvi bjartsýnn en hann ætlar ekki að láta veikindin aftra sér frá því að ná markametinu sem hann hefur svo lengi stefnt að. „Það eru samt allir í kringum mig að taka veikindin alvarlega. Ég má ekkert æfa á meðan ég er á þessum lyfjum. Ég verð að sætta mig við það en vonandi get ég farið að hjóla eða synda sem fyrst," sagði Tryggvi en hann getur ekki neitað því að þetta sé talsvert áfall fyrir sig. „Þetta verður mjög erfitt en er samt það alvarlegt að aldrei þessu vant verð ég að hlusta á og hlýða því sem læknarnir segja við mig. Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu því ég hélt ég væri bara með stífan kálfa."nagli Tryggvi spilaði ítrekað í fyrra þó svo hann hafi verið allur lurkum laminn. Nú verður hann loksins að taka hvíld. fréttablaðið/gvaTryggvi stefnir á að fara með Eyjamönnum í æfingaferð í lok mars þó svo hann sé veikur enda eru þær ferðir ekki síður til þess að þjappa hópnum saman. „Ég verð svo að sætta mig við að missa af fyrstu leikjunum. Ég hef nú alltaf byrjað mótin vel en það verður ekki af því í ár. Þetta er samt enginn dauðadómur þó alvarlegt sé. Það verða líklega einhverjir fengir því að ég sé farinn af vellinum og hætti að skammast í þeim," sagði Tryggvi léttur. Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, var hálfsleginn er Fréttablaðið heyrði í hinum enda tiltölulega nýbúinn að fá fréttirnar. „Þetta er mikið áfall og það er alveg klárt að við erum að taka eitt skref til baka með því að missa Tryggva. „Þetta er alveg grátlegt því hann var í ótrúlega góðu formi og fyrsti leikurinn án hans er eini leikurinn sem við náðum ekki að skora í vetur. Það munar mikið um hann." Magnús segir líklegt að ÍBV muni styrkja sig í ljósi þessarar stöðu. „Við erum enn að melta þetta en ég tel ansi líklegt að við verðum að bæta við okkur manni. Sá maður verður að koma að utan því enginn slíkur er á lausu hér á Íslandi." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Sjá meira
„Þetta er ekki skemmtilegt mál. Ég hef verið slæmur aftan í kálfa í um tvær vikur. Hef verið í sjúkraþjálfun vegna þessa en það hefur ekkert lagast. Ég fór svo í ómskoðun og þá kom í ljós að ég er með svokallaðan bláæðarblóðtappa í kálfanum," sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, við Fréttablaðið í gær. Hann mun verða frá knattspyrnuiðkun í þrjá til sex mánuði vegna veikindanna og því ljóst að hann bætir ekki markametið í efstu deild snemma næsta sumar. Tryggvi deilir metinu með Inga Birni Albertssyni en þeir hafa báðir skorað 126 mörk í efstu deild. „Þetta er alvarlegt mál. Nú er ég kominn á blóðþynningarlyf, þarf að sprauta mig í magann og sætta mig við að vera sjúklingur." Tryggvi er þekktur harðjaxl sem spilar nánast alltaf þó svo hann sé eitthvað meiddur. Það sannaði hann ítrekað síðasta sumar er hann spilaði allur blár og marinn hvað eftir annað. „Ég þarf að gúgla þetta og skoða hvað menn hafa verið fljótir til baka sem hafa lent í álíka. Það er talað um þrjá til sex mánuði en eigum við þá ekki að segja að ég verði tvo mánuði frá," sagði Tryggvi bjartsýnn en hann ætlar ekki að láta veikindin aftra sér frá því að ná markametinu sem hann hefur svo lengi stefnt að. „Það eru samt allir í kringum mig að taka veikindin alvarlega. Ég má ekkert æfa á meðan ég er á þessum lyfjum. Ég verð að sætta mig við það en vonandi get ég farið að hjóla eða synda sem fyrst," sagði Tryggvi en hann getur ekki neitað því að þetta sé talsvert áfall fyrir sig. „Þetta verður mjög erfitt en er samt það alvarlegt að aldrei þessu vant verð ég að hlusta á og hlýða því sem læknarnir segja við mig. Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu því ég hélt ég væri bara með stífan kálfa."nagli Tryggvi spilaði ítrekað í fyrra þó svo hann hafi verið allur lurkum laminn. Nú verður hann loksins að taka hvíld. fréttablaðið/gvaTryggvi stefnir á að fara með Eyjamönnum í æfingaferð í lok mars þó svo hann sé veikur enda eru þær ferðir ekki síður til þess að þjappa hópnum saman. „Ég verð svo að sætta mig við að missa af fyrstu leikjunum. Ég hef nú alltaf byrjað mótin vel en það verður ekki af því í ár. Þetta er samt enginn dauðadómur þó alvarlegt sé. Það verða líklega einhverjir fengir því að ég sé farinn af vellinum og hætti að skammast í þeim," sagði Tryggvi léttur. Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, var hálfsleginn er Fréttablaðið heyrði í hinum enda tiltölulega nýbúinn að fá fréttirnar. „Þetta er mikið áfall og það er alveg klárt að við erum að taka eitt skref til baka með því að missa Tryggva. „Þetta er alveg grátlegt því hann var í ótrúlega góðu formi og fyrsti leikurinn án hans er eini leikurinn sem við náðum ekki að skora í vetur. Það munar mikið um hann." Magnús segir líklegt að ÍBV muni styrkja sig í ljósi þessarar stöðu. „Við erum enn að melta þetta en ég tel ansi líklegt að við verðum að bæta við okkur manni. Sá maður verður að koma að utan því enginn slíkur er á lausu hér á Íslandi."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti