Bikar-Baldur hetja KR-inga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2012 09:15 Maður dagsins Baldur Sigurðsson sést hér með Borgunarbikarsskiltið eftir leikinn. fréttablaðið/daníel „Tilfinningin er æðisleg. Þetta er í þriðja sinn sem ég vinn þennan bikar og tilfinningin verður bara betri. Þetta venst aldrei og verður seint leiðinlegt," sagði Baldur Sigurðsson sem skoraði sigurmark KR í 2-1 sigri á Stjörnunni í úrslitum Borgunar-bikarsins á laugardag sex mínútum fyrir leikslok. Heiður að skora sigurmarkið„Það er í fyrsta lagi heiður að fá að spila þennan leik. Það er heiður að leika þar sem allt er sett í sölurnar. Frábær völlur, frábærir áhorfendur og magnað andrúmsloft. Það er ákveðinn heiður að fá að skora sigurmark, þetta er þriðji leikurinn þar sem ég fæ þann heiður að skora sigurmark á þessum velli og í þessum leik. Það er virkilega gaman," sagði Baldur sem komst í hóp góðra manna sem skorað hafa í þremur bikarúrslitaleikjum á Laugardalsvelli. Guðmundur Steinsson, Pétur Pétursson, Pétur Ormslev, Marteinn Geirsson og Ragnar Margeirsson höfðu áður afrekað þetta. Guðmundur fagnaði þrisvar sigri líkt og Baldur en Guðmundur þurfti fjórar tilraunir til þess. Baldur skoraði seinna markið fyrir Keflavík í 2-0 sigri á núverandi liði sínu, KR, 2006. Hann skoraði seinna markið í öðrum 2-0 sigri, með KR gegn Þór í fyrra. Markið á laugardaginn kom beint af æfingasvæðinu. Tóku góðan hálftíma í æfingu „Við tókum góðan hálftíma í æfingu fyrir leik í föst leikatriði og þetta var eitt af því. À la Mexíkó frá Ólympíuleikunum," sagði Baldur sem vildi ekki gera mikið úr því afreki sínu að skora í þremur bikarúrslitaleikjum á þjóðarleikvanginum. „Ég veit ekki hvað veldur þessu. Ég er inni í teig nánast alltaf, í hvaða leik sem við spilum og ég vildi að ég gæti skorað meira í deildinni. Vonandi opnast eitthvað með þessu en þetta hefur gerst svona og það er ekki leiðinlegt að sigrarnir koma þegar maður skorar," sagði Baldur. Stjarnan var sterkari aðilinn í leiknum lengst af en klúðraði meðal annars vítaspyrnu á síðasta andartaki fyrri hálfleiks. Segja má að reynslan hafi hjálpað KR líkt og í leiknum gegn Þór í fyrra en þetta var þriðji bikarúrslitaleikur KR á jafn mörgum árum. Athyglin var á þeim„Þegar hitt liðið er nýtt í þessu og við höfum ákveðna reynslu þá reynir maður að fá þá til setja spennustigið sitt hærra. Athyglin var á þeim og þeir voru meira í fjölmiðlum en við komum rólegri inn í þetta. Það þýðir ekkert að vera stressaður í þessum leikjum. Eins og Jónas Guðni sagði við mig fyrir leik þá er veikasti hlekkur leikmannsins að óttast að gera mistök og þú hugsar bara að þú ætlir ekki að gera mistök, þú ætlir bara að skora. Þá dettur þetta inn," sagði Baldur en það vakti athygli að KR-liðið var allt boðað á æfingu klukkan ellefu í gærmorgun. „Það er stefna hjá þjálfurunum okkar og liðinu að taka þessum titlum sem við höfum unnið og þessu gengi af mikilli hógværð og við ætlum að halda því áfram. Við berum virðingu fyrir andstæðingnum okkar og erum lítið fyrir að gaspra og vera með einhverja stæla. Við komum af hógværð inn í mót og sýnum okkur á vellinum í stað þess að vera með stæla í fjölmiðlum," sagði Mývetningurinn rauðbirkni að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
„Tilfinningin er æðisleg. Þetta er í þriðja sinn sem ég vinn þennan bikar og tilfinningin verður bara betri. Þetta venst aldrei og verður seint leiðinlegt," sagði Baldur Sigurðsson sem skoraði sigurmark KR í 2-1 sigri á Stjörnunni í úrslitum Borgunar-bikarsins á laugardag sex mínútum fyrir leikslok. Heiður að skora sigurmarkið„Það er í fyrsta lagi heiður að fá að spila þennan leik. Það er heiður að leika þar sem allt er sett í sölurnar. Frábær völlur, frábærir áhorfendur og magnað andrúmsloft. Það er ákveðinn heiður að fá að skora sigurmark, þetta er þriðji leikurinn þar sem ég fæ þann heiður að skora sigurmark á þessum velli og í þessum leik. Það er virkilega gaman," sagði Baldur sem komst í hóp góðra manna sem skorað hafa í þremur bikarúrslitaleikjum á Laugardalsvelli. Guðmundur Steinsson, Pétur Pétursson, Pétur Ormslev, Marteinn Geirsson og Ragnar Margeirsson höfðu áður afrekað þetta. Guðmundur fagnaði þrisvar sigri líkt og Baldur en Guðmundur þurfti fjórar tilraunir til þess. Baldur skoraði seinna markið fyrir Keflavík í 2-0 sigri á núverandi liði sínu, KR, 2006. Hann skoraði seinna markið í öðrum 2-0 sigri, með KR gegn Þór í fyrra. Markið á laugardaginn kom beint af æfingasvæðinu. Tóku góðan hálftíma í æfingu „Við tókum góðan hálftíma í æfingu fyrir leik í föst leikatriði og þetta var eitt af því. À la Mexíkó frá Ólympíuleikunum," sagði Baldur sem vildi ekki gera mikið úr því afreki sínu að skora í þremur bikarúrslitaleikjum á þjóðarleikvanginum. „Ég veit ekki hvað veldur þessu. Ég er inni í teig nánast alltaf, í hvaða leik sem við spilum og ég vildi að ég gæti skorað meira í deildinni. Vonandi opnast eitthvað með þessu en þetta hefur gerst svona og það er ekki leiðinlegt að sigrarnir koma þegar maður skorar," sagði Baldur. Stjarnan var sterkari aðilinn í leiknum lengst af en klúðraði meðal annars vítaspyrnu á síðasta andartaki fyrri hálfleiks. Segja má að reynslan hafi hjálpað KR líkt og í leiknum gegn Þór í fyrra en þetta var þriðji bikarúrslitaleikur KR á jafn mörgum árum. Athyglin var á þeim„Þegar hitt liðið er nýtt í þessu og við höfum ákveðna reynslu þá reynir maður að fá þá til setja spennustigið sitt hærra. Athyglin var á þeim og þeir voru meira í fjölmiðlum en við komum rólegri inn í þetta. Það þýðir ekkert að vera stressaður í þessum leikjum. Eins og Jónas Guðni sagði við mig fyrir leik þá er veikasti hlekkur leikmannsins að óttast að gera mistök og þú hugsar bara að þú ætlir ekki að gera mistök, þú ætlir bara að skora. Þá dettur þetta inn," sagði Baldur en það vakti athygli að KR-liðið var allt boðað á æfingu klukkan ellefu í gærmorgun. „Það er stefna hjá þjálfurunum okkar og liðinu að taka þessum titlum sem við höfum unnið og þessu gengi af mikilli hógværð og við ætlum að halda því áfram. Við berum virðingu fyrir andstæðingnum okkar og erum lítið fyrir að gaspra og vera með einhverja stæla. Við komum af hógværð inn í mót og sýnum okkur á vellinum í stað þess að vera með stæla í fjölmiðlum," sagði Mývetningurinn rauðbirkni að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira