KR með hreðjatak á Stjörnunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2012 08:00 Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, og Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, með nýja bikarinn sem keppt verður um í fyrsta skipti í ár. Fréttablaðið/Stefán Stjarnan og KR mætast í úrslitaleik Borgunarbikars karla í knattspyrnu á morgun. KR á titil að verja en Stjarnan hefur aldrei áður leikið til úrslita. Von er á spennandi leik enda hefur þremur síðustu leikjum liðanna lyktað með jafntefli. KR-ingar leika til úrslita þriðja árið í röð en minningarnar frá úrslitaleikjunum eru þó blendnar. Liðið steinlá gegn FH 4-0 árið 2010 en vann kærkominn 2-0 sigur gegn sprækum Þórsurum fyrir ári. „Ég man hreinlega ekki eftir leiknum. Við unnum leikinn og ég held að flestir muni eftir því nema kannski hörðustu Þórsarar," segir Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR-inga léttur. „Þórsararnir voru góðir í þeim leik og við mjög heppnir. En á endanum unnum við og það er það sem situr eftir." KR-ingar og sér í lagi Bjarni urðu fyrir miklu áfalli í upphitun úrslitaleiksins í fyrra þegar ljóst varð að hann gæti ekki spilað stærsta leik sumarsins sökum meiðsla. Hann segist klár í slaginn núna, engin meiðsli séu að angra hann og reiknar hann með jöfnum og skemmtilegum leik. „Við lítum ekki svo á að við séum að verja okkar titil heldur ætlum við að vinna hann. Það var eitt af markmiðum okkar í sumar að vinna hann aftur og við erum komnir vel á veg," segir Bjarni. Tölfræðin vinnur ekki með Stjörnunni. Liðið leikur til úrslita í fyrsta skipti í sögu karlaliðs félagsins auk þess sem liðið hefur aldrei lagt KR að velli í deildar- eða bikarleik. Garðar Jóhannsson, framherji og reynslumesti leikmaður Stjörnunnar, lítur þó ekki þannig á að Stjarnan sé litla liðið. „Kannski er það þannig en mér líður ekki þannig. Þeir hafa unnið titilinn oft og spilað um hann síðustu þrjú ár. En við höfum gert fjögur jafntefli gegn þeim í síðustu fjórum deildarleikjum liðanna svo ég held að þetta sé bara 50/50 leikur," segir Garðar sem viðurkennir að spennu gætir í herbúðum Stjörnumanna fyrir leikinn. „Auðvitað eru menn spenntir fyrir leiknum. Fæstir okkar hafa spilað svona stóra leiki svo spennan er óhjákvæmileg." Þjálfararnir kunna á bikarinnÞjálfararnir Bjarni Jóhannsson og Rúnar Kristinsson þekkja báðir hvað þarf til þess að vinna sigur í bikarkeppninni. Bjarni gerði ÍBV að bikarmeisturum árið 1998 auk þess sem hann stýrði Fylkismönnum til síns fyrsta titils árið 2002. Rúnar gerði KR-inga að bikarmeisturum í fyrra auk þess sem hann skoraði annað marka KR í úrslitaleiknum 1994. Sá titill batt enda á 26 ára eyðimerkurgöngu KR-inga. Bæði lið hafa þó farið halloka undanfarið. Tveir tapleikir í síðustu leikjum liðanna í deildinni hafa að margra mati kostað liðin möguleikann á Íslandsmeistaratitilinum. „Þeir hafa greinilega verið með hugann við bikarinn í síðustu leikjum líkt og ég hallast að að við KR-ingar höfum gert líka. Því miður hefur það komið niður á báðum liðum. Vonandi ná bæði að lyfta sínum leik og sýna betri knattspyrnu en í tveimur síðustu leikjum," segir Rúnar. Ólíkur undirbúningurRúnar ætlar að hóa leikmönnum KR saman í morgunverð á morgun en að öðru leyti verður undirbúningur liðsins hefðbundinn. „Maður veit aldrei hvernig þetta mun þróast. Við töpuðum 4-0 gegn FH fyrir tveimur árum. Fyrir þann leik var maður voðalega bjartsýnn, búinn að spá í spilin og leggja ákveðnar línur. En við skíttöpuðum. Hlutirnir breytast þegar leikirnir byrja alveg sama hvernig maður leggur þetta upp," segir Rúnar. Bjarni Jóhannsson hristi aðeins upp í undirbúningi Stjörnuliðsins sem skellti sér í hraðbátsferð í gær. Fyrirhugað var að liðið myndi gista saman á hóteli en mikill fjöldi ferðamanna hér á landi varð til þess að Stjörnustrákarnir fengu hvergi inni. „Það er tími til kominn að Stjarnan vinni titil og vonandi tekst okkur að klófesta hann," segir Bjarni sem finnst sínir menn hafa verið annars hugar í síðustu leikjum. „Það er svipað á komið og ég held að menn hafi verið með hugann við þennan leik, bæði hvað spjöldin varðar og að forðast meiðsli. Það er kannski bara hluti af þessu. Menn verða þeim mun klárari í úrslitaleikinn," segir Bjarni. Meiðsli í herbúðum beggja liðaLykilmenn beggja liða glíma við meiðsli. Vinstri bakvörðurinn Hörður Árnason glímir við meiðsli og sömuleiðis kantmaðurinn danski Kennie Chopart. „Þeir verða báðir klárir," segir Bjarni en Rúnar Kristinsson er ekki alveg jafnbjartsýnn á þátttöku sinna leikmanna sem verið hafa frá. Grétar Sigfinnur Sigurðarson og Kjartan Henry Finnbogason voru hvorugir í leikmannahópi KR í 3-2 tapinu gegn Val á dögunum. „Það eru meiri líkur á því að Kjartan verði heill en Grétar sem er mjög tæpur. Gunnar Þór (Gunnarsson) er líka tæpur og kemur í ljós á föstudag hvort hann geti klárað æfinguna að fullu," segir Rúnar. Úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli á morgun klukkan 16. Hann verður í beinni útsendingu og í opinni dagskrá bæði á Stöð 2 Sport og Vísi. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Stjarnan og KR mætast í úrslitaleik Borgunarbikars karla í knattspyrnu á morgun. KR á titil að verja en Stjarnan hefur aldrei áður leikið til úrslita. Von er á spennandi leik enda hefur þremur síðustu leikjum liðanna lyktað með jafntefli. KR-ingar leika til úrslita þriðja árið í röð en minningarnar frá úrslitaleikjunum eru þó blendnar. Liðið steinlá gegn FH 4-0 árið 2010 en vann kærkominn 2-0 sigur gegn sprækum Þórsurum fyrir ári. „Ég man hreinlega ekki eftir leiknum. Við unnum leikinn og ég held að flestir muni eftir því nema kannski hörðustu Þórsarar," segir Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR-inga léttur. „Þórsararnir voru góðir í þeim leik og við mjög heppnir. En á endanum unnum við og það er það sem situr eftir." KR-ingar og sér í lagi Bjarni urðu fyrir miklu áfalli í upphitun úrslitaleiksins í fyrra þegar ljóst varð að hann gæti ekki spilað stærsta leik sumarsins sökum meiðsla. Hann segist klár í slaginn núna, engin meiðsli séu að angra hann og reiknar hann með jöfnum og skemmtilegum leik. „Við lítum ekki svo á að við séum að verja okkar titil heldur ætlum við að vinna hann. Það var eitt af markmiðum okkar í sumar að vinna hann aftur og við erum komnir vel á veg," segir Bjarni. Tölfræðin vinnur ekki með Stjörnunni. Liðið leikur til úrslita í fyrsta skipti í sögu karlaliðs félagsins auk þess sem liðið hefur aldrei lagt KR að velli í deildar- eða bikarleik. Garðar Jóhannsson, framherji og reynslumesti leikmaður Stjörnunnar, lítur þó ekki þannig á að Stjarnan sé litla liðið. „Kannski er það þannig en mér líður ekki þannig. Þeir hafa unnið titilinn oft og spilað um hann síðustu þrjú ár. En við höfum gert fjögur jafntefli gegn þeim í síðustu fjórum deildarleikjum liðanna svo ég held að þetta sé bara 50/50 leikur," segir Garðar sem viðurkennir að spennu gætir í herbúðum Stjörnumanna fyrir leikinn. „Auðvitað eru menn spenntir fyrir leiknum. Fæstir okkar hafa spilað svona stóra leiki svo spennan er óhjákvæmileg." Þjálfararnir kunna á bikarinnÞjálfararnir Bjarni Jóhannsson og Rúnar Kristinsson þekkja báðir hvað þarf til þess að vinna sigur í bikarkeppninni. Bjarni gerði ÍBV að bikarmeisturum árið 1998 auk þess sem hann stýrði Fylkismönnum til síns fyrsta titils árið 2002. Rúnar gerði KR-inga að bikarmeisturum í fyrra auk þess sem hann skoraði annað marka KR í úrslitaleiknum 1994. Sá titill batt enda á 26 ára eyðimerkurgöngu KR-inga. Bæði lið hafa þó farið halloka undanfarið. Tveir tapleikir í síðustu leikjum liðanna í deildinni hafa að margra mati kostað liðin möguleikann á Íslandsmeistaratitilinum. „Þeir hafa greinilega verið með hugann við bikarinn í síðustu leikjum líkt og ég hallast að að við KR-ingar höfum gert líka. Því miður hefur það komið niður á báðum liðum. Vonandi ná bæði að lyfta sínum leik og sýna betri knattspyrnu en í tveimur síðustu leikjum," segir Rúnar. Ólíkur undirbúningurRúnar ætlar að hóa leikmönnum KR saman í morgunverð á morgun en að öðru leyti verður undirbúningur liðsins hefðbundinn. „Maður veit aldrei hvernig þetta mun þróast. Við töpuðum 4-0 gegn FH fyrir tveimur árum. Fyrir þann leik var maður voðalega bjartsýnn, búinn að spá í spilin og leggja ákveðnar línur. En við skíttöpuðum. Hlutirnir breytast þegar leikirnir byrja alveg sama hvernig maður leggur þetta upp," segir Rúnar. Bjarni Jóhannsson hristi aðeins upp í undirbúningi Stjörnuliðsins sem skellti sér í hraðbátsferð í gær. Fyrirhugað var að liðið myndi gista saman á hóteli en mikill fjöldi ferðamanna hér á landi varð til þess að Stjörnustrákarnir fengu hvergi inni. „Það er tími til kominn að Stjarnan vinni titil og vonandi tekst okkur að klófesta hann," segir Bjarni sem finnst sínir menn hafa verið annars hugar í síðustu leikjum. „Það er svipað á komið og ég held að menn hafi verið með hugann við þennan leik, bæði hvað spjöldin varðar og að forðast meiðsli. Það er kannski bara hluti af þessu. Menn verða þeim mun klárari í úrslitaleikinn," segir Bjarni. Meiðsli í herbúðum beggja liðaLykilmenn beggja liða glíma við meiðsli. Vinstri bakvörðurinn Hörður Árnason glímir við meiðsli og sömuleiðis kantmaðurinn danski Kennie Chopart. „Þeir verða báðir klárir," segir Bjarni en Rúnar Kristinsson er ekki alveg jafnbjartsýnn á þátttöku sinna leikmanna sem verið hafa frá. Grétar Sigfinnur Sigurðarson og Kjartan Henry Finnbogason voru hvorugir í leikmannahópi KR í 3-2 tapinu gegn Val á dögunum. „Það eru meiri líkur á því að Kjartan verði heill en Grétar sem er mjög tæpur. Gunnar Þór (Gunnarsson) er líka tæpur og kemur í ljós á föstudag hvort hann geti klárað æfinguna að fullu," segir Rúnar. Úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli á morgun klukkan 16. Hann verður í beinni útsendingu og í opinni dagskrá bæði á Stöð 2 Sport og Vísi.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira