Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Grindavík 4-1 Guðmundur Marinó Ingvarsson á KR-velli skrifar 1. júlí 2012 12:55 Mynd / Ernir KR vann öruggan 4-1 sigur á Grindavík á heimavelli sínum í Frostaskjólinu í dag. KR var mun betri aðilinn í leiknum eins og tölurnar gefa til kynna og hefðu hæglega getað unnið enn stærri sigur á lélegu Grindavíkurliði sem enn er án sigurs í deildinni. KR hóf leikinn af krafti og skapaði sér fjögur fín færi strax á fyrstu fimmtán mínútum leiksins. Sóknir Grindavíkur voru fáar og kraftlausar og virtist mark KR liggja í loftinu strax í upphafi. Óskar Pétursson markvörður Grindavíkur sá umfram aðra til þess að KR næði ekki að skora fyrr en á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Grindavík virtist hafa náð að standa af sér sóknir KR og náðu að hægja verulega á sóknum KR er leið á fyrri hálfleikinn en markið engu að síður verðskuldað efir yfirburði heimamanna í fyrri hálfleik. Grindavík lék ágætlega í upphafi fyrri hálfleik og fékk tvö horn á fyrstu mínútunum en KR skoraði strax í fyrstu sókn sinni í seinni hálfleik og eftirleikurinn var auðveldur. KR bætti tveimur mörkum við en Pape Mamadou Faye minnkaði muninn á 89. mínútu og þar við sat. KR minnkaði forskot FH á toppi deildarinnar niður í eitt stig en þessi tvö lið virðast vera í algjörum sérflokki og stefnir í tveggja liða baráttu um titilinn. Grindavík er sem fyrr límt við botn deildarinnar. Liðið er með þrjú stig í 9 leikjum og án sigurs en erfitt er að sjá hvar Grindavík ætlar að sækja sigur miðað við spilamennskuna í dag og ekki bætir úr skák að lykilmenn eiga við meiðsli á stríða en Grindavík var aðeins með þrjá spilfæra útispilara á bekknum þar sem Alexander Magnússon var á skýrslu en meiddur og gat ekki komið inn á. Rúnar: Hefði viljað fá mörk fyrr í leikinn„Ég myndi nú ekki segja að þetta hafi verið auðvelt. Það tók langan tíma að brjóta á bak sterka vörn Grindvíkinga og við skoruðum ekki fyrr en á 45. mínútu upp úr hornspyrnu. Við áttum erfitt með að nýta færin. Ég taldi það til að við höfum fengið fjögur færi á fyrstu fimmtán mínútunum og nýttum þau ekki. Svo fækkaði færunum sem við fengum er leið á fyrri hálfleikinn. Það var ekki fyrr en Grétar skallaði og kom okkur í fína stöðu í hálfleik," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir leikinn. „Við gátum aðeins lagað leik okkar í hálfleik og bætt hann og við spiluðum ágætlega í seinni hálfleik og gerðum fín mörk. „Ég átti von á meiru frá Grindavík en þetta er erfið staða sem þeir eru í og það er erfitt að koma á KR völlinn. Þeir héldu í við okkur lengi og fengu hörku færi til að komast yfir þegar þeir skölluðu í slána og það hefði verið gríðarlega erfitt fyrir okkur að lenda í þeirri stöðu. Við vorum heppnir á tímabili að vera ekki undir en engu að síður átti ég von aðeins meiru frá þeim en í seinni hálfleik vorum við með tökin á þessu. „Mér fannst okkur takast betur til í seinni hálfleik að láta boltann ganga á milli manna og búa til fínar sóknir og fín færi. Í fyrri hálfleik voru Grindavíkingar duglegir að hreyfa sig og verjast og gera okkur erfitt fyrir og við náðum ekki að komast bak við þá en það gekk betur í seinni hálfleik. Þá spiluðum við líka betur og hraðar. Ég var ekkert óánægður með fyrri hálfleik en ég hefði viljað fá mörk fyrr í leikinn." „Margir okkar leikmanna hafa verið smávægilega meiddir og við erum að reyna að hafa álagið á leikmenn eins lítið og mögulegt er ef hægt er að koma því þannig við. Í dag gátum við hvílt Viktor en við þurftum að taka Kjartan og Baldur útaf vegna meiðsla og það er ekki gott, þetta eru lykilmenn í mínu liði en ég á mjög góða stráka sem bíða spenntir eftir tækifærinu," sagði Rúnar að lokum. Guðjón: Styttist í sigurinn„Fótboltinn er skrítinn og skondinn. Við höfum oft spilað verr en í dag en KR er það gott lið að ef þeir fá lykt af færi þá eru þeir komnir og við vorum ekki að hjálpa okkur. Við þurfum að ráðast á boltann þegar maður eins og Grétar Sigfinnur kemur á ferðinni og það var sálrænt gott fyrir KR að fara inn með forystuna. Það var ekki margt sem benti til þess að þetta yrði niðurstaðan í leiknum,“ sagði Guðjón Þórðarson þjálfari Grindavíkur í leikslok. „Við spiluðum ágætlega í dag á löngum köflum og þó við séum undir þá eru menn að reyna að spila og tvisvar þrisvar hefðum við getað gert betur en það er hik á liðinu sem gerist hjá liðum í okkar stöðu og það getur kostað færi. Þeta hik er munur á liði að vera og vera ekki. „Við erum ekki að brotna en það eru nokkrir meiddir og meiðsla vandræði eru hluti af þessu. Það er eitthvað sem við verðum að takast á við. Ef það eru einhverjir meiddir þá þurfa aðrir að koma inn og takast á við verkefnið. Við vorum ekki með fullan bekk,“ sagði Guðjón sem segist þó ekki vera að horfa til þess að leikmannaskiptaglugginn opni 15. júlí. „Mér nægir alveg að horfa til næsta leiks. Það er nóg verkefni fyrir mig,“ sagði Guðjón sem segist ekki mikið velta því fyrir sér þó 100 sigurinn láti bíða eftir sér. „Ég velti því ekki mikið fyrir mér. Mitt egó skiptir ekki máli í þessu heldur er það að koma liðinu í eins gott stand og nokkur kostur er. Mér fannst ég sjá jákvæða hluti hér því KR liðið er mjög gott en við þurfum að takast á við það að hafa meiri trú á sjálfum okkur. Það er erfitt í svona mótlæti. Ef við höldum áfram að spila eins og í dag þá hef ég trú á að við getum búið til sigra. Ég ætla að vona að það verði í næsta leik. Þetta er krefjandi en það styttist í sigurleikinn, það er nokkuð ljóst,“ sagði Guðjón hvergi banginn að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
KR vann öruggan 4-1 sigur á Grindavík á heimavelli sínum í Frostaskjólinu í dag. KR var mun betri aðilinn í leiknum eins og tölurnar gefa til kynna og hefðu hæglega getað unnið enn stærri sigur á lélegu Grindavíkurliði sem enn er án sigurs í deildinni. KR hóf leikinn af krafti og skapaði sér fjögur fín færi strax á fyrstu fimmtán mínútum leiksins. Sóknir Grindavíkur voru fáar og kraftlausar og virtist mark KR liggja í loftinu strax í upphafi. Óskar Pétursson markvörður Grindavíkur sá umfram aðra til þess að KR næði ekki að skora fyrr en á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Grindavík virtist hafa náð að standa af sér sóknir KR og náðu að hægja verulega á sóknum KR er leið á fyrri hálfleikinn en markið engu að síður verðskuldað efir yfirburði heimamanna í fyrri hálfleik. Grindavík lék ágætlega í upphafi fyrri hálfleik og fékk tvö horn á fyrstu mínútunum en KR skoraði strax í fyrstu sókn sinni í seinni hálfleik og eftirleikurinn var auðveldur. KR bætti tveimur mörkum við en Pape Mamadou Faye minnkaði muninn á 89. mínútu og þar við sat. KR minnkaði forskot FH á toppi deildarinnar niður í eitt stig en þessi tvö lið virðast vera í algjörum sérflokki og stefnir í tveggja liða baráttu um titilinn. Grindavík er sem fyrr límt við botn deildarinnar. Liðið er með þrjú stig í 9 leikjum og án sigurs en erfitt er að sjá hvar Grindavík ætlar að sækja sigur miðað við spilamennskuna í dag og ekki bætir úr skák að lykilmenn eiga við meiðsli á stríða en Grindavík var aðeins með þrjá spilfæra útispilara á bekknum þar sem Alexander Magnússon var á skýrslu en meiddur og gat ekki komið inn á. Rúnar: Hefði viljað fá mörk fyrr í leikinn„Ég myndi nú ekki segja að þetta hafi verið auðvelt. Það tók langan tíma að brjóta á bak sterka vörn Grindvíkinga og við skoruðum ekki fyrr en á 45. mínútu upp úr hornspyrnu. Við áttum erfitt með að nýta færin. Ég taldi það til að við höfum fengið fjögur færi á fyrstu fimmtán mínútunum og nýttum þau ekki. Svo fækkaði færunum sem við fengum er leið á fyrri hálfleikinn. Það var ekki fyrr en Grétar skallaði og kom okkur í fína stöðu í hálfleik," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir leikinn. „Við gátum aðeins lagað leik okkar í hálfleik og bætt hann og við spiluðum ágætlega í seinni hálfleik og gerðum fín mörk. „Ég átti von á meiru frá Grindavík en þetta er erfið staða sem þeir eru í og það er erfitt að koma á KR völlinn. Þeir héldu í við okkur lengi og fengu hörku færi til að komast yfir þegar þeir skölluðu í slána og það hefði verið gríðarlega erfitt fyrir okkur að lenda í þeirri stöðu. Við vorum heppnir á tímabili að vera ekki undir en engu að síður átti ég von aðeins meiru frá þeim en í seinni hálfleik vorum við með tökin á þessu. „Mér fannst okkur takast betur til í seinni hálfleik að láta boltann ganga á milli manna og búa til fínar sóknir og fín færi. Í fyrri hálfleik voru Grindavíkingar duglegir að hreyfa sig og verjast og gera okkur erfitt fyrir og við náðum ekki að komast bak við þá en það gekk betur í seinni hálfleik. Þá spiluðum við líka betur og hraðar. Ég var ekkert óánægður með fyrri hálfleik en ég hefði viljað fá mörk fyrr í leikinn." „Margir okkar leikmanna hafa verið smávægilega meiddir og við erum að reyna að hafa álagið á leikmenn eins lítið og mögulegt er ef hægt er að koma því þannig við. Í dag gátum við hvílt Viktor en við þurftum að taka Kjartan og Baldur útaf vegna meiðsla og það er ekki gott, þetta eru lykilmenn í mínu liði en ég á mjög góða stráka sem bíða spenntir eftir tækifærinu," sagði Rúnar að lokum. Guðjón: Styttist í sigurinn„Fótboltinn er skrítinn og skondinn. Við höfum oft spilað verr en í dag en KR er það gott lið að ef þeir fá lykt af færi þá eru þeir komnir og við vorum ekki að hjálpa okkur. Við þurfum að ráðast á boltann þegar maður eins og Grétar Sigfinnur kemur á ferðinni og það var sálrænt gott fyrir KR að fara inn með forystuna. Það var ekki margt sem benti til þess að þetta yrði niðurstaðan í leiknum,“ sagði Guðjón Þórðarson þjálfari Grindavíkur í leikslok. „Við spiluðum ágætlega í dag á löngum köflum og þó við séum undir þá eru menn að reyna að spila og tvisvar þrisvar hefðum við getað gert betur en það er hik á liðinu sem gerist hjá liðum í okkar stöðu og það getur kostað færi. Þeta hik er munur á liði að vera og vera ekki. „Við erum ekki að brotna en það eru nokkrir meiddir og meiðsla vandræði eru hluti af þessu. Það er eitthvað sem við verðum að takast á við. Ef það eru einhverjir meiddir þá þurfa aðrir að koma inn og takast á við verkefnið. Við vorum ekki með fullan bekk,“ sagði Guðjón sem segist þó ekki vera að horfa til þess að leikmannaskiptaglugginn opni 15. júlí. „Mér nægir alveg að horfa til næsta leiks. Það er nóg verkefni fyrir mig,“ sagði Guðjón sem segist ekki mikið velta því fyrir sér þó 100 sigurinn láti bíða eftir sér. „Ég velti því ekki mikið fyrir mér. Mitt egó skiptir ekki máli í þessu heldur er það að koma liðinu í eins gott stand og nokkur kostur er. Mér fannst ég sjá jákvæða hluti hér því KR liðið er mjög gott en við þurfum að takast á við það að hafa meiri trú á sjálfum okkur. Það er erfitt í svona mótlæti. Ef við höldum áfram að spila eins og í dag þá hef ég trú á að við getum búið til sigra. Ég ætla að vona að það verði í næsta leik. Þetta er krefjandi en það styttist í sigurleikinn, það er nokkuð ljóst,“ sagði Guðjón hvergi banginn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira