Lars Lagerbäck: Verð svekktur ef við vinnum ekki Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. september 2012 08:00 Lars Lagerbäck hlustar hér á íslenska þjóðsönginn fyrir leikinn á móti Noregi á föstudaginn en aðstoðarmenn hans, Heimir Hallgrímsson og Guðmundur Hreiðarsson, taka vel undir. Mynd/Vilhelm fótbolti Íslenska karlalandsliðið hélt til Kýpur á sunnudagsmorgun eftir sigurinn frækna á Norðmönnum. Þar er liðið í gríðarlegum hita sem þarf að venjast og hafa æfingarnar því verið í auðveldari kantinum hjá Lars Lagerbäck landsliðsþjálfara. „Hitinn er kannski ekki að drepa okkur þó svo við reynum að vera sem mest innandyra. Æfingarnar hafa að stórum hluta farið í endurheimt enda var ferðalagið líka langt," sagði Svíinn léttur í bragði á Kýpur í gær en leikurinn fer fram klukkan 20.00 að staðartíma og er búist við því að hitastigið þá verði í kringum þrjátíu gráður. Kári verður ekki með„Við höfum verið að fara yfir varnarleikinn hjá okkur þar sem Kári Árnason verður ekki með að þessu sinni vegna meiðsla og við þurfum því að breyta til þar. Við æfðum aðeins með Grétar og Eggert sem miðverði ef til kemur að frekari vandræði verði í þeirra stöðu," sagði Lagerbäck en Kári meiddist í leiknum gegn Norðmönnum. Sölvi Geir Ottesen leysti hann af hólmi þá og gerði það með miklum ágætum og verður að teljast líklegt að hann komi inn í byrjunarliðið í kvöld. Þjálfarinn mun tilkynna liðið eftir morgunmat í dag og er ekki líklegt að frekari breytingar verði enda stóð liðið sig vel í síðasta leik. Ísland á sjaldgæfan möguleika á því að vera með fullt hús eftir tvo leiki í undankeppni HM 2014 og yrði það byrjun sem fáa hefur líklega dreymt um. Ísland var einnig með Kýpur í riðli í undankeppni EM 2012. Fyrri leik liðanna á Kýpur í mars á síðasta ári lyktaði með markalausu jafntefli en Ísland vann heimaleikinn, 1-0, en hann fór fram í september í fyrra. Það var þar fyrir utan eini sigur liðsins í þeirri undankeppni. Það er því ljóst að íslenska liðið á góðan möguleika á því að næla í þrjú stig í kvöld. Þurfum að vera á tánum„Kýpverjar spila ekki ósvipað Norðmönnum. Þeir byrja kannski aðeins hærra á vellinum og eru mjög ákveðnir í sínum aðgerðum. Þeir nota mikið langar sendingar og eru með spræka menn á köntunum. Við þurfum því að vera á tánum," sagði Lagerbäck um kýpverska liðið. Kýpur tapaði sínum fyrsta leikKýpur tapaði fyrsta leik sínum í riðlinum á föstudag, 3-1, gegn Albaníu. Lengi vel var leikurinn jafn en Albanir skoruðu tvö mörk undir lokin og tryggðu sér sigur. „Úrslitin gefa alls ekki rétta mynd af leiknum enda var Kýpur sterkara liðið í leiknum ef eitthvað er. Lukkan var aftur á móti ekki á þeirra bandi." Landsliðsþjálfarinn segir að uppleggið í leiknum verði að mörgu leyti það sama og gegn Norðmönnum. Það verði ekki mikið hróflað við því. „Við munum sækja á svipaðan hátt og við vildum gera gegn Noregi og verðum áfram skipulagðir aftast á vellinum. Kýpverjarnir mæta særðir til leiks og vilja eflaust sýna sínu fólki hvað þeir geta." Lagerbäck er óhræddur við að segja að hann ætli sér sigur í leikjum og þessi leikur er þar engin undantekning. „Ef við spilum ekki vel, erum slakara liðið en náum samt jafntefli verð ég eðlilega sáttur við stigið en auðvitað viljum við vinna. Ef við spilum okkar leik þá eigum við góðan möguleika á því að vinna. Ég verð því svekktur ef við náum ekki sigri hérna þó svo það sé erfitt að koma hingað." Svíinn segir andann í liðinu vera til fyrirmyndar og að sjálfsögðu skemmi það ekki fyrir að hafa komið til Kýpur með sigur í farteskinu. Hann óttast þó ekki að hið unga landslið fari fram úr sjálfu sér. Strákarnir mjög fagmannlegir„Strákarnir taka verkefnið alvarlega og hafa verið mjög fagmannlegir allt frá því við lögðum af stað í þetta ferðalag. Þeir hafa báða fætur á jörðinni og við erum búnir að ræða hversu mikilvægt það sé. Ég óttast það alls ekki að menn verði of góðir með sig. Strákarnir vita að við erum að fara að mæta liði sem kann að spila fótbolta og þeir verða með hausinn í lagi þegar flautað verður til leiks." HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
fótbolti Íslenska karlalandsliðið hélt til Kýpur á sunnudagsmorgun eftir sigurinn frækna á Norðmönnum. Þar er liðið í gríðarlegum hita sem þarf að venjast og hafa æfingarnar því verið í auðveldari kantinum hjá Lars Lagerbäck landsliðsþjálfara. „Hitinn er kannski ekki að drepa okkur þó svo við reynum að vera sem mest innandyra. Æfingarnar hafa að stórum hluta farið í endurheimt enda var ferðalagið líka langt," sagði Svíinn léttur í bragði á Kýpur í gær en leikurinn fer fram klukkan 20.00 að staðartíma og er búist við því að hitastigið þá verði í kringum þrjátíu gráður. Kári verður ekki með„Við höfum verið að fara yfir varnarleikinn hjá okkur þar sem Kári Árnason verður ekki með að þessu sinni vegna meiðsla og við þurfum því að breyta til þar. Við æfðum aðeins með Grétar og Eggert sem miðverði ef til kemur að frekari vandræði verði í þeirra stöðu," sagði Lagerbäck en Kári meiddist í leiknum gegn Norðmönnum. Sölvi Geir Ottesen leysti hann af hólmi þá og gerði það með miklum ágætum og verður að teljast líklegt að hann komi inn í byrjunarliðið í kvöld. Þjálfarinn mun tilkynna liðið eftir morgunmat í dag og er ekki líklegt að frekari breytingar verði enda stóð liðið sig vel í síðasta leik. Ísland á sjaldgæfan möguleika á því að vera með fullt hús eftir tvo leiki í undankeppni HM 2014 og yrði það byrjun sem fáa hefur líklega dreymt um. Ísland var einnig með Kýpur í riðli í undankeppni EM 2012. Fyrri leik liðanna á Kýpur í mars á síðasta ári lyktaði með markalausu jafntefli en Ísland vann heimaleikinn, 1-0, en hann fór fram í september í fyrra. Það var þar fyrir utan eini sigur liðsins í þeirri undankeppni. Það er því ljóst að íslenska liðið á góðan möguleika á því að næla í þrjú stig í kvöld. Þurfum að vera á tánum„Kýpverjar spila ekki ósvipað Norðmönnum. Þeir byrja kannski aðeins hærra á vellinum og eru mjög ákveðnir í sínum aðgerðum. Þeir nota mikið langar sendingar og eru með spræka menn á köntunum. Við þurfum því að vera á tánum," sagði Lagerbäck um kýpverska liðið. Kýpur tapaði sínum fyrsta leikKýpur tapaði fyrsta leik sínum í riðlinum á föstudag, 3-1, gegn Albaníu. Lengi vel var leikurinn jafn en Albanir skoruðu tvö mörk undir lokin og tryggðu sér sigur. „Úrslitin gefa alls ekki rétta mynd af leiknum enda var Kýpur sterkara liðið í leiknum ef eitthvað er. Lukkan var aftur á móti ekki á þeirra bandi." Landsliðsþjálfarinn segir að uppleggið í leiknum verði að mörgu leyti það sama og gegn Norðmönnum. Það verði ekki mikið hróflað við því. „Við munum sækja á svipaðan hátt og við vildum gera gegn Noregi og verðum áfram skipulagðir aftast á vellinum. Kýpverjarnir mæta særðir til leiks og vilja eflaust sýna sínu fólki hvað þeir geta." Lagerbäck er óhræddur við að segja að hann ætli sér sigur í leikjum og þessi leikur er þar engin undantekning. „Ef við spilum ekki vel, erum slakara liðið en náum samt jafntefli verð ég eðlilega sáttur við stigið en auðvitað viljum við vinna. Ef við spilum okkar leik þá eigum við góðan möguleika á því að vinna. Ég verð því svekktur ef við náum ekki sigri hérna þó svo það sé erfitt að koma hingað." Svíinn segir andann í liðinu vera til fyrirmyndar og að sjálfsögðu skemmi það ekki fyrir að hafa komið til Kýpur með sigur í farteskinu. Hann óttast þó ekki að hið unga landslið fari fram úr sjálfu sér. Strákarnir mjög fagmannlegir„Strákarnir taka verkefnið alvarlega og hafa verið mjög fagmannlegir allt frá því við lögðum af stað í þetta ferðalag. Þeir hafa báða fætur á jörðinni og við erum búnir að ræða hversu mikilvægt það sé. Ég óttast það alls ekki að menn verði of góðir með sig. Strákarnir vita að við erum að fara að mæta liði sem kann að spila fótbolta og þeir verða með hausinn í lagi þegar flautað verður til leiks."
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira