Hannes: Reynsla sem á eftir að nýtast mér mjög vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. maí 2012 06:00 Hannes mun verja mark KR-inga gegn Stjörnunni á sunnudagskvöldið. Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR og besti leikmaður Pepsi-deildar karla í fyrra, er kominn aftur til landsins eftir rúma mánaðardvöl hjá norska úrvalsdeildarliðinu Brann. Þar var hann í láni vegna meiðsla tveggja aðalmarkvarða liðsins. Hannes spilaði á endanum tvo leiki með Brann, einn í deildinni og einn í bikarnum. Brann vann þá báða og Hannes var sáttur við dvölina. „Þetta var mjög góð reynsla fyrir mig og hún á eftir að nýtast mér vel," sagði Hannes sem spilaði fyrsta og eina deildarleik sinn fáeinum dögum eftir að hann kom til Noregs. Honum gekk vel og Brann vann leikinn en það er reyndar eini sigur liðsins á tímabilinu til þessa. „Ég hefði auðvitað viljað spila meira en ég vissi strax frá upphafi að ég myndi aðeins spila þar til hinn markvörðurinn yrði klár – sem var strax eftir þennan leik sem ég spilaði," sagði hann við Fréttablaðið í gær. „Þetta voru eins og góðar æfingabúðir fyrir mig. Ég fékk að æfa við toppaðstæður í einn mánuð og spilaði svo tvo leiki með varaliðinu þar að auki. Ég er í skýjunum með þessa reynslu og kem fljúgandi inn í Pepsi-deildina," sagði hann í léttum dúr. Hannes var að leysa markvörðinn Piotr Leciejewski af hólmi en hann er í miklum metum hjá Brann og félagið því ekki í markvarðarleit eins og er. „Hann er nýbúinn að skrifa undir langtímasamning við félagið. Tilgangurinn hjá mér var því ekki að heilla forráðamenn Brann svo þeir myndu kaupa mig. Það er samt gott fyrir mig að einhver hafi tekið sénsinn á mér og þetta mun vafalaust hjálpa mér í framtíðinni ef eitthvað annað kemur upp, hjá hvaða félagi sem það verður." Í fjarveru Hannesar varð KR bæði deildabikarmeistari og meistari meistaranna og mátti því Hannes fagna árangrinum úr fjarlægð. „Ég fylgdist vel með og er auðvitað ánægður með báða titlana. Nú er kominn mikill fiðringur í magann fyrir fyrsta leik í Pepsi-deildinni og spenningurinn mikill, eins og alltaf síðustu dagana áður en Íslandsmótið hefst ár hvert." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR og besti leikmaður Pepsi-deildar karla í fyrra, er kominn aftur til landsins eftir rúma mánaðardvöl hjá norska úrvalsdeildarliðinu Brann. Þar var hann í láni vegna meiðsla tveggja aðalmarkvarða liðsins. Hannes spilaði á endanum tvo leiki með Brann, einn í deildinni og einn í bikarnum. Brann vann þá báða og Hannes var sáttur við dvölina. „Þetta var mjög góð reynsla fyrir mig og hún á eftir að nýtast mér vel," sagði Hannes sem spilaði fyrsta og eina deildarleik sinn fáeinum dögum eftir að hann kom til Noregs. Honum gekk vel og Brann vann leikinn en það er reyndar eini sigur liðsins á tímabilinu til þessa. „Ég hefði auðvitað viljað spila meira en ég vissi strax frá upphafi að ég myndi aðeins spila þar til hinn markvörðurinn yrði klár – sem var strax eftir þennan leik sem ég spilaði," sagði hann við Fréttablaðið í gær. „Þetta voru eins og góðar æfingabúðir fyrir mig. Ég fékk að æfa við toppaðstæður í einn mánuð og spilaði svo tvo leiki með varaliðinu þar að auki. Ég er í skýjunum með þessa reynslu og kem fljúgandi inn í Pepsi-deildina," sagði hann í léttum dúr. Hannes var að leysa markvörðinn Piotr Leciejewski af hólmi en hann er í miklum metum hjá Brann og félagið því ekki í markvarðarleit eins og er. „Hann er nýbúinn að skrifa undir langtímasamning við félagið. Tilgangurinn hjá mér var því ekki að heilla forráðamenn Brann svo þeir myndu kaupa mig. Það er samt gott fyrir mig að einhver hafi tekið sénsinn á mér og þetta mun vafalaust hjálpa mér í framtíðinni ef eitthvað annað kemur upp, hjá hvaða félagi sem það verður." Í fjarveru Hannesar varð KR bæði deildabikarmeistari og meistari meistaranna og mátti því Hannes fagna árangrinum úr fjarlægð. „Ég fylgdist vel með og er auðvitað ánægður með báða titlana. Nú er kominn mikill fiðringur í magann fyrir fyrsta leik í Pepsi-deildinni og spenningurinn mikill, eins og alltaf síðustu dagana áður en Íslandsmótið hefst ár hvert."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Sjá meira