Hannes: Reynsla sem á eftir að nýtast mér mjög vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. maí 2012 06:00 Hannes mun verja mark KR-inga gegn Stjörnunni á sunnudagskvöldið. Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR og besti leikmaður Pepsi-deildar karla í fyrra, er kominn aftur til landsins eftir rúma mánaðardvöl hjá norska úrvalsdeildarliðinu Brann. Þar var hann í láni vegna meiðsla tveggja aðalmarkvarða liðsins. Hannes spilaði á endanum tvo leiki með Brann, einn í deildinni og einn í bikarnum. Brann vann þá báða og Hannes var sáttur við dvölina. „Þetta var mjög góð reynsla fyrir mig og hún á eftir að nýtast mér vel," sagði Hannes sem spilaði fyrsta og eina deildarleik sinn fáeinum dögum eftir að hann kom til Noregs. Honum gekk vel og Brann vann leikinn en það er reyndar eini sigur liðsins á tímabilinu til þessa. „Ég hefði auðvitað viljað spila meira en ég vissi strax frá upphafi að ég myndi aðeins spila þar til hinn markvörðurinn yrði klár – sem var strax eftir þennan leik sem ég spilaði," sagði hann við Fréttablaðið í gær. „Þetta voru eins og góðar æfingabúðir fyrir mig. Ég fékk að æfa við toppaðstæður í einn mánuð og spilaði svo tvo leiki með varaliðinu þar að auki. Ég er í skýjunum með þessa reynslu og kem fljúgandi inn í Pepsi-deildina," sagði hann í léttum dúr. Hannes var að leysa markvörðinn Piotr Leciejewski af hólmi en hann er í miklum metum hjá Brann og félagið því ekki í markvarðarleit eins og er. „Hann er nýbúinn að skrifa undir langtímasamning við félagið. Tilgangurinn hjá mér var því ekki að heilla forráðamenn Brann svo þeir myndu kaupa mig. Það er samt gott fyrir mig að einhver hafi tekið sénsinn á mér og þetta mun vafalaust hjálpa mér í framtíðinni ef eitthvað annað kemur upp, hjá hvaða félagi sem það verður." Í fjarveru Hannesar varð KR bæði deildabikarmeistari og meistari meistaranna og mátti því Hannes fagna árangrinum úr fjarlægð. „Ég fylgdist vel með og er auðvitað ánægður með báða titlana. Nú er kominn mikill fiðringur í magann fyrir fyrsta leik í Pepsi-deildinni og spenningurinn mikill, eins og alltaf síðustu dagana áður en Íslandsmótið hefst ár hvert." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR og besti leikmaður Pepsi-deildar karla í fyrra, er kominn aftur til landsins eftir rúma mánaðardvöl hjá norska úrvalsdeildarliðinu Brann. Þar var hann í láni vegna meiðsla tveggja aðalmarkvarða liðsins. Hannes spilaði á endanum tvo leiki með Brann, einn í deildinni og einn í bikarnum. Brann vann þá báða og Hannes var sáttur við dvölina. „Þetta var mjög góð reynsla fyrir mig og hún á eftir að nýtast mér vel," sagði Hannes sem spilaði fyrsta og eina deildarleik sinn fáeinum dögum eftir að hann kom til Noregs. Honum gekk vel og Brann vann leikinn en það er reyndar eini sigur liðsins á tímabilinu til þessa. „Ég hefði auðvitað viljað spila meira en ég vissi strax frá upphafi að ég myndi aðeins spila þar til hinn markvörðurinn yrði klár – sem var strax eftir þennan leik sem ég spilaði," sagði hann við Fréttablaðið í gær. „Þetta voru eins og góðar æfingabúðir fyrir mig. Ég fékk að æfa við toppaðstæður í einn mánuð og spilaði svo tvo leiki með varaliðinu þar að auki. Ég er í skýjunum með þessa reynslu og kem fljúgandi inn í Pepsi-deildina," sagði hann í léttum dúr. Hannes var að leysa markvörðinn Piotr Leciejewski af hólmi en hann er í miklum metum hjá Brann og félagið því ekki í markvarðarleit eins og er. „Hann er nýbúinn að skrifa undir langtímasamning við félagið. Tilgangurinn hjá mér var því ekki að heilla forráðamenn Brann svo þeir myndu kaupa mig. Það er samt gott fyrir mig að einhver hafi tekið sénsinn á mér og þetta mun vafalaust hjálpa mér í framtíðinni ef eitthvað annað kemur upp, hjá hvaða félagi sem það verður." Í fjarveru Hannesar varð KR bæði deildabikarmeistari og meistari meistaranna og mátti því Hannes fagna árangrinum úr fjarlægð. „Ég fylgdist vel með og er auðvitað ánægður með báða titlana. Nú er kominn mikill fiðringur í magann fyrir fyrsta leik í Pepsi-deildinni og spenningurinn mikill, eins og alltaf síðustu dagana áður en Íslandsmótið hefst ár hvert."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Sjá meira