Hart barist í íslenskum sýndarfótbolta á netinu 3. maí 2012 20:18 Úr leik í Pepsi-deildinni. mynd/villi Hátt í sex þúsund manns hafa skráð sig í nýja Fantasy-deild vefsíðunnar Fótbolti.net í tengslum við Pepsi-deildina í sumar. Aðspurður segir ritstjórinn Magnús Már Einarsson að deildin hafi ekki verið stofnuð til höfuðs vefsíðunni Fantasydeildin.net sem fór í loftið fyrir skömmu. „Alls ekki. Við erum búnir að stefna að þessu í marga mánuði og þeirri vinnu lauk í gærkvöldi (á þriðjudagskvöld). Þetta er mjög líkt ensku Fantasy-deildinni. Við horfum á hana sem fyrirmynd," segir Magnús Már en þúsundir íslenskra fótboltaáhugamanna eru skráðir til leiks í ensku deildinni. „Við hefðum viljað koma þessu fyrr í loftið en við ætlum að nýta tímann vel fram að móti og það er vonandi að sem flestir skrái sig. Það hefur verið vöntun á svona leik og þessi hugmynd kviknaði í sumar. Viðtökurnar sýna að þetta er eitthvað sem hefur vantað." Það er því ljóst að hörð samkeppni verður utan vallar sem innan í íslenska boltanum í sumar. Rúmlega þrjú þúsund lið eru skráð til leiks á Fantasydeildin.net en sú deild er einmitt í samstarfi við samkeppnisaðila Fótbolta.net, vefsíðuna 433.is. Samanlagt eru íslensku sýndarfótboltaliðin því orðin um níu þúsund talsins. Aðspurður um þessa óvæntu samkeppni í Fantasy-leiknum segist Aron Már Smárason hjá Fantasydeildin.net lítið vita um nýju síðuna hjá Fótbolta.net. Hann fagnar samkeppninni en viðurkennir að stofnun síðunnar hafi komið sér á óvart svona skömmu fyrir mót.Þeir sem taka þátt í nýju Fantasy-deildinni fá, rétt eins og í hinni Fantasy-deildinni, hundrað milljónir króna til að kaupa fimmtán leikmenn úr Pepsi-deildinni í fótbolta. Leikmennirnir fá síðan stig fyrir frammistöðu sína á vellinum. Dýrustu leikmennirnir eru Garðar Jóhannsson, Steven Lennon og Kjartan Henry Finnbogason. Sá keppandi sem endar efstur þegar Fantasy-mótinu lýkur í haust fær ferð fyrir tvo á leik í ensku úrvalsdeildinni í boði Úrvals Útsýnar. Stigahæsti keppandinn í hverri umferð fyrir sig fær einnig verðlaun. Hægt er að skrá sig á slóðinni Fantasy.fotbolti.net. Í Fantasydeildin.net eru einnig mánaðarleg verðlaun. Ekki er búið að ákveða hver aðalvinningurinn verður þar á bæ. „Við erum að skoða það. Það liggur ekkert á því fyrr en í september. Það verður stór vinningur, jafnvel stærri en hjá þeim," segir Aron Már.Sýndarfótbolti. Hvað er það?Fantasydeild, eða sýndarfótbolti, er ókeypis leikur þar sem keppendur fá ákveðna upphæð til að búa til eigið fótboltalið á netinu. Leikmennirnir kosta mismikinn pening og fer virði þeirra eftir getu leikmannanna. Þeir fá stig eftir því hvernig þeir standa sig í raunverulegu deildinni sem er spiluð samhliða Fantasydeildinni. Mínusstig eru gefin fyrir ýmislegt, þar á meðal spjöld, mörk fengin á sig og sjálfsmörk en plússtig fyrir mörk, stoðsendingar, að halda markinu hreinu og fleira. Einn keppandi stendur síðan eftir sem sigurvegari þegar leiktíðinni lýkur. freyr@frettabladid.is Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
Hátt í sex þúsund manns hafa skráð sig í nýja Fantasy-deild vefsíðunnar Fótbolti.net í tengslum við Pepsi-deildina í sumar. Aðspurður segir ritstjórinn Magnús Már Einarsson að deildin hafi ekki verið stofnuð til höfuðs vefsíðunni Fantasydeildin.net sem fór í loftið fyrir skömmu. „Alls ekki. Við erum búnir að stefna að þessu í marga mánuði og þeirri vinnu lauk í gærkvöldi (á þriðjudagskvöld). Þetta er mjög líkt ensku Fantasy-deildinni. Við horfum á hana sem fyrirmynd," segir Magnús Már en þúsundir íslenskra fótboltaáhugamanna eru skráðir til leiks í ensku deildinni. „Við hefðum viljað koma þessu fyrr í loftið en við ætlum að nýta tímann vel fram að móti og það er vonandi að sem flestir skrái sig. Það hefur verið vöntun á svona leik og þessi hugmynd kviknaði í sumar. Viðtökurnar sýna að þetta er eitthvað sem hefur vantað." Það er því ljóst að hörð samkeppni verður utan vallar sem innan í íslenska boltanum í sumar. Rúmlega þrjú þúsund lið eru skráð til leiks á Fantasydeildin.net en sú deild er einmitt í samstarfi við samkeppnisaðila Fótbolta.net, vefsíðuna 433.is. Samanlagt eru íslensku sýndarfótboltaliðin því orðin um níu þúsund talsins. Aðspurður um þessa óvæntu samkeppni í Fantasy-leiknum segist Aron Már Smárason hjá Fantasydeildin.net lítið vita um nýju síðuna hjá Fótbolta.net. Hann fagnar samkeppninni en viðurkennir að stofnun síðunnar hafi komið sér á óvart svona skömmu fyrir mót.Þeir sem taka þátt í nýju Fantasy-deildinni fá, rétt eins og í hinni Fantasy-deildinni, hundrað milljónir króna til að kaupa fimmtán leikmenn úr Pepsi-deildinni í fótbolta. Leikmennirnir fá síðan stig fyrir frammistöðu sína á vellinum. Dýrustu leikmennirnir eru Garðar Jóhannsson, Steven Lennon og Kjartan Henry Finnbogason. Sá keppandi sem endar efstur þegar Fantasy-mótinu lýkur í haust fær ferð fyrir tvo á leik í ensku úrvalsdeildinni í boði Úrvals Útsýnar. Stigahæsti keppandinn í hverri umferð fyrir sig fær einnig verðlaun. Hægt er að skrá sig á slóðinni Fantasy.fotbolti.net. Í Fantasydeildin.net eru einnig mánaðarleg verðlaun. Ekki er búið að ákveða hver aðalvinningurinn verður þar á bæ. „Við erum að skoða það. Það liggur ekkert á því fyrr en í september. Það verður stór vinningur, jafnvel stærri en hjá þeim," segir Aron Már.Sýndarfótbolti. Hvað er það?Fantasydeild, eða sýndarfótbolti, er ókeypis leikur þar sem keppendur fá ákveðna upphæð til að búa til eigið fótboltalið á netinu. Leikmennirnir kosta mismikinn pening og fer virði þeirra eftir getu leikmannanna. Þeir fá stig eftir því hvernig þeir standa sig í raunverulegu deildinni sem er spiluð samhliða Fantasydeildinni. Mínusstig eru gefin fyrir ýmislegt, þar á meðal spjöld, mörk fengin á sig og sjálfsmörk en plússtig fyrir mörk, stoðsendingar, að halda markinu hreinu og fleira. Einn keppandi stendur síðan eftir sem sigurvegari þegar leiktíðinni lýkur. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning