Leitin skapar fjölda starfa þótt engin olía finnist Kristján Már Unnarsson skrifar 1. nóvember 2012 19:15 Olíuleit við Ísland mun skila verulegum fjölda starfa, jafnvel þótt engin olía finnist. Endurgreiðslur norska ríkisins vegna olíuleitar gætu hins vegar freistað olíufélaga til að bora fremur Noregsmegin á Jan Mayen-svæðinu. Þetta kom fram á ráðstefnu í Reykjavík í dag. Ert þú klár í olíufund? Þannig hljóðaði fundarboðið frá endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækinu Deloitte, en í lok þessa mánaðar er áformað að fyrstu leitar- og olíuvinnsluleyfi í lögsögu Íslands verði gefin út. Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri iðnaðar á verkfræðistofunni Mannviti, var meðal framsögumanna. Hann segir að Íslendingar hafi nú þegar mikið af þeim innviðum sem til þurfi vegna olíuleitar. Helst skorti þó tæknimenntað fólk, iðnaðarmenn, verkfræðinga og þess háttar. Íslendingar hafi margt annað sem hjálpi, til dæmis mikla reynslu af útgerð skipa og af jarðhitaborunum. En jafnvel þótt olían léti bíða eftir sér eru tækifærin engu að síður framundan hjá Íslendingum. Haukur segir að sú hafi verið reyndin hjá Færeyingum. Þótt þeir séu búnir að vera 10-14 ár í olíuleit, og ekki ennþá náð að finna olíu í vinnanlegu magni, þá sé olíuleit orðinn mjög sterkur iðnaður í Færeyjum. Framundan er olíuleit í lögsögu Íslands fyrir mörghundruð milljónir króna, ef ekki milljarða. „Bara olíuleitin sjálf mun skila okkur verulega auknum störfum," segir Haukur. Það gæti hins vegar reynst olíufélögum hagstæðara að hefja rannsóknarboranir Noregsmegin á Jan Mayen-hryggnum. Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri hjá Deloitte, segir að norska ríkið endurgreiði allt að 78 prósent af kostnaði vegna leitar og rannsókna en íslenska ríkið hafi sennilega ekki efni á slíku. Íslendingar gætu þannig séð boranir hefjast Noregsmegin en ekki Íslandsmegin. „Ef fyrirtæki telja að það sé jafnmikill séns að finna olíu Íslandsmegin og Noregsmegin þá getur maður séð að fyrirtæki myndu frekar fara Noregsmegin út af þessum endurgreiðslureglum," segir Vala. Tengdar fréttir Noregi boðin aðild að sérleyfum á Drekasvæðinu Orkustofnun hefur boðið olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs að verða fjórðungsaðili að leitar- og vinnsluleyfum á Drekasvæðinu sem fyrirhugað er að úthluta í næsta mánuði. Norsk stjórnvöld hafa þrjátíu daga til að ákveða hvort þau vilji tilnefna olíufélag til þátttöku. Þetta er í samræmi við Jan Mayen-samkomlag Íslands og Noregs frá árinu 1981 sem kveður á um gagnkvæman 25 prósenta þátttökurétt í olíuvinnslu í lögsögu hvors annars á afmörkuðu samvinnusvæði á Jan Mayen-hryggnum. 31. október 2012 18:45 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Olíuleit við Ísland mun skila verulegum fjölda starfa, jafnvel þótt engin olía finnist. Endurgreiðslur norska ríkisins vegna olíuleitar gætu hins vegar freistað olíufélaga til að bora fremur Noregsmegin á Jan Mayen-svæðinu. Þetta kom fram á ráðstefnu í Reykjavík í dag. Ert þú klár í olíufund? Þannig hljóðaði fundarboðið frá endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækinu Deloitte, en í lok þessa mánaðar er áformað að fyrstu leitar- og olíuvinnsluleyfi í lögsögu Íslands verði gefin út. Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri iðnaðar á verkfræðistofunni Mannviti, var meðal framsögumanna. Hann segir að Íslendingar hafi nú þegar mikið af þeim innviðum sem til þurfi vegna olíuleitar. Helst skorti þó tæknimenntað fólk, iðnaðarmenn, verkfræðinga og þess háttar. Íslendingar hafi margt annað sem hjálpi, til dæmis mikla reynslu af útgerð skipa og af jarðhitaborunum. En jafnvel þótt olían léti bíða eftir sér eru tækifærin engu að síður framundan hjá Íslendingum. Haukur segir að sú hafi verið reyndin hjá Færeyingum. Þótt þeir séu búnir að vera 10-14 ár í olíuleit, og ekki ennþá náð að finna olíu í vinnanlegu magni, þá sé olíuleit orðinn mjög sterkur iðnaður í Færeyjum. Framundan er olíuleit í lögsögu Íslands fyrir mörghundruð milljónir króna, ef ekki milljarða. „Bara olíuleitin sjálf mun skila okkur verulega auknum störfum," segir Haukur. Það gæti hins vegar reynst olíufélögum hagstæðara að hefja rannsóknarboranir Noregsmegin á Jan Mayen-hryggnum. Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri hjá Deloitte, segir að norska ríkið endurgreiði allt að 78 prósent af kostnaði vegna leitar og rannsókna en íslenska ríkið hafi sennilega ekki efni á slíku. Íslendingar gætu þannig séð boranir hefjast Noregsmegin en ekki Íslandsmegin. „Ef fyrirtæki telja að það sé jafnmikill séns að finna olíu Íslandsmegin og Noregsmegin þá getur maður séð að fyrirtæki myndu frekar fara Noregsmegin út af þessum endurgreiðslureglum," segir Vala.
Tengdar fréttir Noregi boðin aðild að sérleyfum á Drekasvæðinu Orkustofnun hefur boðið olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs að verða fjórðungsaðili að leitar- og vinnsluleyfum á Drekasvæðinu sem fyrirhugað er að úthluta í næsta mánuði. Norsk stjórnvöld hafa þrjátíu daga til að ákveða hvort þau vilji tilnefna olíufélag til þátttöku. Þetta er í samræmi við Jan Mayen-samkomlag Íslands og Noregs frá árinu 1981 sem kveður á um gagnkvæman 25 prósenta þátttökurétt í olíuvinnslu í lögsögu hvors annars á afmörkuðu samvinnusvæði á Jan Mayen-hryggnum. 31. október 2012 18:45 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Noregi boðin aðild að sérleyfum á Drekasvæðinu Orkustofnun hefur boðið olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs að verða fjórðungsaðili að leitar- og vinnsluleyfum á Drekasvæðinu sem fyrirhugað er að úthluta í næsta mánuði. Norsk stjórnvöld hafa þrjátíu daga til að ákveða hvort þau vilji tilnefna olíufélag til þátttöku. Þetta er í samræmi við Jan Mayen-samkomlag Íslands og Noregs frá árinu 1981 sem kveður á um gagnkvæman 25 prósenta þátttökurétt í olíuvinnslu í lögsögu hvors annars á afmörkuðu samvinnusvæði á Jan Mayen-hryggnum. 31. október 2012 18:45