Milljónatjón í brunanum á Óseyrarbraut Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 21. nóvember 2012 20:00 Milljóna tjón varð í eldsvoða í fiskvinnslu við Óseyrarbraut í Hafnarfirði í nótt, framkvæmdastjórinn segir mikla vinnu framundan en vonast til að geta hafið vinnslu í öðru húsi bráðum. Slökkviliðsmenn voru enn að slökkva í glóðum á vettvangi síðdegis í dag. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað að fiskvinnsluhúsum Svalþúfu við Óseyrarbraut í nótt vegna eldsvoða í húsunum, hátt í sextíu slökkviliðsmenn voru að störfum þegar flest var. Lögregla og slökkvilið voru enn að störfum hér að Óseyrarbraut í hafnarfirði þegar fréttastofu bar að garði í dag. Þegar lögreglumenn voru að rannsaka vettvanginn síðdegis kom aftur upp eldur í glóðum sem kraumað höfðu í einangrun þaksins frá því um nóttina. Þurfti því að rífa gat á þak hússins svo hægt væri að slökkva allan eld. „Þetta hleypur á einhverjum milljónum, ég veit ekki hvort það eru tugir milljóna, allavega þarf að skipta um þakið og mjög margt ónýtt hérna í húsinu, einhverjar afurðir líka og hráefni,.en ég veit ekkert, það er rétt að klárast lögreglurannsókn á eldsupptökum og síðan tekur við tjóna mat með tryggingafélögunum," segir Magnús Gylfason, framkvæmdastjóri Svalþúfu. Í salnum þar sem eldurinn kom upp fer fram þurrkun á fisk en talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagnstæki í herbergi þar sem föt eru þurrkuð. „Hefur þú gripið til einhverra ráðstafana til að halda áfram vinnslunni? við erum líklega búin að leigja hús í nágrenninu og færum okkur þangað á meðan það er verið að vinna þetta upp á nýtt, en við þrufum að breyta ferlinu við þurrkum ekkert eða klárum ekki að þurrka fisk hérna á næstu mánuðum, það er mikið verk framundan," segir Magnús að lokum. Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Milljóna tjón varð í eldsvoða í fiskvinnslu við Óseyrarbraut í Hafnarfirði í nótt, framkvæmdastjórinn segir mikla vinnu framundan en vonast til að geta hafið vinnslu í öðru húsi bráðum. Slökkviliðsmenn voru enn að slökkva í glóðum á vettvangi síðdegis í dag. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað að fiskvinnsluhúsum Svalþúfu við Óseyrarbraut í nótt vegna eldsvoða í húsunum, hátt í sextíu slökkviliðsmenn voru að störfum þegar flest var. Lögregla og slökkvilið voru enn að störfum hér að Óseyrarbraut í hafnarfirði þegar fréttastofu bar að garði í dag. Þegar lögreglumenn voru að rannsaka vettvanginn síðdegis kom aftur upp eldur í glóðum sem kraumað höfðu í einangrun þaksins frá því um nóttina. Þurfti því að rífa gat á þak hússins svo hægt væri að slökkva allan eld. „Þetta hleypur á einhverjum milljónum, ég veit ekki hvort það eru tugir milljóna, allavega þarf að skipta um þakið og mjög margt ónýtt hérna í húsinu, einhverjar afurðir líka og hráefni,.en ég veit ekkert, það er rétt að klárast lögreglurannsókn á eldsupptökum og síðan tekur við tjóna mat með tryggingafélögunum," segir Magnús Gylfason, framkvæmdastjóri Svalþúfu. Í salnum þar sem eldurinn kom upp fer fram þurrkun á fisk en talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagnstæki í herbergi þar sem föt eru þurrkuð. „Hefur þú gripið til einhverra ráðstafana til að halda áfram vinnslunni? við erum líklega búin að leigja hús í nágrenninu og færum okkur þangað á meðan það er verið að vinna þetta upp á nýtt, en við þrufum að breyta ferlinu við þurrkum ekkert eða klárum ekki að þurrka fisk hérna á næstu mánuðum, það er mikið verk framundan," segir Magnús að lokum.
Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira