Innlent

Ekki orðinn heimsfrægur

Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar
Jón Jónsson tónlistarmaður segir það hafa verið draumi líkast að fá að spila fyrir útgáfustjórann LA Reid og skrifa undir samning hjá Sony. Hann segist hins vegar ekki vera orðinn heimsfrægur og hlakkar til að sjá hvert framhaldið verður.

Fréttablaðið greindi frá því í dag að tónlistarmaðurinn Jón Jónsson hefði landað plötusamningi við Epic Records sem heyrir undir Sony samsteypuna en X-factor dómarinn LA Reid er stjórnarformaður útgáfunnar. Jón segir að ferlið hafi byrjað fyrir um ári síðan þegar hann og píanóleikarinn Kristján Sturla vinur hans spiluðu fyrir bróður LA Reid, Bryant Reid í New York.

„Og síðan um verslunarmannahelgina kom emailið frá Bryant, 'My brother want's to see you,' og maður bara mjög nice en hélt að það væri að fara að gerast á næstu vikum eða mánuðunum, en á miðvikudeginum hringir hann sem sagt í mig og er bara 'Look Jón my brother want's to see you as soon as possible' og ég bara vá, hvað er að frétta hérna,"segir Jón

Það var síðan á mánudeginum eftir það sem þeim félögum var flogið út til New York í boði Sony að spila fyrir LA Reid og tíu manna hóp frá útgáfunni.

„Og létt tension í loftinu og gullplötur á veggjunum og við röltum þarna langan gang og förum inn í fundarherbergi þar sem mr. Reid er á fundi og svo kemur hann inn, og segir sorry hvað ég er seinn og við vorum ekki vissir að þetta væri hann af því hann var ekki með gleraugun og ekki í jakka, bara með brett upp ermarnar," segir Jón.

Þeir þurftu síðan að spila fyrir um tíu manna hóp frá útgáfufyrirtækinu.

„Það var svona alveg eins og í draumi, Kristján settist við píanóið í horninu og ég var bara með gítarinn allt unpluged. Vorum búnir að ákveða að taka fimm lög en eftir tvö lög þá stoppaði hann okkur og það var gaman að á meðan hann var að hlusta á gerði hann svona eins og í x factor...," segir Jón.

Síðan voru þeir látnir bíða í öðru herbergi á meðan hópurinn fundaði um frammistöðuna.

„En svo kom semsagt fólkið sem var inni bara 'Hey, thank you so much', og á endanum kemur LA og er bara eitthvað 'Look man this was quite a performance and in America quite means good, og look I wanna sign you, I wanna carry you on my shoulders for the world to see,' og ég bara eitthvað wow!," segir Jón.

„Við líka vorum svo stressaðir þarna, þorðum ekkert að taka neinar myndir eða neitt, bara vera geðveikt pró. En auðvitað vildum við bara vera Hey LA, can I get a picture?! En við gerðum það náttúrulega ekki," segir Jón.

Um viku síðar í lok ágúst var hann búinn að skrifa undir samning upp á nokkrar plötur og síðan þá hafa viðræður staðið milli hans og útgefandans um framhaldið en Jón segist vera mjög rólegur.

„Þó að þeir bræður viti hver ég er núna þá veit ameríka ekkert hver John Johnson er svo það er roslega langt í land og þetta er örugglega bara hálfgert lotterí sem er eftir. En það er fróðlegt að hoppa upp í þessa rútu og sjá hvert hún tekur mann," segir hann.




Tengdar fréttir

Jón Jónsson semur við Sony

„Mig hefði aldrei grunað að ég myndi nokkurn tíma fá samning hjá Sony. Þetta er tækifæri sem ég verð að stökkva á og prófa,“ segir tónlistarmaðurinn, ritstjórinn og knattspyrnukappinn Jón Ragnar Jónsson. Jón hefur skrifað undir útgáfusamning við stórfyrirtækið Sony eftir að hann heillaði útgáfustjórann og X Factor-dómarann L.A. Reid.

Uppgötvaði Rihönnu og Justin Bieber

L.A. Reid er stórt nafn í tónlistarbransanum vestanhafs sem útgáfustjóri og lagahöfundur. Ekki er nema ár síðan hann tók við stjórn hjá Epic Records en áður stjórnaði hann plötuútgáfunum LaFace Records og The Island Def Jam Music Group.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×