Innlent

Þarf að huga að þolmörkum ferðamannastaða

BBI skrifar
Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri.
Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri.
Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, segir mikilvægt að huga að þolmörkum ferðamannastaða á landinu, þ.e. hversu margir geti sótt staðina án þess að þeir láti á sjá af áganginum.

Ólöf fjallaði um ferðaþjónustuna og ummæli Þórs Saari í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis. „Ef maður skilur kjarnann frá hismi orða Þór og reynir að skilja hvað hann var að segja eru vissulega ýmsir punktar þar sem ferðaþjónustan þarf að velta fyrir sér á næstunni," segir hún.

Til dæmis þarf að huga að því hvort hægt sé að gera Ísland að heilsársáfangastað og dreifa þannig komu ferðamanna yfir árið svo þeir komi ekki allir á sama tíma.

Sömuleiðis þarf að reyna að dreifa þeim yfir landið, lokka þá á fleiri staði og opna augun fyrir fólki að ferðast víðar.

Eygló telur þó að fjöldi ferðamanna hérlendis sé ekki orðinn slíkur að Íslendingar geti ekki notið náttúru sinnar og kaffihúsa eins og Þór gefur í skyn. Hún bendir einnig á að ferðaþjónustan skapi tækifæri til atvinnustarfsemi af þessum toga sem ekki gæti þrifist án ferðamannanna.

„Ég er hrædd um að bæði í Reykjavík og annars staðar væri veitingahúsaflóran og afþreyingin talsvert fátæklegri ef ekki væri fyrir tekjur af ferðamönnum," segir hún en viðtalið í heild má nálgast hér að ofan.


Tengdar fréttir

Erlendir ferðamenn orðnir alltof margir

Fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi er orðinn alltof mikill að mati þingmannsins Þórs Saari. Hann segir einsýnt að það verði að bregðast við með fjöldatakmörkunum með einhverjum hætti.

Þingmenn upp til hópa ósammála Þór Saari

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokks, telur að þingmenn séu upp til hópa ósammála Þór Saari um að ferðamenn á Íslandi séu orðnir of margir. Að hennar mati er ferðaþjónustan og ferðamenn á landinu mjög mikilvægir fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×