Enginn annar seðlabanki safnar viðlíka upplýsingum 17. maí 2012 05:30 Helgi Hjörvar Persónuvernd segir fyrirhugaðar breytingar á lögum um gjaldeyrismál ekki samrýmast sjónarmiðum um einkalífsrétt í lýðræðisríki. Óbreytt eykur frumvarpið mjög heimildir Seðlabankans til upplýsingasöfnunar. Persónuvernd leggst gegn auknum heimildum Seðlabankans til söfnunar persónuupplýsinga til að stemma stigu við brotum á gjaldeyrishöftum. Þetta kemur fram í umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um gjaldeyrismál sem stofnunin sendi efnahags- og viðskiptanefnd í gær. Persónuvernd telur að ígrunda þurfi hvert skuli stefna hvað varðar slíka upplýsingasöfnun og meta hvaða persónuupplýsingar fjármálastofnunum sé í raun nauðsynlegt að skrá og láta Seðlabankanum í té. „Það er verðugt umhugsunarefni hvort svo sé komið að upplýsingasöfnun Seðlabanka Íslands fái ekki samrýmst nútíma sjónarmiðum um einkalífsrétt í lýðræðisríki. Persónuvernd er ekki kunnugt um að nokkur annar seðlabanki í hinum vestræna heimi safni svo víðtækum persónuupplýsingum um borgara ríkisins,“ segir í umsögninni. Bent er á að sú upplýsingasöfnun sem þegar fari fram í Seðlabankanum muni að mestu leyti vera vegna gjaldeyrishafta. „Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi er hins vegar ekki aðeins fyrirhugað að auka eftirlit Seðlabanka Íslands með einstaklingum vegna gjaldeyrishafta, heldur jafnvel að fella það viðmið niður. Engin skýr viðmið virðast eiga að koma í staðinn.“ Bent er á að hvorki í frumvarpinu sjálfu, né í athugasemdum sem fylgja því, komi fram að hvaða marki bankanum gæti verið nauðsynlegt að afla persónuupplýsinga sem ekki tengist gjaldeyriseftirliti. „Enn fremur er ekkert fjallað um tilgang slíkrar upplýsingaöflunar og engar skorður eru settar við því hvaða tegund upplýsinga bankanum er heimilt að safna. Óvíst er að slík löggjöf standist ákvæði 71. gr. stjórnarskrárinnar,“ segir í umsögn Persónuverndar. „Til þess yrði fyrir það fyrsta að setja öryggisákvæði í lögin. Í sett lög hefur skort fullnægjandi öryggisákvæði, svo sem um takmarkanir á heimildum til ráðstöfunar á upplýsingunum.“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að vel verði farið yfir ábendingar Persónuverndar í nefndinni. „Auðvitað er mikilvægt að Seðlabankinn hafi ríkar eftirlitsheimildir og sambærilegar við þær sem Fjármálaeftirlitið hefur,“ segir Helgi og gerir ráð fyrir því að nefndin fari yfir þær heimildir annars vegar og ábendingar Persónuverndar hins vegar „og leitist við að gæta meðalhófs í lagasetningunni“.- óká Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Persónuvernd segir fyrirhugaðar breytingar á lögum um gjaldeyrismál ekki samrýmast sjónarmiðum um einkalífsrétt í lýðræðisríki. Óbreytt eykur frumvarpið mjög heimildir Seðlabankans til upplýsingasöfnunar. Persónuvernd leggst gegn auknum heimildum Seðlabankans til söfnunar persónuupplýsinga til að stemma stigu við brotum á gjaldeyrishöftum. Þetta kemur fram í umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um gjaldeyrismál sem stofnunin sendi efnahags- og viðskiptanefnd í gær. Persónuvernd telur að ígrunda þurfi hvert skuli stefna hvað varðar slíka upplýsingasöfnun og meta hvaða persónuupplýsingar fjármálastofnunum sé í raun nauðsynlegt að skrá og láta Seðlabankanum í té. „Það er verðugt umhugsunarefni hvort svo sé komið að upplýsingasöfnun Seðlabanka Íslands fái ekki samrýmst nútíma sjónarmiðum um einkalífsrétt í lýðræðisríki. Persónuvernd er ekki kunnugt um að nokkur annar seðlabanki í hinum vestræna heimi safni svo víðtækum persónuupplýsingum um borgara ríkisins,“ segir í umsögninni. Bent er á að sú upplýsingasöfnun sem þegar fari fram í Seðlabankanum muni að mestu leyti vera vegna gjaldeyrishafta. „Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi er hins vegar ekki aðeins fyrirhugað að auka eftirlit Seðlabanka Íslands með einstaklingum vegna gjaldeyrishafta, heldur jafnvel að fella það viðmið niður. Engin skýr viðmið virðast eiga að koma í staðinn.“ Bent er á að hvorki í frumvarpinu sjálfu, né í athugasemdum sem fylgja því, komi fram að hvaða marki bankanum gæti verið nauðsynlegt að afla persónuupplýsinga sem ekki tengist gjaldeyriseftirliti. „Enn fremur er ekkert fjallað um tilgang slíkrar upplýsingaöflunar og engar skorður eru settar við því hvaða tegund upplýsinga bankanum er heimilt að safna. Óvíst er að slík löggjöf standist ákvæði 71. gr. stjórnarskrárinnar,“ segir í umsögn Persónuverndar. „Til þess yrði fyrir það fyrsta að setja öryggisákvæði í lögin. Í sett lög hefur skort fullnægjandi öryggisákvæði, svo sem um takmarkanir á heimildum til ráðstöfunar á upplýsingunum.“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að vel verði farið yfir ábendingar Persónuverndar í nefndinni. „Auðvitað er mikilvægt að Seðlabankinn hafi ríkar eftirlitsheimildir og sambærilegar við þær sem Fjármálaeftirlitið hefur,“ segir Helgi og gerir ráð fyrir því að nefndin fari yfir þær heimildir annars vegar og ábendingar Persónuverndar hins vegar „og leitist við að gæta meðalhófs í lagasetningunni“.- óká
Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira