Íslenska markametið féll á jöfnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2012 07:00 Heiðar Helguson. Nordic Photos / Getty Images Þetta tímabil í ensku úrvalsdeildinni kemst að margra mati í hóp þeirra bestu frá upphafi og við Íslendingar getum verið stoltir af því að tveir íslenskir leikmenn voru í sviðsljósinu á þessu flotta tímabili. Heiðar Helguson stal senunni með Queens Park Rangers fyrir áramót og Gylfi Þór Sigurðsson var frábær með Swansea eftir áramót. Þetta er í fyrsta sinn sem tveir íslenskir leikmenn skora sjö mörk eða meira á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni og með einu marki frá Grétari Rafni Steinssyni þá sáu þessir þrír kappar til þess að aldrei hafa feiri íslensk mörk litið dagsins ljós á einni leiktíð í bestu deild í heimi. Markahæstur í fjórða sinnHeiðar Helguson er markahæsti íslenski leikmaðurinn í fjórða sinn (einnig 2000, 2006 og 2007) en hann skoraði 8 mörk í aðeins 16 leikjum. Heiðar skoraði einu marki meira en Gylfi Þór Sigurðsson sem lék auk þess einum leik meira. Gylfi kom að alls tólf mörkum því auk markanna sjö þá átti hann einnig fimm stoðsendingar. Heiðar átti tvær stoðsendingar og kom því að tíu mörkum. Heiðar Helguson byrjaði afar vel með Queens Park Rangers eftir að hann fékk fyrsta alvöru tækifærið í október. Heiðar skoraði sjö mörk og gaf 2 stoðsendingar í fyrstu níu leikjum sínum í byrjunarliðinu og þar á meðal voru tvö mörk í 3-2 útisigri á Stoke og eina markið í heimasigri á Chelsea. Heiðar glímdi við meiðsli allan seinni hluta tímabilsins og lék aðeins fjóra leiki á nýja árinu. Gylfi Þór Sigurðsson kom á láni til Swansea City frá þýska liðinu Hoffenheim í janúar og vann sér strax fast sæti á miðju liðsins. Gylfi skoraði ekki í fyrstu þremur leikjunum en gerði síðan fimm mörk í næstu sex leikjum þar á meðal tvennur á móti bæði Wigan og Fulham. Gylfi náði aðeins að bæta við einu marki í síðustu sjö leikjunum en var oft einstaklega óheppinn með skotin sín. Þessi frábæra frammistaða Heiðars og Gylfa sá til þess að metið var jafnað yfir flest íslensk mörk á tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Það má kannski segja að metið hafi fallið á jöfnu því íslensku mörkin á þessu tímabili komu í „aðeins" 60 leikjum en tímabilið 2001-02 þurftu íslensku leikmennirnir 42 fleiri leiki til þess að skora 16 mörk. Metið var áður nánast eingöngu í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen sem skoraði 88 prósent marka Íslendinga tímabilið 2001 til 2002. Eiður er langmarkahæsti Íslendingurinn í sögu úrvalsdeildarinnar og er maðurinn á bak við öll bestu markaár Íslendinga i ensku úrvalsdeildinni. Eiður Smári náði því að skora tíu mörk eða fleiri á fjórum tímabilum og það voru fyrir þetta tímabil fjögur bestu markaár Íslendinga í ensku úrvalsdeildinni. Hér fyrir neðan má síðan sjá upplýsingar um mesta markaskor Íslendinga á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni.2011-2012 16 mörk (60 leikir) Heiðar Helguson, QPR 16 leikir/8 mörk Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea 18/7 Grétar Rafn Steinsson, Bolton 23/1 Eggert Gunnþór Jónsson, Wolves 3/02001-2002 16 mörk (102 leikir) Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea 32/14 Guðni Bergsson, Bolton 30/1 Hermann Hreiðarsson, Ipswich 38/1 Arnar Gunnlaugsson, Leicester 2/02000-2001 15 mörk (93 leikir) Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea 30/10 Arnar Gunnlaugsson, Leicester 17/3 Hermann Hreiðarsson, Ipswich 36/1 Þórður Guðjónsson, Derby 10/12002-2003 13 mörk (106 leikir) Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea 35/10 Jóhannes Karl Guðjónss., Aston Villa 11/2 Guðni Bergsson, Bolton 31/1 Lárus Orri Sigurðsson, West Brom 29/02004-2005 13 mörk (71 leikur) Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea 37/12 Hermann Hreiðarsson, Charlton 34/12005-2006 10 mörk (87 leikir) Heiðar Helguson, Fulham 27/8 Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea 26/2 Hermann Heiðarsson, Charlton 34/02006-2007 8 mörk (122 leikir) Heiðar Helguson, Fulham 30/3 Brynjar Björn Gunnarsson, Reading 23/3 Ívar Ingimarsson, Reading 38/2 Hermann Heiðarsson, Charlton 31/02003-2004 8 mörk (70 leikir) Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea 26/6 Hermann Hreiðarsson, Charlton 33/2 Jóhannes Karl Guðjónss., Wolves 11/01999-2000 7 mörk (51 leikur) Heiðar Helguson, Watford 16/6 Hermann Hreiðarsson, Wimbledon 24/1 Jóhann Birnir Guðmundsson, Watford 9/0 Arnar Gunnlaugsson, Leicester 2/02007-2008 7 mörk (108 leikir) Hermann Hreiðarsson, Portsmouth 32/3 Heiðar Helguson, Bolton 6/2 Ívar Ingimarsson, Reading 34/2 Brynjar Björn Gunnarsson, Reading 20/0 Grétar Rafn Steinsson, Bolton 16/0 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
Þetta tímabil í ensku úrvalsdeildinni kemst að margra mati í hóp þeirra bestu frá upphafi og við Íslendingar getum verið stoltir af því að tveir íslenskir leikmenn voru í sviðsljósinu á þessu flotta tímabili. Heiðar Helguson stal senunni með Queens Park Rangers fyrir áramót og Gylfi Þór Sigurðsson var frábær með Swansea eftir áramót. Þetta er í fyrsta sinn sem tveir íslenskir leikmenn skora sjö mörk eða meira á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni og með einu marki frá Grétari Rafni Steinssyni þá sáu þessir þrír kappar til þess að aldrei hafa feiri íslensk mörk litið dagsins ljós á einni leiktíð í bestu deild í heimi. Markahæstur í fjórða sinnHeiðar Helguson er markahæsti íslenski leikmaðurinn í fjórða sinn (einnig 2000, 2006 og 2007) en hann skoraði 8 mörk í aðeins 16 leikjum. Heiðar skoraði einu marki meira en Gylfi Þór Sigurðsson sem lék auk þess einum leik meira. Gylfi kom að alls tólf mörkum því auk markanna sjö þá átti hann einnig fimm stoðsendingar. Heiðar átti tvær stoðsendingar og kom því að tíu mörkum. Heiðar Helguson byrjaði afar vel með Queens Park Rangers eftir að hann fékk fyrsta alvöru tækifærið í október. Heiðar skoraði sjö mörk og gaf 2 stoðsendingar í fyrstu níu leikjum sínum í byrjunarliðinu og þar á meðal voru tvö mörk í 3-2 útisigri á Stoke og eina markið í heimasigri á Chelsea. Heiðar glímdi við meiðsli allan seinni hluta tímabilsins og lék aðeins fjóra leiki á nýja árinu. Gylfi Þór Sigurðsson kom á láni til Swansea City frá þýska liðinu Hoffenheim í janúar og vann sér strax fast sæti á miðju liðsins. Gylfi skoraði ekki í fyrstu þremur leikjunum en gerði síðan fimm mörk í næstu sex leikjum þar á meðal tvennur á móti bæði Wigan og Fulham. Gylfi náði aðeins að bæta við einu marki í síðustu sjö leikjunum en var oft einstaklega óheppinn með skotin sín. Þessi frábæra frammistaða Heiðars og Gylfa sá til þess að metið var jafnað yfir flest íslensk mörk á tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Það má kannski segja að metið hafi fallið á jöfnu því íslensku mörkin á þessu tímabili komu í „aðeins" 60 leikjum en tímabilið 2001-02 þurftu íslensku leikmennirnir 42 fleiri leiki til þess að skora 16 mörk. Metið var áður nánast eingöngu í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen sem skoraði 88 prósent marka Íslendinga tímabilið 2001 til 2002. Eiður er langmarkahæsti Íslendingurinn í sögu úrvalsdeildarinnar og er maðurinn á bak við öll bestu markaár Íslendinga i ensku úrvalsdeildinni. Eiður Smári náði því að skora tíu mörk eða fleiri á fjórum tímabilum og það voru fyrir þetta tímabil fjögur bestu markaár Íslendinga í ensku úrvalsdeildinni. Hér fyrir neðan má síðan sjá upplýsingar um mesta markaskor Íslendinga á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni.2011-2012 16 mörk (60 leikir) Heiðar Helguson, QPR 16 leikir/8 mörk Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea 18/7 Grétar Rafn Steinsson, Bolton 23/1 Eggert Gunnþór Jónsson, Wolves 3/02001-2002 16 mörk (102 leikir) Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea 32/14 Guðni Bergsson, Bolton 30/1 Hermann Hreiðarsson, Ipswich 38/1 Arnar Gunnlaugsson, Leicester 2/02000-2001 15 mörk (93 leikir) Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea 30/10 Arnar Gunnlaugsson, Leicester 17/3 Hermann Hreiðarsson, Ipswich 36/1 Þórður Guðjónsson, Derby 10/12002-2003 13 mörk (106 leikir) Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea 35/10 Jóhannes Karl Guðjónss., Aston Villa 11/2 Guðni Bergsson, Bolton 31/1 Lárus Orri Sigurðsson, West Brom 29/02004-2005 13 mörk (71 leikur) Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea 37/12 Hermann Hreiðarsson, Charlton 34/12005-2006 10 mörk (87 leikir) Heiðar Helguson, Fulham 27/8 Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea 26/2 Hermann Heiðarsson, Charlton 34/02006-2007 8 mörk (122 leikir) Heiðar Helguson, Fulham 30/3 Brynjar Björn Gunnarsson, Reading 23/3 Ívar Ingimarsson, Reading 38/2 Hermann Heiðarsson, Charlton 31/02003-2004 8 mörk (70 leikir) Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea 26/6 Hermann Hreiðarsson, Charlton 33/2 Jóhannes Karl Guðjónss., Wolves 11/01999-2000 7 mörk (51 leikur) Heiðar Helguson, Watford 16/6 Hermann Hreiðarsson, Wimbledon 24/1 Jóhann Birnir Guðmundsson, Watford 9/0 Arnar Gunnlaugsson, Leicester 2/02007-2008 7 mörk (108 leikir) Hermann Hreiðarsson, Portsmouth 32/3 Heiðar Helguson, Bolton 6/2 Ívar Ingimarsson, Reading 34/2 Brynjar Björn Gunnarsson, Reading 20/0 Grétar Rafn Steinsson, Bolton 16/0
Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira