Íslenska markametið féll á jöfnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2012 07:00 Heiðar Helguson. Nordic Photos / Getty Images Þetta tímabil í ensku úrvalsdeildinni kemst að margra mati í hóp þeirra bestu frá upphafi og við Íslendingar getum verið stoltir af því að tveir íslenskir leikmenn voru í sviðsljósinu á þessu flotta tímabili. Heiðar Helguson stal senunni með Queens Park Rangers fyrir áramót og Gylfi Þór Sigurðsson var frábær með Swansea eftir áramót. Þetta er í fyrsta sinn sem tveir íslenskir leikmenn skora sjö mörk eða meira á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni og með einu marki frá Grétari Rafni Steinssyni þá sáu þessir þrír kappar til þess að aldrei hafa feiri íslensk mörk litið dagsins ljós á einni leiktíð í bestu deild í heimi. Markahæstur í fjórða sinnHeiðar Helguson er markahæsti íslenski leikmaðurinn í fjórða sinn (einnig 2000, 2006 og 2007) en hann skoraði 8 mörk í aðeins 16 leikjum. Heiðar skoraði einu marki meira en Gylfi Þór Sigurðsson sem lék auk þess einum leik meira. Gylfi kom að alls tólf mörkum því auk markanna sjö þá átti hann einnig fimm stoðsendingar. Heiðar átti tvær stoðsendingar og kom því að tíu mörkum. Heiðar Helguson byrjaði afar vel með Queens Park Rangers eftir að hann fékk fyrsta alvöru tækifærið í október. Heiðar skoraði sjö mörk og gaf 2 stoðsendingar í fyrstu níu leikjum sínum í byrjunarliðinu og þar á meðal voru tvö mörk í 3-2 útisigri á Stoke og eina markið í heimasigri á Chelsea. Heiðar glímdi við meiðsli allan seinni hluta tímabilsins og lék aðeins fjóra leiki á nýja árinu. Gylfi Þór Sigurðsson kom á láni til Swansea City frá þýska liðinu Hoffenheim í janúar og vann sér strax fast sæti á miðju liðsins. Gylfi skoraði ekki í fyrstu þremur leikjunum en gerði síðan fimm mörk í næstu sex leikjum þar á meðal tvennur á móti bæði Wigan og Fulham. Gylfi náði aðeins að bæta við einu marki í síðustu sjö leikjunum en var oft einstaklega óheppinn með skotin sín. Þessi frábæra frammistaða Heiðars og Gylfa sá til þess að metið var jafnað yfir flest íslensk mörk á tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Það má kannski segja að metið hafi fallið á jöfnu því íslensku mörkin á þessu tímabili komu í „aðeins" 60 leikjum en tímabilið 2001-02 þurftu íslensku leikmennirnir 42 fleiri leiki til þess að skora 16 mörk. Metið var áður nánast eingöngu í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen sem skoraði 88 prósent marka Íslendinga tímabilið 2001 til 2002. Eiður er langmarkahæsti Íslendingurinn í sögu úrvalsdeildarinnar og er maðurinn á bak við öll bestu markaár Íslendinga i ensku úrvalsdeildinni. Eiður Smári náði því að skora tíu mörk eða fleiri á fjórum tímabilum og það voru fyrir þetta tímabil fjögur bestu markaár Íslendinga í ensku úrvalsdeildinni. Hér fyrir neðan má síðan sjá upplýsingar um mesta markaskor Íslendinga á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni.2011-2012 16 mörk (60 leikir) Heiðar Helguson, QPR 16 leikir/8 mörk Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea 18/7 Grétar Rafn Steinsson, Bolton 23/1 Eggert Gunnþór Jónsson, Wolves 3/02001-2002 16 mörk (102 leikir) Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea 32/14 Guðni Bergsson, Bolton 30/1 Hermann Hreiðarsson, Ipswich 38/1 Arnar Gunnlaugsson, Leicester 2/02000-2001 15 mörk (93 leikir) Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea 30/10 Arnar Gunnlaugsson, Leicester 17/3 Hermann Hreiðarsson, Ipswich 36/1 Þórður Guðjónsson, Derby 10/12002-2003 13 mörk (106 leikir) Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea 35/10 Jóhannes Karl Guðjónss., Aston Villa 11/2 Guðni Bergsson, Bolton 31/1 Lárus Orri Sigurðsson, West Brom 29/02004-2005 13 mörk (71 leikur) Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea 37/12 Hermann Hreiðarsson, Charlton 34/12005-2006 10 mörk (87 leikir) Heiðar Helguson, Fulham 27/8 Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea 26/2 Hermann Heiðarsson, Charlton 34/02006-2007 8 mörk (122 leikir) Heiðar Helguson, Fulham 30/3 Brynjar Björn Gunnarsson, Reading 23/3 Ívar Ingimarsson, Reading 38/2 Hermann Heiðarsson, Charlton 31/02003-2004 8 mörk (70 leikir) Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea 26/6 Hermann Hreiðarsson, Charlton 33/2 Jóhannes Karl Guðjónss., Wolves 11/01999-2000 7 mörk (51 leikur) Heiðar Helguson, Watford 16/6 Hermann Hreiðarsson, Wimbledon 24/1 Jóhann Birnir Guðmundsson, Watford 9/0 Arnar Gunnlaugsson, Leicester 2/02007-2008 7 mörk (108 leikir) Hermann Hreiðarsson, Portsmouth 32/3 Heiðar Helguson, Bolton 6/2 Ívar Ingimarsson, Reading 34/2 Brynjar Björn Gunnarsson, Reading 20/0 Grétar Rafn Steinsson, Bolton 16/0 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Sjá meira
Þetta tímabil í ensku úrvalsdeildinni kemst að margra mati í hóp þeirra bestu frá upphafi og við Íslendingar getum verið stoltir af því að tveir íslenskir leikmenn voru í sviðsljósinu á þessu flotta tímabili. Heiðar Helguson stal senunni með Queens Park Rangers fyrir áramót og Gylfi Þór Sigurðsson var frábær með Swansea eftir áramót. Þetta er í fyrsta sinn sem tveir íslenskir leikmenn skora sjö mörk eða meira á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni og með einu marki frá Grétari Rafni Steinssyni þá sáu þessir þrír kappar til þess að aldrei hafa feiri íslensk mörk litið dagsins ljós á einni leiktíð í bestu deild í heimi. Markahæstur í fjórða sinnHeiðar Helguson er markahæsti íslenski leikmaðurinn í fjórða sinn (einnig 2000, 2006 og 2007) en hann skoraði 8 mörk í aðeins 16 leikjum. Heiðar skoraði einu marki meira en Gylfi Þór Sigurðsson sem lék auk þess einum leik meira. Gylfi kom að alls tólf mörkum því auk markanna sjö þá átti hann einnig fimm stoðsendingar. Heiðar átti tvær stoðsendingar og kom því að tíu mörkum. Heiðar Helguson byrjaði afar vel með Queens Park Rangers eftir að hann fékk fyrsta alvöru tækifærið í október. Heiðar skoraði sjö mörk og gaf 2 stoðsendingar í fyrstu níu leikjum sínum í byrjunarliðinu og þar á meðal voru tvö mörk í 3-2 útisigri á Stoke og eina markið í heimasigri á Chelsea. Heiðar glímdi við meiðsli allan seinni hluta tímabilsins og lék aðeins fjóra leiki á nýja árinu. Gylfi Þór Sigurðsson kom á láni til Swansea City frá þýska liðinu Hoffenheim í janúar og vann sér strax fast sæti á miðju liðsins. Gylfi skoraði ekki í fyrstu þremur leikjunum en gerði síðan fimm mörk í næstu sex leikjum þar á meðal tvennur á móti bæði Wigan og Fulham. Gylfi náði aðeins að bæta við einu marki í síðustu sjö leikjunum en var oft einstaklega óheppinn með skotin sín. Þessi frábæra frammistaða Heiðars og Gylfa sá til þess að metið var jafnað yfir flest íslensk mörk á tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Það má kannski segja að metið hafi fallið á jöfnu því íslensku mörkin á þessu tímabili komu í „aðeins" 60 leikjum en tímabilið 2001-02 þurftu íslensku leikmennirnir 42 fleiri leiki til þess að skora 16 mörk. Metið var áður nánast eingöngu í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen sem skoraði 88 prósent marka Íslendinga tímabilið 2001 til 2002. Eiður er langmarkahæsti Íslendingurinn í sögu úrvalsdeildarinnar og er maðurinn á bak við öll bestu markaár Íslendinga i ensku úrvalsdeildinni. Eiður Smári náði því að skora tíu mörk eða fleiri á fjórum tímabilum og það voru fyrir þetta tímabil fjögur bestu markaár Íslendinga í ensku úrvalsdeildinni. Hér fyrir neðan má síðan sjá upplýsingar um mesta markaskor Íslendinga á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni.2011-2012 16 mörk (60 leikir) Heiðar Helguson, QPR 16 leikir/8 mörk Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea 18/7 Grétar Rafn Steinsson, Bolton 23/1 Eggert Gunnþór Jónsson, Wolves 3/02001-2002 16 mörk (102 leikir) Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea 32/14 Guðni Bergsson, Bolton 30/1 Hermann Hreiðarsson, Ipswich 38/1 Arnar Gunnlaugsson, Leicester 2/02000-2001 15 mörk (93 leikir) Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea 30/10 Arnar Gunnlaugsson, Leicester 17/3 Hermann Hreiðarsson, Ipswich 36/1 Þórður Guðjónsson, Derby 10/12002-2003 13 mörk (106 leikir) Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea 35/10 Jóhannes Karl Guðjónss., Aston Villa 11/2 Guðni Bergsson, Bolton 31/1 Lárus Orri Sigurðsson, West Brom 29/02004-2005 13 mörk (71 leikur) Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea 37/12 Hermann Hreiðarsson, Charlton 34/12005-2006 10 mörk (87 leikir) Heiðar Helguson, Fulham 27/8 Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea 26/2 Hermann Heiðarsson, Charlton 34/02006-2007 8 mörk (122 leikir) Heiðar Helguson, Fulham 30/3 Brynjar Björn Gunnarsson, Reading 23/3 Ívar Ingimarsson, Reading 38/2 Hermann Heiðarsson, Charlton 31/02003-2004 8 mörk (70 leikir) Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea 26/6 Hermann Hreiðarsson, Charlton 33/2 Jóhannes Karl Guðjónss., Wolves 11/01999-2000 7 mörk (51 leikur) Heiðar Helguson, Watford 16/6 Hermann Hreiðarsson, Wimbledon 24/1 Jóhann Birnir Guðmundsson, Watford 9/0 Arnar Gunnlaugsson, Leicester 2/02007-2008 7 mörk (108 leikir) Hermann Hreiðarsson, Portsmouth 32/3 Heiðar Helguson, Bolton 6/2 Ívar Ingimarsson, Reading 34/2 Brynjar Björn Gunnarsson, Reading 20/0 Grétar Rafn Steinsson, Bolton 16/0
Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Sjá meira