Innlent

17 stiga hiti í veðurkortunum eftir helgi

Kristján Már Unnarsson skrifar
Gert er ráð fyrir 17 stiga hita á Húsavík.
Gert er ráð fyrir 17 stiga hita á Húsavík. mynd/ vilhelm.
Kuldakastið sem verið hefur á landinu undanfarna daga er á undanhaldi og hefur hitastig á landinu komist yfir tíu gráður á nokkrum stöðum suðaustanlands í dag. Hlýjast hefur verið á svæðinu milli Mýrdalsjökuls og Öræfajökuls. Mestur hefur hitinn mælst í dag 11,2 gráður á Fagurhólsmýri, 10,7 gráður í Skaftafelli og 10,6 gráður á Kirkjubæjarklaustri, samkvæmt tölum Veðurstofunnar.

Veðurspáin næstu daga gerir ráð fyrir hægt hlýnandi veðri á landinu og á sunnudag er gert ráð fyrir að hitinn nái tíu gráðum í flestum byggðum landsins. Eftir helgi er svo spáð að hlýni enn frekar. Á mánudag má búast við 14 stiga hita á Akureyri og víðar norðaustanlands og á þriðjudag eru spákort Veðurstofunnar að gera ráð fyrir 16 stiga hita á stöðum eins og Akureyri og Raufarhöfn og 17 stiga hita á Húsavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×