Lilja útilokar ekki stofnun þingflokks með Atla og Ásmundi 14. apríl 2011 12:04 Lilja Mósesdóttir útilokar ekki að stofna nýjan þingflokk með þeim Atla Gíslasyni og Ásmundi Einari Daðasyni. Brotthvarf Ásmundar úr Vinstri grænum kom flatt upp á Atla en Lilja segist skilja afstöðu hans mjög vel. Þingflokksformannsmálið hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Brotthvarf Ásmundar Einars úr þingflokki Vinstri grænna kom nokkuð á óvart en hann greiddi atkvæði með vantrauststillögunni á ríkisstjórnina á Alþingi í gær. Atli Gíslason sem sagði skilið við þingflokkinn fyrir skömmu segir útspilið hafa komið flatt upp á sig, enda hafi hann ekkert vitað fyrr en Ásmundur steig í pontu. Hann segist ekkert hafa heyrt í þeim Ásmundi og Lilju Mósesdóttur en reiknar með því að þau muni tala saman á næstu dögum. Lilja sagði einnig skilið við Vinstri græna á sama tíma og Atli og útilokar ekki að þau þrjú muni stofna nýjan þingflokk. Hún segir þau hafa rætt óformlega saman og ætli að taka því rólega fram yfir páska. „Það er mjög erfitt að starfa sem óháður þingmaður hvað varðar upplýsingaflæðið. Við erum oft síðust til þess að frétta af breytingum og við getum ekki skipt á milli okkar ræðutíma. Þannig að þetta er fyrst og fremst spurning um að hafa meiri áhrif og vera meira með á nótunum," segir Lilja. Lilja segir útspil Ásmundar að vissu leyti hafa komið sér á óvart þar sem hann hafi gert sér vonir um að vinnulagið og stefnan innan Vinstri grænna myndi breytast. Þetta hafi verið honum þungbært líkt og þegar þau Atli ákváðu að yfirgefa þingflokkinn. „En ég skil vel ástæðuna. Og að þessi kosning um þingflokksformanninn hafi fyllt mælinn." Lilja segir það einnig hafa komið sér á óvart hversu lítil stuðnings ríkisstjórnin naut í sjálfu sér og á þingmönnum stjórnarandstöðunnar hefði mátt heyra að tíðinda væri að vænta þaðan. Nefnir hún þar sérstaklega Guðmund Steingrímsson þingmann Framsóknarflokksins sem greiddi ekki atkvæði í gær. Hún segir einnig ljóst að eftir umræður gærkvöldsins verði erfitt fyrir Ríkisstjórnina að styrkja sig með því að leita til annarra flokka. Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Sjá meira
Lilja Mósesdóttir útilokar ekki að stofna nýjan þingflokk með þeim Atla Gíslasyni og Ásmundi Einari Daðasyni. Brotthvarf Ásmundar úr Vinstri grænum kom flatt upp á Atla en Lilja segist skilja afstöðu hans mjög vel. Þingflokksformannsmálið hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Brotthvarf Ásmundar Einars úr þingflokki Vinstri grænna kom nokkuð á óvart en hann greiddi atkvæði með vantrauststillögunni á ríkisstjórnina á Alþingi í gær. Atli Gíslason sem sagði skilið við þingflokkinn fyrir skömmu segir útspilið hafa komið flatt upp á sig, enda hafi hann ekkert vitað fyrr en Ásmundur steig í pontu. Hann segist ekkert hafa heyrt í þeim Ásmundi og Lilju Mósesdóttur en reiknar með því að þau muni tala saman á næstu dögum. Lilja sagði einnig skilið við Vinstri græna á sama tíma og Atli og útilokar ekki að þau þrjú muni stofna nýjan þingflokk. Hún segir þau hafa rætt óformlega saman og ætli að taka því rólega fram yfir páska. „Það er mjög erfitt að starfa sem óháður þingmaður hvað varðar upplýsingaflæðið. Við erum oft síðust til þess að frétta af breytingum og við getum ekki skipt á milli okkar ræðutíma. Þannig að þetta er fyrst og fremst spurning um að hafa meiri áhrif og vera meira með á nótunum," segir Lilja. Lilja segir útspil Ásmundar að vissu leyti hafa komið sér á óvart þar sem hann hafi gert sér vonir um að vinnulagið og stefnan innan Vinstri grænna myndi breytast. Þetta hafi verið honum þungbært líkt og þegar þau Atli ákváðu að yfirgefa þingflokkinn. „En ég skil vel ástæðuna. Og að þessi kosning um þingflokksformanninn hafi fyllt mælinn." Lilja segir það einnig hafa komið sér á óvart hversu lítil stuðnings ríkisstjórnin naut í sjálfu sér og á þingmönnum stjórnarandstöðunnar hefði mátt heyra að tíðinda væri að vænta þaðan. Nefnir hún þar sérstaklega Guðmund Steingrímsson þingmann Framsóknarflokksins sem greiddi ekki atkvæði í gær. Hún segir einnig ljóst að eftir umræður gærkvöldsins verði erfitt fyrir Ríkisstjórnina að styrkja sig með því að leita til annarra flokka.
Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Sjá meira