Lilja útilokar ekki stofnun þingflokks með Atla og Ásmundi 14. apríl 2011 12:04 Lilja Mósesdóttir útilokar ekki að stofna nýjan þingflokk með þeim Atla Gíslasyni og Ásmundi Einari Daðasyni. Brotthvarf Ásmundar úr Vinstri grænum kom flatt upp á Atla en Lilja segist skilja afstöðu hans mjög vel. Þingflokksformannsmálið hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Brotthvarf Ásmundar Einars úr þingflokki Vinstri grænna kom nokkuð á óvart en hann greiddi atkvæði með vantrauststillögunni á ríkisstjórnina á Alþingi í gær. Atli Gíslason sem sagði skilið við þingflokkinn fyrir skömmu segir útspilið hafa komið flatt upp á sig, enda hafi hann ekkert vitað fyrr en Ásmundur steig í pontu. Hann segist ekkert hafa heyrt í þeim Ásmundi og Lilju Mósesdóttur en reiknar með því að þau muni tala saman á næstu dögum. Lilja sagði einnig skilið við Vinstri græna á sama tíma og Atli og útilokar ekki að þau þrjú muni stofna nýjan þingflokk. Hún segir þau hafa rætt óformlega saman og ætli að taka því rólega fram yfir páska. „Það er mjög erfitt að starfa sem óháður þingmaður hvað varðar upplýsingaflæðið. Við erum oft síðust til þess að frétta af breytingum og við getum ekki skipt á milli okkar ræðutíma. Þannig að þetta er fyrst og fremst spurning um að hafa meiri áhrif og vera meira með á nótunum," segir Lilja. Lilja segir útspil Ásmundar að vissu leyti hafa komið sér á óvart þar sem hann hafi gert sér vonir um að vinnulagið og stefnan innan Vinstri grænna myndi breytast. Þetta hafi verið honum þungbært líkt og þegar þau Atli ákváðu að yfirgefa þingflokkinn. „En ég skil vel ástæðuna. Og að þessi kosning um þingflokksformanninn hafi fyllt mælinn." Lilja segir það einnig hafa komið sér á óvart hversu lítil stuðnings ríkisstjórnin naut í sjálfu sér og á þingmönnum stjórnarandstöðunnar hefði mátt heyra að tíðinda væri að vænta þaðan. Nefnir hún þar sérstaklega Guðmund Steingrímsson þingmann Framsóknarflokksins sem greiddi ekki atkvæði í gær. Hún segir einnig ljóst að eftir umræður gærkvöldsins verði erfitt fyrir Ríkisstjórnina að styrkja sig með því að leita til annarra flokka. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Lilja Mósesdóttir útilokar ekki að stofna nýjan þingflokk með þeim Atla Gíslasyni og Ásmundi Einari Daðasyni. Brotthvarf Ásmundar úr Vinstri grænum kom flatt upp á Atla en Lilja segist skilja afstöðu hans mjög vel. Þingflokksformannsmálið hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Brotthvarf Ásmundar Einars úr þingflokki Vinstri grænna kom nokkuð á óvart en hann greiddi atkvæði með vantrauststillögunni á ríkisstjórnina á Alþingi í gær. Atli Gíslason sem sagði skilið við þingflokkinn fyrir skömmu segir útspilið hafa komið flatt upp á sig, enda hafi hann ekkert vitað fyrr en Ásmundur steig í pontu. Hann segist ekkert hafa heyrt í þeim Ásmundi og Lilju Mósesdóttur en reiknar með því að þau muni tala saman á næstu dögum. Lilja sagði einnig skilið við Vinstri græna á sama tíma og Atli og útilokar ekki að þau þrjú muni stofna nýjan þingflokk. Hún segir þau hafa rætt óformlega saman og ætli að taka því rólega fram yfir páska. „Það er mjög erfitt að starfa sem óháður þingmaður hvað varðar upplýsingaflæðið. Við erum oft síðust til þess að frétta af breytingum og við getum ekki skipt á milli okkar ræðutíma. Þannig að þetta er fyrst og fremst spurning um að hafa meiri áhrif og vera meira með á nótunum," segir Lilja. Lilja segir útspil Ásmundar að vissu leyti hafa komið sér á óvart þar sem hann hafi gert sér vonir um að vinnulagið og stefnan innan Vinstri grænna myndi breytast. Þetta hafi verið honum þungbært líkt og þegar þau Atli ákváðu að yfirgefa þingflokkinn. „En ég skil vel ástæðuna. Og að þessi kosning um þingflokksformanninn hafi fyllt mælinn." Lilja segir það einnig hafa komið sér á óvart hversu lítil stuðnings ríkisstjórnin naut í sjálfu sér og á þingmönnum stjórnarandstöðunnar hefði mátt heyra að tíðinda væri að vænta þaðan. Nefnir hún þar sérstaklega Guðmund Steingrímsson þingmann Framsóknarflokksins sem greiddi ekki atkvæði í gær. Hún segir einnig ljóst að eftir umræður gærkvöldsins verði erfitt fyrir Ríkisstjórnina að styrkja sig með því að leita til annarra flokka.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira