Reykjadalur í Mosfellsdal hlaut samfélagsverðlaun Fréttablaðsins 14. apríl 2011 16:02 MYND/Anton Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu síðdegis í dag. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin. Þetta er í sjötta sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaunin en þau eru veitt í fjórum flokkum auk heiðursverðlauna.Samfélagsverðlaunin Að þessu sinni hlýtur Reykjadalur í Mosfellsdal Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Í Reykjadal hafa verið reknar sumarbúðir í nærri hálfa öld.Þær eru reknar af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Í Reykjadal dveljast árlega milli tvö og þrjú hundruð fötluð börn af öllu landinu. Á sumrin býðst sumardvöl, í eina eða tvær vikur í senn, en yfir vetrarmánuðina er þar boðin helgardvöl. Útivera skipar veigamikinn sess í starfinu í Reykjadal, meðal annars í sundi og heitum potti sem þar er. Í Reykjadal starfar drífandi hópur ungs metnaðarfulls fólks. Það kom sér vel þegar útlit var fyrir að leggja þyrfti vetrardvöl barna í Reykjadal niður vegna fjárskorts. Þá efndi starfsfólkið til áheitagöngu og tókst að safna fé til að halda starfseminni gangandi í vetur. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti fulltrúum Reykjadals verðlaunin. Ari Edwald, forstjóri 365, afhenti þeim síðan verðlaunafé að upphæð ein milljón króna. Aðrir sem voru útnefndir til Samfélagsverðlaunanna: Samtök kvenna af erlendum uppruna Góði hirðirinnHvunndagshetja Hvunndagshetja ársins 2010 er Ásmundur Þór Kristmundsson. Ásmundur Þór er björgunarsveitarmaður en var í skemmtiferð í Þórsmörk þegar hann vann þar björgunarafrek í ágúst 2010. Aðrir sem voru tilnefndir í þessum flokki: Júlíana Signý Gunnarsdóttir Stefán Helgi StefánssonFrá kynslóð til kynslóðar Verðlaun í þessum flokki fær Jón Stefánsson, en tónlistaruppeldi Jóns í Langholtskirkju hefur opnað heim tónlistar fyrir fjöldamörgum börnum og unglingum og skilað hæfu tónlistarfólki. Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Möguleikhúsið SkólahreystiTil atlögu gegn fordómum Listasmiðjan Litróf hlýtur verðlaunin í þessum flokki fyrir fyrir að vinna að vináttu milli barna af erlendum uppruna og íslenskra barna með því að stefna þeim saman í leik og listum. Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Íþróttafélagið Styrmir PollapönkHeiðursverðlaun Heiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins hlýtur Jenna Jensdóttir fyrir farsælan kennsluferil og afkastamikil barnabókaskrif í áratugi. Þeim sem nutu kennslu Jennu er hún afar minnisstæður kennari. Barnabækur Jennu eru á þriðja tug en flestar skrifaði hún í félagi við mann sinn Hreiðar heitinn Stefánsson.Um verðlaunin Vel á fjórða hundrað tilnefninga til Samfélagsverðlaunanna bárust frá lesendum Fréttablaðsins að þessu sinni. Markmið með Samfélagsverðlaununum er að beina sjónum að þeim góðu verkum sem unnin eru í samfélaginu. Þetta er í sjötta sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaunin. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins eru sem fyrr segir ein milljón króna, aðrir verðlaunahafar fengu Nokia C5-03 farsíma frá Hátæknií verðlaun auk verðlaunagripa sem eru hannaðir og smíðaðir af Ásgarði, Mosfellsbæ. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu síðdegis í dag. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin. Þetta er í sjötta sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaunin en þau eru veitt í fjórum flokkum auk heiðursverðlauna.Samfélagsverðlaunin Að þessu sinni hlýtur Reykjadalur í Mosfellsdal Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Í Reykjadal hafa verið reknar sumarbúðir í nærri hálfa öld.Þær eru reknar af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Í Reykjadal dveljast árlega milli tvö og þrjú hundruð fötluð börn af öllu landinu. Á sumrin býðst sumardvöl, í eina eða tvær vikur í senn, en yfir vetrarmánuðina er þar boðin helgardvöl. Útivera skipar veigamikinn sess í starfinu í Reykjadal, meðal annars í sundi og heitum potti sem þar er. Í Reykjadal starfar drífandi hópur ungs metnaðarfulls fólks. Það kom sér vel þegar útlit var fyrir að leggja þyrfti vetrardvöl barna í Reykjadal niður vegna fjárskorts. Þá efndi starfsfólkið til áheitagöngu og tókst að safna fé til að halda starfseminni gangandi í vetur. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti fulltrúum Reykjadals verðlaunin. Ari Edwald, forstjóri 365, afhenti þeim síðan verðlaunafé að upphæð ein milljón króna. Aðrir sem voru útnefndir til Samfélagsverðlaunanna: Samtök kvenna af erlendum uppruna Góði hirðirinnHvunndagshetja Hvunndagshetja ársins 2010 er Ásmundur Þór Kristmundsson. Ásmundur Þór er björgunarsveitarmaður en var í skemmtiferð í Þórsmörk þegar hann vann þar björgunarafrek í ágúst 2010. Aðrir sem voru tilnefndir í þessum flokki: Júlíana Signý Gunnarsdóttir Stefán Helgi StefánssonFrá kynslóð til kynslóðar Verðlaun í þessum flokki fær Jón Stefánsson, en tónlistaruppeldi Jóns í Langholtskirkju hefur opnað heim tónlistar fyrir fjöldamörgum börnum og unglingum og skilað hæfu tónlistarfólki. Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Möguleikhúsið SkólahreystiTil atlögu gegn fordómum Listasmiðjan Litróf hlýtur verðlaunin í þessum flokki fyrir fyrir að vinna að vináttu milli barna af erlendum uppruna og íslenskra barna með því að stefna þeim saman í leik og listum. Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Íþróttafélagið Styrmir PollapönkHeiðursverðlaun Heiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins hlýtur Jenna Jensdóttir fyrir farsælan kennsluferil og afkastamikil barnabókaskrif í áratugi. Þeim sem nutu kennslu Jennu er hún afar minnisstæður kennari. Barnabækur Jennu eru á þriðja tug en flestar skrifaði hún í félagi við mann sinn Hreiðar heitinn Stefánsson.Um verðlaunin Vel á fjórða hundrað tilnefninga til Samfélagsverðlaunanna bárust frá lesendum Fréttablaðsins að þessu sinni. Markmið með Samfélagsverðlaununum er að beina sjónum að þeim góðu verkum sem unnin eru í samfélaginu. Þetta er í sjötta sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaunin. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins eru sem fyrr segir ein milljón króna, aðrir verðlaunahafar fengu Nokia C5-03 farsíma frá Hátæknií verðlaun auk verðlaunagripa sem eru hannaðir og smíðaðir af Ásgarði, Mosfellsbæ.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira