Íbúðalánasjóður verðmetur eignir of hátt Símon Örn Birgisson skrifar 14. apríl 2011 18:43 Alþingi samþykkti nýverið 110 prósent leið Íbúðalánsjóðs og hafa nú þegar skuldir sextíu einstaklinga verið leiðréttar en um tvö hundruð hafnað. Ekki eru allir sáttir við þetta úrræði. „Það hefur borið á því að fólk sem er í verulegum greiðsluvanda en er ekki komið upp fyrir þessi 110 prósent mörk er ósátt við að fá ekki leiðréttingu. Eins höfum við fengið aðfinnslur og gagnrýni á að það er samkvæmt lögunum dregið frá afskriftum sem svarar virði eigna sem fólk á og þá er um að ræða innistæður á bönkum, verðmæti bifreiða og svo framvegis," segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði. Íbúðalánasjóður lét fréttastofu í té tvö raunveruleg dæmi um hvernig 110% leiðin gagnast almenningi.Dæmi frá ÍbúðalánasjóðiÍ fyrra tilfellinu er 20 milljón króna íbúð keypt árið 2000. Tekið er 16,4 milljón króna lán. Í dag verðmetur Íbúðalánasjóður fasteignina á 19 milljónir króna. Lánið er hins vegar komið í 24 milljónir króna. Samkvæmt 110 prósent leiðinni eru lánin 3,1 milljón króna umfram verðmæti eignarinnar og þar sem engar eignir koma til frádráttar eru lánin leiðrétt sem því nemur. Í seinna dæminu er um að ræða fasteign keypta árið 2007 á 23,8 milljónir króna. Tekið er 19 milljón króna lán. Í dag verðmetur Íbúðalánasjóður fasteignina á 23,1 milljón króna. Hún hafi því lækkað um 700 þúsund krónur frá hruni. Lánið er hins vegar komið í 26,5 milljónir sem er 1,1 milljón króna umfram 110 prósent af verðmæti fasteignarinnar. Þar sem aðrar eignir eru hins vegar metnar á 600 þúsund krónur eru lánin aðeins leiðrétt um fimm hundruð þúsund. Björn Þorri Viktorsson, hæstaréttarlögmaður, segir dæmin frá Íbúðalánasjóði ekki trúverðug. „Við fyrstu sýn sýnist mér verðþróunin ekki rétt í þessum tölum. Til að mynda að íbúð sem seld var á tæpar 24 milljónir 2007 að fáist enn á 24 milljón fyrir hana. Það held ég að sé ekki sannleikanum samkvæmt," segir Björn Þorri. Spurður hvort þetta sé þá leið til þess að afskrifa minna. „Já, það er alveg klárt að því hærra sem menn meta eignir í tilefni af þessum aðgerðum sem eru í gangi núna, þeim mun meiri skuldir er hægt að senda almenning með inn í framtíðina." Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Alþingi samþykkti nýverið 110 prósent leið Íbúðalánsjóðs og hafa nú þegar skuldir sextíu einstaklinga verið leiðréttar en um tvö hundruð hafnað. Ekki eru allir sáttir við þetta úrræði. „Það hefur borið á því að fólk sem er í verulegum greiðsluvanda en er ekki komið upp fyrir þessi 110 prósent mörk er ósátt við að fá ekki leiðréttingu. Eins höfum við fengið aðfinnslur og gagnrýni á að það er samkvæmt lögunum dregið frá afskriftum sem svarar virði eigna sem fólk á og þá er um að ræða innistæður á bönkum, verðmæti bifreiða og svo framvegis," segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði. Íbúðalánasjóður lét fréttastofu í té tvö raunveruleg dæmi um hvernig 110% leiðin gagnast almenningi.Dæmi frá ÍbúðalánasjóðiÍ fyrra tilfellinu er 20 milljón króna íbúð keypt árið 2000. Tekið er 16,4 milljón króna lán. Í dag verðmetur Íbúðalánasjóður fasteignina á 19 milljónir króna. Lánið er hins vegar komið í 24 milljónir króna. Samkvæmt 110 prósent leiðinni eru lánin 3,1 milljón króna umfram verðmæti eignarinnar og þar sem engar eignir koma til frádráttar eru lánin leiðrétt sem því nemur. Í seinna dæminu er um að ræða fasteign keypta árið 2007 á 23,8 milljónir króna. Tekið er 19 milljón króna lán. Í dag verðmetur Íbúðalánasjóður fasteignina á 23,1 milljón króna. Hún hafi því lækkað um 700 þúsund krónur frá hruni. Lánið er hins vegar komið í 26,5 milljónir sem er 1,1 milljón króna umfram 110 prósent af verðmæti fasteignarinnar. Þar sem aðrar eignir eru hins vegar metnar á 600 þúsund krónur eru lánin aðeins leiðrétt um fimm hundruð þúsund. Björn Þorri Viktorsson, hæstaréttarlögmaður, segir dæmin frá Íbúðalánasjóði ekki trúverðug. „Við fyrstu sýn sýnist mér verðþróunin ekki rétt í þessum tölum. Til að mynda að íbúð sem seld var á tæpar 24 milljónir 2007 að fáist enn á 24 milljón fyrir hana. Það held ég að sé ekki sannleikanum samkvæmt," segir Björn Þorri. Spurður hvort þetta sé þá leið til þess að afskrifa minna. „Já, það er alveg klárt að því hærra sem menn meta eignir í tilefni af þessum aðgerðum sem eru í gangi núna, þeim mun meiri skuldir er hægt að senda almenning með inn í framtíðina."
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira