Íbúðalánasjóður verðmetur eignir of hátt Símon Örn Birgisson skrifar 14. apríl 2011 18:43 Alþingi samþykkti nýverið 110 prósent leið Íbúðalánsjóðs og hafa nú þegar skuldir sextíu einstaklinga verið leiðréttar en um tvö hundruð hafnað. Ekki eru allir sáttir við þetta úrræði. „Það hefur borið á því að fólk sem er í verulegum greiðsluvanda en er ekki komið upp fyrir þessi 110 prósent mörk er ósátt við að fá ekki leiðréttingu. Eins höfum við fengið aðfinnslur og gagnrýni á að það er samkvæmt lögunum dregið frá afskriftum sem svarar virði eigna sem fólk á og þá er um að ræða innistæður á bönkum, verðmæti bifreiða og svo framvegis," segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði. Íbúðalánasjóður lét fréttastofu í té tvö raunveruleg dæmi um hvernig 110% leiðin gagnast almenningi.Dæmi frá ÍbúðalánasjóðiÍ fyrra tilfellinu er 20 milljón króna íbúð keypt árið 2000. Tekið er 16,4 milljón króna lán. Í dag verðmetur Íbúðalánasjóður fasteignina á 19 milljónir króna. Lánið er hins vegar komið í 24 milljónir króna. Samkvæmt 110 prósent leiðinni eru lánin 3,1 milljón króna umfram verðmæti eignarinnar og þar sem engar eignir koma til frádráttar eru lánin leiðrétt sem því nemur. Í seinna dæminu er um að ræða fasteign keypta árið 2007 á 23,8 milljónir króna. Tekið er 19 milljón króna lán. Í dag verðmetur Íbúðalánasjóður fasteignina á 23,1 milljón króna. Hún hafi því lækkað um 700 þúsund krónur frá hruni. Lánið er hins vegar komið í 26,5 milljónir sem er 1,1 milljón króna umfram 110 prósent af verðmæti fasteignarinnar. Þar sem aðrar eignir eru hins vegar metnar á 600 þúsund krónur eru lánin aðeins leiðrétt um fimm hundruð þúsund. Björn Þorri Viktorsson, hæstaréttarlögmaður, segir dæmin frá Íbúðalánasjóði ekki trúverðug. „Við fyrstu sýn sýnist mér verðþróunin ekki rétt í þessum tölum. Til að mynda að íbúð sem seld var á tæpar 24 milljónir 2007 að fáist enn á 24 milljón fyrir hana. Það held ég að sé ekki sannleikanum samkvæmt," segir Björn Þorri. Spurður hvort þetta sé þá leið til þess að afskrifa minna. „Já, það er alveg klárt að því hærra sem menn meta eignir í tilefni af þessum aðgerðum sem eru í gangi núna, þeim mun meiri skuldir er hægt að senda almenning með inn í framtíðina." Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Sjá meira
Alþingi samþykkti nýverið 110 prósent leið Íbúðalánsjóðs og hafa nú þegar skuldir sextíu einstaklinga verið leiðréttar en um tvö hundruð hafnað. Ekki eru allir sáttir við þetta úrræði. „Það hefur borið á því að fólk sem er í verulegum greiðsluvanda en er ekki komið upp fyrir þessi 110 prósent mörk er ósátt við að fá ekki leiðréttingu. Eins höfum við fengið aðfinnslur og gagnrýni á að það er samkvæmt lögunum dregið frá afskriftum sem svarar virði eigna sem fólk á og þá er um að ræða innistæður á bönkum, verðmæti bifreiða og svo framvegis," segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði. Íbúðalánasjóður lét fréttastofu í té tvö raunveruleg dæmi um hvernig 110% leiðin gagnast almenningi.Dæmi frá ÍbúðalánasjóðiÍ fyrra tilfellinu er 20 milljón króna íbúð keypt árið 2000. Tekið er 16,4 milljón króna lán. Í dag verðmetur Íbúðalánasjóður fasteignina á 19 milljónir króna. Lánið er hins vegar komið í 24 milljónir króna. Samkvæmt 110 prósent leiðinni eru lánin 3,1 milljón króna umfram verðmæti eignarinnar og þar sem engar eignir koma til frádráttar eru lánin leiðrétt sem því nemur. Í seinna dæminu er um að ræða fasteign keypta árið 2007 á 23,8 milljónir króna. Tekið er 19 milljón króna lán. Í dag verðmetur Íbúðalánasjóður fasteignina á 23,1 milljón króna. Hún hafi því lækkað um 700 þúsund krónur frá hruni. Lánið er hins vegar komið í 26,5 milljónir sem er 1,1 milljón króna umfram 110 prósent af verðmæti fasteignarinnar. Þar sem aðrar eignir eru hins vegar metnar á 600 þúsund krónur eru lánin aðeins leiðrétt um fimm hundruð þúsund. Björn Þorri Viktorsson, hæstaréttarlögmaður, segir dæmin frá Íbúðalánasjóði ekki trúverðug. „Við fyrstu sýn sýnist mér verðþróunin ekki rétt í þessum tölum. Til að mynda að íbúð sem seld var á tæpar 24 milljónir 2007 að fáist enn á 24 milljón fyrir hana. Það held ég að sé ekki sannleikanum samkvæmt," segir Björn Þorri. Spurður hvort þetta sé þá leið til þess að afskrifa minna. „Já, það er alveg klárt að því hærra sem menn meta eignir í tilefni af þessum aðgerðum sem eru í gangi núna, þeim mun meiri skuldir er hægt að senda almenning með inn í framtíðina."
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Sjá meira