Íbúðalánasjóður verðmetur eignir of hátt Símon Örn Birgisson skrifar 14. apríl 2011 18:43 Alþingi samþykkti nýverið 110 prósent leið Íbúðalánsjóðs og hafa nú þegar skuldir sextíu einstaklinga verið leiðréttar en um tvö hundruð hafnað. Ekki eru allir sáttir við þetta úrræði. „Það hefur borið á því að fólk sem er í verulegum greiðsluvanda en er ekki komið upp fyrir þessi 110 prósent mörk er ósátt við að fá ekki leiðréttingu. Eins höfum við fengið aðfinnslur og gagnrýni á að það er samkvæmt lögunum dregið frá afskriftum sem svarar virði eigna sem fólk á og þá er um að ræða innistæður á bönkum, verðmæti bifreiða og svo framvegis," segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði. Íbúðalánasjóður lét fréttastofu í té tvö raunveruleg dæmi um hvernig 110% leiðin gagnast almenningi.Dæmi frá ÍbúðalánasjóðiÍ fyrra tilfellinu er 20 milljón króna íbúð keypt árið 2000. Tekið er 16,4 milljón króna lán. Í dag verðmetur Íbúðalánasjóður fasteignina á 19 milljónir króna. Lánið er hins vegar komið í 24 milljónir króna. Samkvæmt 110 prósent leiðinni eru lánin 3,1 milljón króna umfram verðmæti eignarinnar og þar sem engar eignir koma til frádráttar eru lánin leiðrétt sem því nemur. Í seinna dæminu er um að ræða fasteign keypta árið 2007 á 23,8 milljónir króna. Tekið er 19 milljón króna lán. Í dag verðmetur Íbúðalánasjóður fasteignina á 23,1 milljón króna. Hún hafi því lækkað um 700 þúsund krónur frá hruni. Lánið er hins vegar komið í 26,5 milljónir sem er 1,1 milljón króna umfram 110 prósent af verðmæti fasteignarinnar. Þar sem aðrar eignir eru hins vegar metnar á 600 þúsund krónur eru lánin aðeins leiðrétt um fimm hundruð þúsund. Björn Þorri Viktorsson, hæstaréttarlögmaður, segir dæmin frá Íbúðalánasjóði ekki trúverðug. „Við fyrstu sýn sýnist mér verðþróunin ekki rétt í þessum tölum. Til að mynda að íbúð sem seld var á tæpar 24 milljónir 2007 að fáist enn á 24 milljón fyrir hana. Það held ég að sé ekki sannleikanum samkvæmt," segir Björn Þorri. Spurður hvort þetta sé þá leið til þess að afskrifa minna. „Já, það er alveg klárt að því hærra sem menn meta eignir í tilefni af þessum aðgerðum sem eru í gangi núna, þeim mun meiri skuldir er hægt að senda almenning með inn í framtíðina." Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Alþingi samþykkti nýverið 110 prósent leið Íbúðalánsjóðs og hafa nú þegar skuldir sextíu einstaklinga verið leiðréttar en um tvö hundruð hafnað. Ekki eru allir sáttir við þetta úrræði. „Það hefur borið á því að fólk sem er í verulegum greiðsluvanda en er ekki komið upp fyrir þessi 110 prósent mörk er ósátt við að fá ekki leiðréttingu. Eins höfum við fengið aðfinnslur og gagnrýni á að það er samkvæmt lögunum dregið frá afskriftum sem svarar virði eigna sem fólk á og þá er um að ræða innistæður á bönkum, verðmæti bifreiða og svo framvegis," segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði. Íbúðalánasjóður lét fréttastofu í té tvö raunveruleg dæmi um hvernig 110% leiðin gagnast almenningi.Dæmi frá ÍbúðalánasjóðiÍ fyrra tilfellinu er 20 milljón króna íbúð keypt árið 2000. Tekið er 16,4 milljón króna lán. Í dag verðmetur Íbúðalánasjóður fasteignina á 19 milljónir króna. Lánið er hins vegar komið í 24 milljónir króna. Samkvæmt 110 prósent leiðinni eru lánin 3,1 milljón króna umfram verðmæti eignarinnar og þar sem engar eignir koma til frádráttar eru lánin leiðrétt sem því nemur. Í seinna dæminu er um að ræða fasteign keypta árið 2007 á 23,8 milljónir króna. Tekið er 19 milljón króna lán. Í dag verðmetur Íbúðalánasjóður fasteignina á 23,1 milljón króna. Hún hafi því lækkað um 700 þúsund krónur frá hruni. Lánið er hins vegar komið í 26,5 milljónir sem er 1,1 milljón króna umfram 110 prósent af verðmæti fasteignarinnar. Þar sem aðrar eignir eru hins vegar metnar á 600 þúsund krónur eru lánin aðeins leiðrétt um fimm hundruð þúsund. Björn Þorri Viktorsson, hæstaréttarlögmaður, segir dæmin frá Íbúðalánasjóði ekki trúverðug. „Við fyrstu sýn sýnist mér verðþróunin ekki rétt í þessum tölum. Til að mynda að íbúð sem seld var á tæpar 24 milljónir 2007 að fáist enn á 24 milljón fyrir hana. Það held ég að sé ekki sannleikanum samkvæmt," segir Björn Þorri. Spurður hvort þetta sé þá leið til þess að afskrifa minna. „Já, það er alveg klárt að því hærra sem menn meta eignir í tilefni af þessum aðgerðum sem eru í gangi núna, þeim mun meiri skuldir er hægt að senda almenning með inn í framtíðina."
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira