Eigandi Bæjarins Bestu: Ríkisstjórnin gæti ekki skilað hagnaði 14. apríl 2011 20:12 Eigandi Bæjarins Bestu tekur undir orð formanns Framsóknarflokksins um að ríkisstjórnin geti ekki skilað rekstri pylsusölunnar í plús. Hún segir að miðað við þá skatta sem lagðir séu á atvinnurekendur, lítist henni ekki á blikuna. Í umræðunum á Alþingi í gær féllu mörg þung orð. Ríkisstjórnin var talin gjörsamlega vonlaus og fortíð Sjálfstæðisflokksins var mörgum ofarlega í huga. Ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, vöktu mikla athygli. „Þessi ríkisstjórn gæti ekki rekið Bæjarins Bestu pylsur í plús - hvað þá íslenska ríkið.“ Guðrún Björk Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins Bestu, telur að ríkisstjórnin gæti ekki rekið Bæjarins pylsur í plús. „Ekki eins og staðan er núna miðað við hvað þeir vilja leggja af sköttum á okkur, þá líst mér ekki á það," segir Guðrún Björk. Þannig það væri erfitt að skila þessu með hagnaði? „Ég hugsa það, ég finn náttúrulega fyrir því eins og aðrir atvinnurekendur að álögur hafa aukist mjög mikið á okkur og það bitnar á rekstrinum." Fjármálaráðherra var þó ekki jafn svartsýnn og formaður Framsóknarflokksins í umræðunum á Alþingi í gær. „Frú forseti, ég lýsi því yfir að stjórnarandstaðan er ekki gjörsamlega vonlaus. Ég held að háttvirtur þingmaður, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, gæti vel rekið pylsusjoppu og jafnvel haft af henni hagnað,“ sagði Steingrímur á Alþingi í gær. Guðrún segir bæði Sigmund Davíð og Steingrím koma reglulega og fá sér pylsu á þessum vinsælasta skyndibitastað bæjarins. Og það eru fleiri þingmenn sem stelast í eina með öllu. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Eigandi Bæjarins Bestu tekur undir orð formanns Framsóknarflokksins um að ríkisstjórnin geti ekki skilað rekstri pylsusölunnar í plús. Hún segir að miðað við þá skatta sem lagðir séu á atvinnurekendur, lítist henni ekki á blikuna. Í umræðunum á Alþingi í gær féllu mörg þung orð. Ríkisstjórnin var talin gjörsamlega vonlaus og fortíð Sjálfstæðisflokksins var mörgum ofarlega í huga. Ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, vöktu mikla athygli. „Þessi ríkisstjórn gæti ekki rekið Bæjarins Bestu pylsur í plús - hvað þá íslenska ríkið.“ Guðrún Björk Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins Bestu, telur að ríkisstjórnin gæti ekki rekið Bæjarins pylsur í plús. „Ekki eins og staðan er núna miðað við hvað þeir vilja leggja af sköttum á okkur, þá líst mér ekki á það," segir Guðrún Björk. Þannig það væri erfitt að skila þessu með hagnaði? „Ég hugsa það, ég finn náttúrulega fyrir því eins og aðrir atvinnurekendur að álögur hafa aukist mjög mikið á okkur og það bitnar á rekstrinum." Fjármálaráðherra var þó ekki jafn svartsýnn og formaður Framsóknarflokksins í umræðunum á Alþingi í gær. „Frú forseti, ég lýsi því yfir að stjórnarandstaðan er ekki gjörsamlega vonlaus. Ég held að háttvirtur þingmaður, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, gæti vel rekið pylsusjoppu og jafnvel haft af henni hagnað,“ sagði Steingrímur á Alþingi í gær. Guðrún segir bæði Sigmund Davíð og Steingrím koma reglulega og fá sér pylsu á þessum vinsælasta skyndibitastað bæjarins. Og það eru fleiri þingmenn sem stelast í eina með öllu.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira