Erlent

Stóraukið fylgi flokks Stoltenbergs

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, þykir hafa staðið sig afar vel undanfarna daga.
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, þykir hafa staðið sig afar vel undanfarna daga. Mynd/AP
Fylgi Verkamannaflokksins í Noregi, flokks Jens Stoltenbergs forsætisráðherra, hefur aukist um tíu prósentustig eftir hryðjuverkaárásirnar í Ósló og á Útey. Fylgi annarra flokka hefur minnkað samkvæmt skoðanakönnun Sunnmørsposten.

Nokkrum dögum fyrir árásirnar var fylgi Verkamannaflokksins 28,1 prósent en eftir árásirnar mældist það 38,7 prósent.

Fylgi Framfaraflokksins fór í 17,5 prósent en fylgi Hægri flokksins í 21,5 prósent.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×