Erlent

Schwarzenegger-safnið opnað í Austurríki

Mynd/AFP
Schwarzenegger-safnið hefur verið opnað í heimabæ Arnold Schwarzenegger Thal í Austurríki. Safnið er staðsetti í húsinu sem Schwarzeneggerólst upp í og allt þangað til að hann flutti að heiman til að öðlast fræð og frama.

Schwarzenegger varð þekktur sem vaxtarræktarmaður áður en hann varð kvikmyndaleikari og enn síðar ríkisstjóri í Kaliforníu. Fjöldi muna frá ferlinum eru á safninu en meðal þeirra eru æfingatæki, mótorhjól úr kvikmynd um Tortímandann og skrifstofuborð af skrifstofu hans þegar hann ríkisstjóri. Frá því að Schwarzenegger flutti að heiman 17 ára gamall árið 1966 hafa litlar breytingar verið gerðar á klósettinu og eldhúsinu í húsinu. Það gladdi eigendur safnins mikið en þeir telja mikilvægt að safngestir sjái hluta hússins líkt og það var þegar Schwarzenegger gekk þar um.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×