Erlent

Flækingsköttur í Downingstræti 10

Kötturinn Larry flutti inn í embættisbústað forsætisráðherra Breta í dag.
Kötturinn Larry flutti inn í embættisbústað forsætisráðherra Breta í dag. Mynd/AP
Fjölskylda Davids Cameron, forsætisráðherra Breta, hefur eignast kött og flutti hann inn í embættisbústað ráðherrans í Downingstræti 10 í dag. Um er að ræða flækingskött úr dýraathvarfi. Tvö elstu börn Davids og Samönthu eiginkonu hans eru miklir kattavinir, að sögn talmanns forsætisráðherrans.

Kötturinn hefur fengið nafnið Larry en til greina kom að nefna köttinn Winston en David var því mótfallinn. Larry er ætlað að varna því að rottur og önnur meindýr komi sér fyrir í embættisbústaðinum og nágrenni hans. Í frétt Guardian um málið kemur ekki fram hvort að rottur hafi hingað til verið mikið vandamál í embættisbústað forsætisráðherra Breta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×