Staðan aldrei verri - 165 fangar í 150 plássum Sunna Valgerðardóttir skrifar 27. janúar 2011 21:00 "Við tvímennum í öllum fangelsum," segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. Staðan í fangelsismálum á Íslandi hefur aldrei verið verri. Tvímennt hefur verið í afplánunarklefum í öllum fangelsum. Rúmlega 300 manns eru á biðlista eftir plássi.Alls eru 165 fangar í afplánun í fangelsum ríkisins í dag. Heildarfjöldi fanga er 189, þar af 177 karlar og 12 konur. Gert er ráð fyrir 150 afplánunarplássum í þeim 6 fangelsum sem starfrækt eru.Rúmlega 300 dæmdir einstaklingar eru á boðunarlista fyrir afplánun og eru dæmi um það að mönnum sé vísað frá þegar þeir mæta í afplánun. Suma þarf þá að vista á lögreglustöðvum.Þegar fangelsið á Hólmsheiði verður opnað er gert ráð fyrir að Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og Kvennafangelsinu á Kópavogsbraut verði lokað. Bæði hafa verið rekin um árabil á undanþágu frá heilbrigðiseftirlitinu. Fangelsin tvö eru með afplánunarpláss fyrir 28 fanga.Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir bráðliggja á því að byggja og opna nýtt fangelsi."Við tvímennum í öllum fangelsum," segir Páll. "Þá er annað rúm fært inn í klefa þar sem einungis er gert ráð fyrir einum fanga. Þetta eru klefar sem eru hannaðir fyrir einn einstakling og verður þannig oft á tíðum mjög þröngt, sem auðvitað er ekki boðlegt fyrir nokkurn mann."Fram kom í Fréttablaðinu í gær að óvenjumargir hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald að undanförnu og sagði Páll stöðuna nú keyra langt úr hófi fram. Alls eru 24 fangar í gæsluvarðhaldi í dag, þar af 22 vistaðir í fangelsum ríkisins. Tíu gæsluvarðhaldsklefar eru í fangelsinu á Litla-Hrauni.Í fangelsinu á Hólmsheiði er gert ráð fyrir 56 klefum. Þar verður kvennadeild, skammtímavistun og gæsluvarðhald. Páll tekur áætluðum framkvæmdum fagnandi og segir það munu leysa ýmis mál, bæði hvað varðar hagkvæmni í rekstri og bætta aðstöðu fanga."Eftir því sem einingarnar eru minni, þeim mun óhagkvæmari eru þær," segir Páll. "Þess vegna gerum við ráð fyrir að rekstur á einni einingu fyrir 56 klefa sé talsvert hagkvæmari en rekstur tveggja lítilla eininga."Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir við fangelsið á Hólmsheiði hefjist á fyrri hluta þessa árs, en útboðsgögn hafa ekki verið gerð opinber. Áætlaður kostnaður við byggingaframkvæmdir er sagður um 1,7 milljarðar króna. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Staðan í fangelsismálum á Íslandi hefur aldrei verið verri. Tvímennt hefur verið í afplánunarklefum í öllum fangelsum. Rúmlega 300 manns eru á biðlista eftir plássi.Alls eru 165 fangar í afplánun í fangelsum ríkisins í dag. Heildarfjöldi fanga er 189, þar af 177 karlar og 12 konur. Gert er ráð fyrir 150 afplánunarplássum í þeim 6 fangelsum sem starfrækt eru.Rúmlega 300 dæmdir einstaklingar eru á boðunarlista fyrir afplánun og eru dæmi um það að mönnum sé vísað frá þegar þeir mæta í afplánun. Suma þarf þá að vista á lögreglustöðvum.Þegar fangelsið á Hólmsheiði verður opnað er gert ráð fyrir að Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og Kvennafangelsinu á Kópavogsbraut verði lokað. Bæði hafa verið rekin um árabil á undanþágu frá heilbrigðiseftirlitinu. Fangelsin tvö eru með afplánunarpláss fyrir 28 fanga.Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir bráðliggja á því að byggja og opna nýtt fangelsi."Við tvímennum í öllum fangelsum," segir Páll. "Þá er annað rúm fært inn í klefa þar sem einungis er gert ráð fyrir einum fanga. Þetta eru klefar sem eru hannaðir fyrir einn einstakling og verður þannig oft á tíðum mjög þröngt, sem auðvitað er ekki boðlegt fyrir nokkurn mann."Fram kom í Fréttablaðinu í gær að óvenjumargir hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald að undanförnu og sagði Páll stöðuna nú keyra langt úr hófi fram. Alls eru 24 fangar í gæsluvarðhaldi í dag, þar af 22 vistaðir í fangelsum ríkisins. Tíu gæsluvarðhaldsklefar eru í fangelsinu á Litla-Hrauni.Í fangelsinu á Hólmsheiði er gert ráð fyrir 56 klefum. Þar verður kvennadeild, skammtímavistun og gæsluvarðhald. Páll tekur áætluðum framkvæmdum fagnandi og segir það munu leysa ýmis mál, bæði hvað varðar hagkvæmni í rekstri og bætta aðstöðu fanga."Eftir því sem einingarnar eru minni, þeim mun óhagkvæmari eru þær," segir Páll. "Þess vegna gerum við ráð fyrir að rekstur á einni einingu fyrir 56 klefa sé talsvert hagkvæmari en rekstur tveggja lítilla eininga."Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir við fangelsið á Hólmsheiði hefjist á fyrri hluta þessa árs, en útboðsgögn hafa ekki verið gerð opinber. Áætlaður kostnaður við byggingaframkvæmdir er sagður um 1,7 milljarðar króna.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira