Staðan aldrei verri - 165 fangar í 150 plássum Sunna Valgerðardóttir skrifar 27. janúar 2011 21:00 "Við tvímennum í öllum fangelsum," segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. Staðan í fangelsismálum á Íslandi hefur aldrei verið verri. Tvímennt hefur verið í afplánunarklefum í öllum fangelsum. Rúmlega 300 manns eru á biðlista eftir plássi.Alls eru 165 fangar í afplánun í fangelsum ríkisins í dag. Heildarfjöldi fanga er 189, þar af 177 karlar og 12 konur. Gert er ráð fyrir 150 afplánunarplássum í þeim 6 fangelsum sem starfrækt eru.Rúmlega 300 dæmdir einstaklingar eru á boðunarlista fyrir afplánun og eru dæmi um það að mönnum sé vísað frá þegar þeir mæta í afplánun. Suma þarf þá að vista á lögreglustöðvum.Þegar fangelsið á Hólmsheiði verður opnað er gert ráð fyrir að Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og Kvennafangelsinu á Kópavogsbraut verði lokað. Bæði hafa verið rekin um árabil á undanþágu frá heilbrigðiseftirlitinu. Fangelsin tvö eru með afplánunarpláss fyrir 28 fanga.Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir bráðliggja á því að byggja og opna nýtt fangelsi."Við tvímennum í öllum fangelsum," segir Páll. "Þá er annað rúm fært inn í klefa þar sem einungis er gert ráð fyrir einum fanga. Þetta eru klefar sem eru hannaðir fyrir einn einstakling og verður þannig oft á tíðum mjög þröngt, sem auðvitað er ekki boðlegt fyrir nokkurn mann."Fram kom í Fréttablaðinu í gær að óvenjumargir hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald að undanförnu og sagði Páll stöðuna nú keyra langt úr hófi fram. Alls eru 24 fangar í gæsluvarðhaldi í dag, þar af 22 vistaðir í fangelsum ríkisins. Tíu gæsluvarðhaldsklefar eru í fangelsinu á Litla-Hrauni.Í fangelsinu á Hólmsheiði er gert ráð fyrir 56 klefum. Þar verður kvennadeild, skammtímavistun og gæsluvarðhald. Páll tekur áætluðum framkvæmdum fagnandi og segir það munu leysa ýmis mál, bæði hvað varðar hagkvæmni í rekstri og bætta aðstöðu fanga."Eftir því sem einingarnar eru minni, þeim mun óhagkvæmari eru þær," segir Páll. "Þess vegna gerum við ráð fyrir að rekstur á einni einingu fyrir 56 klefa sé talsvert hagkvæmari en rekstur tveggja lítilla eininga."Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir við fangelsið á Hólmsheiði hefjist á fyrri hluta þessa árs, en útboðsgögn hafa ekki verið gerð opinber. Áætlaður kostnaður við byggingaframkvæmdir er sagður um 1,7 milljarðar króna. Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Sjá meira
Staðan í fangelsismálum á Íslandi hefur aldrei verið verri. Tvímennt hefur verið í afplánunarklefum í öllum fangelsum. Rúmlega 300 manns eru á biðlista eftir plássi.Alls eru 165 fangar í afplánun í fangelsum ríkisins í dag. Heildarfjöldi fanga er 189, þar af 177 karlar og 12 konur. Gert er ráð fyrir 150 afplánunarplássum í þeim 6 fangelsum sem starfrækt eru.Rúmlega 300 dæmdir einstaklingar eru á boðunarlista fyrir afplánun og eru dæmi um það að mönnum sé vísað frá þegar þeir mæta í afplánun. Suma þarf þá að vista á lögreglustöðvum.Þegar fangelsið á Hólmsheiði verður opnað er gert ráð fyrir að Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og Kvennafangelsinu á Kópavogsbraut verði lokað. Bæði hafa verið rekin um árabil á undanþágu frá heilbrigðiseftirlitinu. Fangelsin tvö eru með afplánunarpláss fyrir 28 fanga.Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir bráðliggja á því að byggja og opna nýtt fangelsi."Við tvímennum í öllum fangelsum," segir Páll. "Þá er annað rúm fært inn í klefa þar sem einungis er gert ráð fyrir einum fanga. Þetta eru klefar sem eru hannaðir fyrir einn einstakling og verður þannig oft á tíðum mjög þröngt, sem auðvitað er ekki boðlegt fyrir nokkurn mann."Fram kom í Fréttablaðinu í gær að óvenjumargir hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald að undanförnu og sagði Páll stöðuna nú keyra langt úr hófi fram. Alls eru 24 fangar í gæsluvarðhaldi í dag, þar af 22 vistaðir í fangelsum ríkisins. Tíu gæsluvarðhaldsklefar eru í fangelsinu á Litla-Hrauni.Í fangelsinu á Hólmsheiði er gert ráð fyrir 56 klefum. Þar verður kvennadeild, skammtímavistun og gæsluvarðhald. Páll tekur áætluðum framkvæmdum fagnandi og segir það munu leysa ýmis mál, bæði hvað varðar hagkvæmni í rekstri og bætta aðstöðu fanga."Eftir því sem einingarnar eru minni, þeim mun óhagkvæmari eru þær," segir Páll. "Þess vegna gerum við ráð fyrir að rekstur á einni einingu fyrir 56 klefa sé talsvert hagkvæmari en rekstur tveggja lítilla eininga."Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir við fangelsið á Hólmsheiði hefjist á fyrri hluta þessa árs, en útboðsgögn hafa ekki verið gerð opinber. Áætlaður kostnaður við byggingaframkvæmdir er sagður um 1,7 milljarðar króna.
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Sjá meira