Staðan aldrei verri - 165 fangar í 150 plássum Sunna Valgerðardóttir skrifar 27. janúar 2011 21:00 "Við tvímennum í öllum fangelsum," segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. Staðan í fangelsismálum á Íslandi hefur aldrei verið verri. Tvímennt hefur verið í afplánunarklefum í öllum fangelsum. Rúmlega 300 manns eru á biðlista eftir plássi.Alls eru 165 fangar í afplánun í fangelsum ríkisins í dag. Heildarfjöldi fanga er 189, þar af 177 karlar og 12 konur. Gert er ráð fyrir 150 afplánunarplássum í þeim 6 fangelsum sem starfrækt eru.Rúmlega 300 dæmdir einstaklingar eru á boðunarlista fyrir afplánun og eru dæmi um það að mönnum sé vísað frá þegar þeir mæta í afplánun. Suma þarf þá að vista á lögreglustöðvum.Þegar fangelsið á Hólmsheiði verður opnað er gert ráð fyrir að Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og Kvennafangelsinu á Kópavogsbraut verði lokað. Bæði hafa verið rekin um árabil á undanþágu frá heilbrigðiseftirlitinu. Fangelsin tvö eru með afplánunarpláss fyrir 28 fanga.Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir bráðliggja á því að byggja og opna nýtt fangelsi."Við tvímennum í öllum fangelsum," segir Páll. "Þá er annað rúm fært inn í klefa þar sem einungis er gert ráð fyrir einum fanga. Þetta eru klefar sem eru hannaðir fyrir einn einstakling og verður þannig oft á tíðum mjög þröngt, sem auðvitað er ekki boðlegt fyrir nokkurn mann."Fram kom í Fréttablaðinu í gær að óvenjumargir hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald að undanförnu og sagði Páll stöðuna nú keyra langt úr hófi fram. Alls eru 24 fangar í gæsluvarðhaldi í dag, þar af 22 vistaðir í fangelsum ríkisins. Tíu gæsluvarðhaldsklefar eru í fangelsinu á Litla-Hrauni.Í fangelsinu á Hólmsheiði er gert ráð fyrir 56 klefum. Þar verður kvennadeild, skammtímavistun og gæsluvarðhald. Páll tekur áætluðum framkvæmdum fagnandi og segir það munu leysa ýmis mál, bæði hvað varðar hagkvæmni í rekstri og bætta aðstöðu fanga."Eftir því sem einingarnar eru minni, þeim mun óhagkvæmari eru þær," segir Páll. "Þess vegna gerum við ráð fyrir að rekstur á einni einingu fyrir 56 klefa sé talsvert hagkvæmari en rekstur tveggja lítilla eininga."Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir við fangelsið á Hólmsheiði hefjist á fyrri hluta þessa árs, en útboðsgögn hafa ekki verið gerð opinber. Áætlaður kostnaður við byggingaframkvæmdir er sagður um 1,7 milljarðar króna. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira
Staðan í fangelsismálum á Íslandi hefur aldrei verið verri. Tvímennt hefur verið í afplánunarklefum í öllum fangelsum. Rúmlega 300 manns eru á biðlista eftir plássi.Alls eru 165 fangar í afplánun í fangelsum ríkisins í dag. Heildarfjöldi fanga er 189, þar af 177 karlar og 12 konur. Gert er ráð fyrir 150 afplánunarplássum í þeim 6 fangelsum sem starfrækt eru.Rúmlega 300 dæmdir einstaklingar eru á boðunarlista fyrir afplánun og eru dæmi um það að mönnum sé vísað frá þegar þeir mæta í afplánun. Suma þarf þá að vista á lögreglustöðvum.Þegar fangelsið á Hólmsheiði verður opnað er gert ráð fyrir að Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og Kvennafangelsinu á Kópavogsbraut verði lokað. Bæði hafa verið rekin um árabil á undanþágu frá heilbrigðiseftirlitinu. Fangelsin tvö eru með afplánunarpláss fyrir 28 fanga.Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir bráðliggja á því að byggja og opna nýtt fangelsi."Við tvímennum í öllum fangelsum," segir Páll. "Þá er annað rúm fært inn í klefa þar sem einungis er gert ráð fyrir einum fanga. Þetta eru klefar sem eru hannaðir fyrir einn einstakling og verður þannig oft á tíðum mjög þröngt, sem auðvitað er ekki boðlegt fyrir nokkurn mann."Fram kom í Fréttablaðinu í gær að óvenjumargir hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald að undanförnu og sagði Páll stöðuna nú keyra langt úr hófi fram. Alls eru 24 fangar í gæsluvarðhaldi í dag, þar af 22 vistaðir í fangelsum ríkisins. Tíu gæsluvarðhaldsklefar eru í fangelsinu á Litla-Hrauni.Í fangelsinu á Hólmsheiði er gert ráð fyrir 56 klefum. Þar verður kvennadeild, skammtímavistun og gæsluvarðhald. Páll tekur áætluðum framkvæmdum fagnandi og segir það munu leysa ýmis mál, bæði hvað varðar hagkvæmni í rekstri og bætta aðstöðu fanga."Eftir því sem einingarnar eru minni, þeim mun óhagkvæmari eru þær," segir Páll. "Þess vegna gerum við ráð fyrir að rekstur á einni einingu fyrir 56 klefa sé talsvert hagkvæmari en rekstur tveggja lítilla eininga."Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir við fangelsið á Hólmsheiði hefjist á fyrri hluta þessa árs, en útboðsgögn hafa ekki verið gerð opinber. Áætlaður kostnaður við byggingaframkvæmdir er sagður um 1,7 milljarðar króna.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira