Innlent

Lögreglumenn runnu á lyktina

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.

Lögreglumenn á eftirlitsför fundu í nótt bruggþef leggja frá íbúðarhúsi í miðborginni og við nánari athugun sáu þeir bruggtæki inn um glugga í húsinu.

Við leit í íbúðinni fundust 140 lítrar af gambra og játaði húsráðandi á sig sökina.

Hald var lagt á gambrann og eimingartæki og leikur grunur á að bruggið hafi verið ætlað til sölu.

Heimabrugg til sölu hefur færst í vöxt að undanförnu og er það í samræmi við það sem áður hefur gerst í efnahagsþrengingum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.