Enski boltinn

Van Persie með tvö í sigri Arsenal - Wigan náði jafntefli á Anfield

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie fagnar öðru marka sinna.
Robin van Persie fagnar öðru marka sinna. Mynd/AP

Robin van Persie skoraði bæði mörk Arsenal í 2-0 sigri á Úlfunum á Emirates í ensku úrvalsdeildinni í dag og minnkaði Arsenal því forskot Manchester United á toppnum aftur niður í fjögur stig. Wigan náði jafntefli á móti Liverpool á Anfield og West Ham náði stigi þrátt fyrir að hafa lent 3-0 undir.

Arsenal minnkaði forskot Manchester United aftur í fjögur stig eftir 2-0 sigur á Wolves en Úlfarnir höfðu unnið United um síðustu helgi.

Robin van Persie skoraði bæði mörk Arsenal í leiknum og hefur því skorað níu mörk í síðustu fimm deildarleikjum.

Van Persie kom Arsenal í 1-0 með góði viðstöðulausu skoti á 16. mínútu leiksins eftir að hafa fengið flotta sendingu frá Cesc Fabregas.

Van Persie kom Arsenal í 2-0 á 56. mínútu eftir hraða sókn. Fabregas stakk boltanum inn á Theo Walcott sem lagði hann í fyrsta fyrir á Van Persie sem skoraði af mikilli yfirvegun.

Arsenakl var miklu betra liðið í leiknum og hefði auðveldlega getað skorað mun fleiri mörk.

Luis Suarez í leiknum í dag.Mynd/AP

Luis Suarez var í byrjnarliði Liverpool í fyrsta sinn og skaut bæði í stöngina og slánna í leiknum en tókst ekki að skora þegar Liverpool gerði 1-1 jafntefli á heimavelli á móti Wigan. Liverpool var búið að vinna fjóra leiki í röð fyrir leikinn.

Raul Meireles kom Liverpool í 1-0 á 24. mínútu þegar hann hamraði boltann viðstöðulaust rétt innan vítateigs eftir að fyrirgjöf Fabio Aurelio hafði viðkomu í varnarmanni. Þetta var fimmta mark hans í síðustu sex leikjum.

Steve Gohouri jafnaði metin á 65. mínútu eftir að Antolin Alcaraz skallaði fyrirgjöf Charles N'Zogbia til hans en það var mikil rangstöðulykt af markinu.

Nikola Zigic tryggði Birmingham 1-0 sigur á Stoke með marki í uppbótartíma en það var hinsvegar ekkert mark skoraði í jafntefli Blackburn og Newcastle á Ewood Park.

Roy Hodgson var í stúkunni og sá nýju lærisveina sína glutra niður 3-0 forystu.Mynd/AP

Blackppol og Aston Villa gerðu 1-1 jafntefli þar sem bæði mörkin komu í upphafi leiks.

Gabriel Agbonlahor kom Aston Villa í 1-0 á 10. mínútu eftir stungusendingu frá Darren Bent en Elliot Grandin jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar þegar hann skallaði inn hornspyrnu frá Charlie Adam. Aston Villa lék manni færra síðustu 20 mínúturnar eftir að Jean Makoun fékk beint rautt spjald.

West Bromwich og West Ham gerðu 3-3 jafntefli í fjörugum fallbaráttuslag. West Bromwich Albion byrjaði frábærlega í fyrsta leiknum undir stjórn Roy Hodgson því liðið komst í 3-0 eftir aðeins rúmlega hálftíma leik.

West Ham náði að jafna metin í seinni hálfleik þar sem Demba Ba skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik í byrjunarliði West Ham.

Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:
Jonas Olsson og Carlton Cole í skallaeinvígi í leiknum.Mynd/AP
Manchester United-Manchester City 2-1

1-0 Nani (41.), 1-1 David Silva (65.), 2-1 Wayne Rooney (78.)



Arsenal-Wolves 2-0


1-0 Robin van Persie (16.), 2-0 Robin van Persie (56.)

Birmingham-Stoke 1-0

1-0 Nikola Zigic (90.+3)

Blackburn-Newcastle 0-0



Blackpool-Aston Villa 1-1

0-1 Gabriel Agbonlahor (10.), 1-1 Elliot Grandin (14.)

Liverpool-Wigan 1-1

1-0 Raúl Meireles (24.), 1-1 Steve Gohouri (65.)

West Bromwich-West Ham 3-3

1-0 Graeme Dorrans (3.), 2-0 Jerome Thomas (8.), 3-0 Sjálfsmark (31.), 3-1 Demba Ba (51.), 3-2 Carlton Cole (57.), 3-3 Demba Ba (83.)










Fleiri fréttir

Sjá meira


×