Þrekvirki unnið á tíu dögum Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. október 2011 10:33 Tuttugu og fimm ár eru liðin í dag frá því að Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbatsjov, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna, komu saman til leiðtogafundar í Höfða í Reykjavík. Fundurinn hefur oft verið talinn marka upphaf endaloka Kalda stríðsins. Óhætt er að segja að augu alheimsins hafi beinst að Íslandi á meðan á fundinum stóð, en sjálfsagt hefur enginn íslenskur maður verið erlendum fjölmiðlum mikilvægari en Jón Hákon Magnússon. Hann sá um að skipuleggja alþjóðlegu fjölmiðlamiðstöðina, sem starfaði á meðan að á fundinum stóð.Hvorki tölvur né farsímar „Það sem er eftirminnilegast er það að við höfðum ekki nema tíu daga til að undirbúa heimsókn á annað þúsund frétta- og tæknimanna frá helstu miðlum heimsins," segir Jón Hákon, þegar hann er beðinn um að rifja upp fundinn. „Við lögðum undir okkur nánast allt Hagatorg. Við tókum Hagaskóla, Melaskóla og Neskirkju, en við gátum nú ekki tekið Háskólabíó," segir Jón Hákon. Hann segir að Rússarnir hafi verið með Háskólabíó á leigu og þar hafi Gorbatsjov haldið eftirminnilegan blaðamannafund sinn eftir leiðtogafundinn. Jón Hákon segir ótrúlegt að það hafi tekist að skipuleggja fundinn á tíu dögum og bendir á að þetta hafi gerst fyrir daga tölvunnar og farsímans. Það sé einstakt þrekvirki að tekist hafi að útvega öllum fjölmiðlamönnum símalínur. „Þegar fundurinn byrjaði þá var eftir ein laus lína hjá Pósti og Síma," segir Jón Hákon. Með sameiginlegu átaki allra hafi þetta tekist. „Við íslendingar erum bændur og sjómenn og erum tarnafólk. Ég hugsa að stærri þjóðir eins og Sviss hefðu ekki getað þetta á tíu dögum. Við gátum þetta á tíu dögum en við hefðum sennilega klúðrað þessu á þremur mánuðum," segir Jón Hákon. Jón Hákon segir að vegna fundarins hafi Ísland endanlega komist á heimskortið 1986 og sé búið að vera þar síðan. „Það fór náttúrlega svolítið á kortið líka í einvígi Fischers og Spasskýs en þarna fór það endanlega á heimskortið," segir Jón Hákon.Ísland gæti haldið miklu fleiri fundi Jón Hákon segir að Íslendingar gætu verið miklu duglegri við að kynna landið sem fundarstað fyrir deiluaðila. „Ísland er alveg kjörið fyrir það. Við erum herlaus þjóð og það er synd að við skulum ekki hafa nýtt okkur það. „Við erum miklu betur til þess fallin að gera þetta heldur en einhver lönd í Evrópu eða einhversstaðar annarsstaðar sem eru herveldi og eru þátttakendur í einhverjum deilum. Við erum friðsæl þjóð og þar af leiðandi er þetta kjörinn staður," segir Jón Hákon. Sé smellt á „Horfa á myndskeið með frétt" má sjá frétt sem Stöð 2 gerði um leiðtogafundinn fyrir 25 árum. Sú frétt var jafnframt fyrsta fréttin sem Stöð 2 sendi í loftið. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Tuttugu og fimm ár eru liðin í dag frá því að Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbatsjov, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna, komu saman til leiðtogafundar í Höfða í Reykjavík. Fundurinn hefur oft verið talinn marka upphaf endaloka Kalda stríðsins. Óhætt er að segja að augu alheimsins hafi beinst að Íslandi á meðan á fundinum stóð, en sjálfsagt hefur enginn íslenskur maður verið erlendum fjölmiðlum mikilvægari en Jón Hákon Magnússon. Hann sá um að skipuleggja alþjóðlegu fjölmiðlamiðstöðina, sem starfaði á meðan að á fundinum stóð.Hvorki tölvur né farsímar „Það sem er eftirminnilegast er það að við höfðum ekki nema tíu daga til að undirbúa heimsókn á annað þúsund frétta- og tæknimanna frá helstu miðlum heimsins," segir Jón Hákon, þegar hann er beðinn um að rifja upp fundinn. „Við lögðum undir okkur nánast allt Hagatorg. Við tókum Hagaskóla, Melaskóla og Neskirkju, en við gátum nú ekki tekið Háskólabíó," segir Jón Hákon. Hann segir að Rússarnir hafi verið með Háskólabíó á leigu og þar hafi Gorbatsjov haldið eftirminnilegan blaðamannafund sinn eftir leiðtogafundinn. Jón Hákon segir ótrúlegt að það hafi tekist að skipuleggja fundinn á tíu dögum og bendir á að þetta hafi gerst fyrir daga tölvunnar og farsímans. Það sé einstakt þrekvirki að tekist hafi að útvega öllum fjölmiðlamönnum símalínur. „Þegar fundurinn byrjaði þá var eftir ein laus lína hjá Pósti og Síma," segir Jón Hákon. Með sameiginlegu átaki allra hafi þetta tekist. „Við íslendingar erum bændur og sjómenn og erum tarnafólk. Ég hugsa að stærri þjóðir eins og Sviss hefðu ekki getað þetta á tíu dögum. Við gátum þetta á tíu dögum en við hefðum sennilega klúðrað þessu á þremur mánuðum," segir Jón Hákon. Jón Hákon segir að vegna fundarins hafi Ísland endanlega komist á heimskortið 1986 og sé búið að vera þar síðan. „Það fór náttúrlega svolítið á kortið líka í einvígi Fischers og Spasskýs en þarna fór það endanlega á heimskortið," segir Jón Hákon.Ísland gæti haldið miklu fleiri fundi Jón Hákon segir að Íslendingar gætu verið miklu duglegri við að kynna landið sem fundarstað fyrir deiluaðila. „Ísland er alveg kjörið fyrir það. Við erum herlaus þjóð og það er synd að við skulum ekki hafa nýtt okkur það. „Við erum miklu betur til þess fallin að gera þetta heldur en einhver lönd í Evrópu eða einhversstaðar annarsstaðar sem eru herveldi og eru þátttakendur í einhverjum deilum. Við erum friðsæl þjóð og þar af leiðandi er þetta kjörinn staður," segir Jón Hákon. Sé smellt á „Horfa á myndskeið með frétt" má sjá frétt sem Stöð 2 gerði um leiðtogafundinn fyrir 25 árum. Sú frétt var jafnframt fyrsta fréttin sem Stöð 2 sendi í loftið.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira