Þrekvirki unnið á tíu dögum Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. október 2011 10:33 Tuttugu og fimm ár eru liðin í dag frá því að Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbatsjov, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna, komu saman til leiðtogafundar í Höfða í Reykjavík. Fundurinn hefur oft verið talinn marka upphaf endaloka Kalda stríðsins. Óhætt er að segja að augu alheimsins hafi beinst að Íslandi á meðan á fundinum stóð, en sjálfsagt hefur enginn íslenskur maður verið erlendum fjölmiðlum mikilvægari en Jón Hákon Magnússon. Hann sá um að skipuleggja alþjóðlegu fjölmiðlamiðstöðina, sem starfaði á meðan að á fundinum stóð.Hvorki tölvur né farsímar „Það sem er eftirminnilegast er það að við höfðum ekki nema tíu daga til að undirbúa heimsókn á annað þúsund frétta- og tæknimanna frá helstu miðlum heimsins," segir Jón Hákon, þegar hann er beðinn um að rifja upp fundinn. „Við lögðum undir okkur nánast allt Hagatorg. Við tókum Hagaskóla, Melaskóla og Neskirkju, en við gátum nú ekki tekið Háskólabíó," segir Jón Hákon. Hann segir að Rússarnir hafi verið með Háskólabíó á leigu og þar hafi Gorbatsjov haldið eftirminnilegan blaðamannafund sinn eftir leiðtogafundinn. Jón Hákon segir ótrúlegt að það hafi tekist að skipuleggja fundinn á tíu dögum og bendir á að þetta hafi gerst fyrir daga tölvunnar og farsímans. Það sé einstakt þrekvirki að tekist hafi að útvega öllum fjölmiðlamönnum símalínur. „Þegar fundurinn byrjaði þá var eftir ein laus lína hjá Pósti og Síma," segir Jón Hákon. Með sameiginlegu átaki allra hafi þetta tekist. „Við íslendingar erum bændur og sjómenn og erum tarnafólk. Ég hugsa að stærri þjóðir eins og Sviss hefðu ekki getað þetta á tíu dögum. Við gátum þetta á tíu dögum en við hefðum sennilega klúðrað þessu á þremur mánuðum," segir Jón Hákon. Jón Hákon segir að vegna fundarins hafi Ísland endanlega komist á heimskortið 1986 og sé búið að vera þar síðan. „Það fór náttúrlega svolítið á kortið líka í einvígi Fischers og Spasskýs en þarna fór það endanlega á heimskortið," segir Jón Hákon.Ísland gæti haldið miklu fleiri fundi Jón Hákon segir að Íslendingar gætu verið miklu duglegri við að kynna landið sem fundarstað fyrir deiluaðila. „Ísland er alveg kjörið fyrir það. Við erum herlaus þjóð og það er synd að við skulum ekki hafa nýtt okkur það. „Við erum miklu betur til þess fallin að gera þetta heldur en einhver lönd í Evrópu eða einhversstaðar annarsstaðar sem eru herveldi og eru þátttakendur í einhverjum deilum. Við erum friðsæl þjóð og þar af leiðandi er þetta kjörinn staður," segir Jón Hákon. Sé smellt á „Horfa á myndskeið með frétt" má sjá frétt sem Stöð 2 gerði um leiðtogafundinn fyrir 25 árum. Sú frétt var jafnframt fyrsta fréttin sem Stöð 2 sendi í loftið. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til fegrunar einkunna í Breiðholtsskóla Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Sjá meira
Tuttugu og fimm ár eru liðin í dag frá því að Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbatsjov, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna, komu saman til leiðtogafundar í Höfða í Reykjavík. Fundurinn hefur oft verið talinn marka upphaf endaloka Kalda stríðsins. Óhætt er að segja að augu alheimsins hafi beinst að Íslandi á meðan á fundinum stóð, en sjálfsagt hefur enginn íslenskur maður verið erlendum fjölmiðlum mikilvægari en Jón Hákon Magnússon. Hann sá um að skipuleggja alþjóðlegu fjölmiðlamiðstöðina, sem starfaði á meðan að á fundinum stóð.Hvorki tölvur né farsímar „Það sem er eftirminnilegast er það að við höfðum ekki nema tíu daga til að undirbúa heimsókn á annað þúsund frétta- og tæknimanna frá helstu miðlum heimsins," segir Jón Hákon, þegar hann er beðinn um að rifja upp fundinn. „Við lögðum undir okkur nánast allt Hagatorg. Við tókum Hagaskóla, Melaskóla og Neskirkju, en við gátum nú ekki tekið Háskólabíó," segir Jón Hákon. Hann segir að Rússarnir hafi verið með Háskólabíó á leigu og þar hafi Gorbatsjov haldið eftirminnilegan blaðamannafund sinn eftir leiðtogafundinn. Jón Hákon segir ótrúlegt að það hafi tekist að skipuleggja fundinn á tíu dögum og bendir á að þetta hafi gerst fyrir daga tölvunnar og farsímans. Það sé einstakt þrekvirki að tekist hafi að útvega öllum fjölmiðlamönnum símalínur. „Þegar fundurinn byrjaði þá var eftir ein laus lína hjá Pósti og Síma," segir Jón Hákon. Með sameiginlegu átaki allra hafi þetta tekist. „Við íslendingar erum bændur og sjómenn og erum tarnafólk. Ég hugsa að stærri þjóðir eins og Sviss hefðu ekki getað þetta á tíu dögum. Við gátum þetta á tíu dögum en við hefðum sennilega klúðrað þessu á þremur mánuðum," segir Jón Hákon. Jón Hákon segir að vegna fundarins hafi Ísland endanlega komist á heimskortið 1986 og sé búið að vera þar síðan. „Það fór náttúrlega svolítið á kortið líka í einvígi Fischers og Spasskýs en þarna fór það endanlega á heimskortið," segir Jón Hákon.Ísland gæti haldið miklu fleiri fundi Jón Hákon segir að Íslendingar gætu verið miklu duglegri við að kynna landið sem fundarstað fyrir deiluaðila. „Ísland er alveg kjörið fyrir það. Við erum herlaus þjóð og það er synd að við skulum ekki hafa nýtt okkur það. „Við erum miklu betur til þess fallin að gera þetta heldur en einhver lönd í Evrópu eða einhversstaðar annarsstaðar sem eru herveldi og eru þátttakendur í einhverjum deilum. Við erum friðsæl þjóð og þar af leiðandi er þetta kjörinn staður," segir Jón Hákon. Sé smellt á „Horfa á myndskeið með frétt" má sjá frétt sem Stöð 2 gerði um leiðtogafundinn fyrir 25 árum. Sú frétt var jafnframt fyrsta fréttin sem Stöð 2 sendi í loftið.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til fegrunar einkunna í Breiðholtsskóla Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent