Innlent

Heppilegra að einn aðili taki ákvörðun um laun þingmanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kjararáð vill að laun um þingfararkaup og álagsgreiðslur séu teknar af sama aðila.
Kjararáð vill að laun um þingfararkaup og álagsgreiðslur séu teknar af sama aðila. Mynd/ Pjetur.
Kjararáð telur heppilegra að ákvörðun um laun þingmanna sé tekin af einum aðila, annað hvort þinginu sjálfu eða af óháðum aðila líkt og kjararáði. Þetta kemur fram í umsögn sem kjararáð skrifaði með frumvarpi Marðar Árnasonar og Valgerðar Bjarnadóttur, þingmanna Samfylkingarinnar, sem þau lögðu fram á síðasta þingi. Samkvæmt frumvarpinu var lagt til að sérstökum álagsgreðslum til þingmanna yrði hætt. Frumvarpið varð ekki að lögum.

Eins og fyrirkomulagið er nú ákveða tveir aðilar laun þingmanna. Kjararáð ákveður hvert þingfarakaupið eigi að vera en þingmennirnir ákveða hverjar álagsgreiðslurnar eiga að vera og hverjir fái þær greiddar. Samkvæmt nýjum þingskaparlögum, sem tóku gildi í byrjun mánaðar, fjölgar þeim þingmönnum sem fá greitt álag á þingfararkaupið sitt. Varaformaður fastanefndar fær 10%, eða um 55 þúsund króna álag, á sitt kaup. Annar varaformaður fær 5%, eða um 27 þúsund krónur á sitt kaup.

Nú hafa Mörður og Valgerður lagt fram nýtt frumvarp um að kjararáð ákveði hvort, og þá hvaða, alþingismenn eigi að fá álagsgreiðslur.


Tengdar fréttir

Þingmenn fengu launahækkun

Allir varaformenn fastanefnda Alþingis fengu 10 prósent, eða um fimmtíu og fimm þúsund króna, launahækkun frá og með síðustu mánaðamótum. Hækkunin leggst ofan á þingfarakaupið sem er 545 þúsund krónur. Launahækkanirnar fengu þeir með sérstökum álagsgreiðslum sem greiddar eru í samræmi við lög um þingfararkaup, en þau lög tóku breytingum um leið og þingsköpum var breytt.

Mörður segir álagsgreiðslur til varaformanna þingnefnda fráleitar

Breytingar sem gerðar voru á álagsgreiðslum til þingmanna eru fráleitar, að mati Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Breytingarnar fela í sér að varaformenn þingnefnda fá um 55 þúsund krónur í álagsgreiðslur ofan á þingfararkaupið sem er um 545 þúsund krónur. Annar varaformaður þingnefndar, sem er nýtt embætti sem skipað er í samkvæmt nýjum þingskaparlögum, fær fimm prósent hækkun. Það jafngildir um 27 þúsund krónum.

Líklegt að þingmenn hafi ekki vitað hvað þeir samþykktu

Líklegt er að þingmenn hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir voru að samþykkja þegar þeir ákváðu að varaformenn þingnefnda skyldu fá greitt álag fyrir þá vinnu sína, segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×