Innlent

Lögreglan á Akranesi rannsakar sauðaþjófnað

Lögreglan á Akranesi hefur nú meintan sauðaþjófnað til rannsóknar. Málið snýst um hrútlamb, sem hvarf úr girðingu í Skorradal nýverið en sást svo í girðingu frístundabónda við Akranes.

Kom þá í ljós að reynt hafði verið að marka það upp á nýtt og hefur frístundabóndinn ekki getað gefið skýringu á því.

Þungar refsingar lágu við sauðaþjófnaði fyrr á öldum, en fréttastofunni er ekki kunnugt um hvernig því er háttað nú til dags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×