Enski boltinn

Daglish kennir vináttuleikjum um jafnteflið við Wigan

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Meiðsli pirra Daglish.
Meiðsli pirra Daglish. Getty Images

Knattspyrnustjóri Liverpool, Kenny Daglish, segir að vináttulandsleikir sé aðalástæða þess að lærisveinar sínar náðu ekki að vinna Wigan á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þrátt fyrir að Liverpool kæmist yfir með marki Raul Meireles náði Wigan að jafna leikinn með marki Steve Gohouri.

„Vináttulandsleikirnir tóku sinn toll því Daniel Agger var ekki leikfær og Raul Meireles veiktist og þurfti að fara snemma af velli í síðari hálfleik. Við vonumst til að þeir verði klárir í Evrópudeildina í vikunni," sagði Daglish sem hefur farið vel af stað með Liverpool síðan hann tók við liðinu í janúar.

Liverpool er nú í sjötta sæti með 39 stig og er átta stigum frá meistaradeildarsæti þegar liðið á 11 leiki eftir á leiktíðinni. Liverpool mætir tékkneska liðinu Sparta Praha í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudag í Tékklandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×