Innlent

Hreindýr valda milljónatjóni

Talið er að hreindýr hafi valdið milljónatjóni á girðingum og löndum bænda.
Fréttablaðið/vilhelm
Talið er að hreindýr hafi valdið milljónatjóni á girðingum og löndum bænda. Fréttablaðið/vilhelm
Tjón á girðingum og ræktarlandi af völdum hreindýra hjá bændum í Flatey á Mýrum á þessu ári nemur um 8,5 milljónum króna. Frá því er greint í Bændablaðinu að hreindýr hafi valdið miklu tjóni hjá bændum á Mýrum í Hornafirði undanfarin ár.

Grétar Már Þorkelsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, segir í blaðinu að sú umræða að hreindýr hafi flækst í girðingum og það sé bændum að kenna sé einhliða og bændum sé að ósekju kennt um.

Grétar tók sjálfur út tjón af völdum dýranna og samkvæmt úttektinni ollu þau tjóni upp á hálfa milljón á girðingum en afgangurinn var á kornrækt, hveitirækt og túnum.

- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×