Ákvörðun Orkustofnunar stóralvarleg Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. janúar 2011 15:19 Svandís Svavarsdóttir gagnrýnir stjórnsýslu Orkustofnunar harðlega. Mynd/ Valli. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir að það sé stóralvarlegt mál að Orkustofnun ákveði að hundsa andmæli sín og tveggja virtra stofnana á sviði náttúruverndar. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun leyfi til rannsóknarborana í Gjástykki í Þingeyjarsýslum, í andstöðu við vilja umhverfisráðherra, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar. Hins vegar nýtur ákvörðunin stuðnings sveitarfélaga og landeigenda. Svandís segir að ákvörðunin veki upp tvennskonar vangaveltur. „Annarsvegar er sú staðreynd að að baki umsagna Náttúruverndastofnunar og Umhverfisstofnunar liggja þung fræðileg náttúruverndarrök. Þarna gengur Orkustofnun svo langt að hundsa alveg þau rök," segir Svandís. Hún segir það algjörlega óásættanlegt að náttúruverndarök hafi ekki fengið að njóta neins vægis í úrvinnslu Orkustofnunar. „Hitt er til viðbótar við þetta að það er skýr vilji stjórnvalda og eindreginn pólitískur vilji, sem hefur verið kynntur og samþykktur í ríkisstjórn, að friðlýsa þetta svæði. Það er óskiljanlegt með öllu hvernig undirstofnun eins ráðuneytis getur farið af stað með að leyfa rannsóknarboranir á svæði sem er inni í friðlýsingarferli," segir Svandís. Svandís spyr hvers vegna Orkustofnun sé að leita eftir umsögnum ef það eigi ekkert að fara eftir þeim. „Ég kalla eftir mjög gagnrýnni umræðu um slíka stjórnsýslu Orkustofnunar sem gerði það að verkum að henni þykir eðlilegt að hundsa eindregin andmæli umhverfisráðherra og eindregin andmæli tveggja fagstofnana á sviði náttúruverndar," segir Svandís. Svandís hefur ekki rætt málið við Katrínu Júlíusdóttir iðnaðarráðherra enda var fyrst greint frá málinu í dag. „Ég geri ráð fyrir að þetta beri á góma," sagði Svandís, aðspurð um það hvort hún hygðist ræða málið við iðnaðarráðherra. Tengdar fréttir Landsvirkjun fær leyfi til borana í Gjástykki Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun leyfi til rannsóknarborana í Gjástykki í Þingeyjarsýslum, í andstöðu við vilja umhverfisráðherra, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar, en með stuðningi sveitarfélaga og landeigenda. 11. janúar 2011 11:48 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir að það sé stóralvarlegt mál að Orkustofnun ákveði að hundsa andmæli sín og tveggja virtra stofnana á sviði náttúruverndar. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun leyfi til rannsóknarborana í Gjástykki í Þingeyjarsýslum, í andstöðu við vilja umhverfisráðherra, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar. Hins vegar nýtur ákvörðunin stuðnings sveitarfélaga og landeigenda. Svandís segir að ákvörðunin veki upp tvennskonar vangaveltur. „Annarsvegar er sú staðreynd að að baki umsagna Náttúruverndastofnunar og Umhverfisstofnunar liggja þung fræðileg náttúruverndarrök. Þarna gengur Orkustofnun svo langt að hundsa alveg þau rök," segir Svandís. Hún segir það algjörlega óásættanlegt að náttúruverndarök hafi ekki fengið að njóta neins vægis í úrvinnslu Orkustofnunar. „Hitt er til viðbótar við þetta að það er skýr vilji stjórnvalda og eindreginn pólitískur vilji, sem hefur verið kynntur og samþykktur í ríkisstjórn, að friðlýsa þetta svæði. Það er óskiljanlegt með öllu hvernig undirstofnun eins ráðuneytis getur farið af stað með að leyfa rannsóknarboranir á svæði sem er inni í friðlýsingarferli," segir Svandís. Svandís spyr hvers vegna Orkustofnun sé að leita eftir umsögnum ef það eigi ekkert að fara eftir þeim. „Ég kalla eftir mjög gagnrýnni umræðu um slíka stjórnsýslu Orkustofnunar sem gerði það að verkum að henni þykir eðlilegt að hundsa eindregin andmæli umhverfisráðherra og eindregin andmæli tveggja fagstofnana á sviði náttúruverndar," segir Svandís. Svandís hefur ekki rætt málið við Katrínu Júlíusdóttir iðnaðarráðherra enda var fyrst greint frá málinu í dag. „Ég geri ráð fyrir að þetta beri á góma," sagði Svandís, aðspurð um það hvort hún hygðist ræða málið við iðnaðarráðherra.
Tengdar fréttir Landsvirkjun fær leyfi til borana í Gjástykki Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun leyfi til rannsóknarborana í Gjástykki í Þingeyjarsýslum, í andstöðu við vilja umhverfisráðherra, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar, en með stuðningi sveitarfélaga og landeigenda. 11. janúar 2011 11:48 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Landsvirkjun fær leyfi til borana í Gjástykki Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun leyfi til rannsóknarborana í Gjástykki í Þingeyjarsýslum, í andstöðu við vilja umhverfisráðherra, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar, en með stuðningi sveitarfélaga og landeigenda. 11. janúar 2011 11:48