Erlent

Engar aðvaranir um flóðahættu eftir jarðskjálftann í Chile

Sebastian Pinera, forseti Chile.
Sebastian Pinera, forseti Chile. Mynd/AFP
Engar fréttir hafa borist af slysum á fólki eða skemmdum á mannvirkjum í Chile eftir að öflugur jarðskjálfti upp á 7 á Richter varð úti fyrir ströndum landsins á áttunda tímanum í kvöld að íslenskum tíma. Þetta kom fram í máli Sebastians Pinera, forseta Chile, fyrir skömmu. Hann sagði að skjálftans hafi orðið vart víðsvegar um landið.

Upptök jarðskjáltans voru á rúmlega 20 kílómetra dýpi norður af borginni Concepción, næst stærstu borg Chile. Að sögn Pinera hafa ekki verið gefnar út aðvaranir um flóðahættu vegna skjálftans undan ströndum landsins.

Í lok mánaðarins verður ár frá því að jarðskjálfti upp 8,8 á Richter varð 500 manns að bana í Chile. Upptök skjálftans voru einnig í grennd við Concepción.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×