Boltadómurinn gæti haft áhrif á Íslandi 5. október 2011 08:00 Ari Edwald Knattspyrnuáhugafólki á að vera frjálst að skipta við útsendingaraðila utan heimalands síns til að sjá leiki í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Evrópudómstóllinn úrskurðaði í gær að hömlur á slíku gengju í berhögg við lög Evrópusambandsins um óheft flæði á sölu vöru og þjónustu. Úrskurðurinn gæti haft áhrif hér á landi, þar sem Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. 365, móðurfélag Fréttablaðsins, hefur sýningarrétt á enska boltanum og fleiri keppnum á Íslandi. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Fréttablaðið að í þessum úrskurði séu góðar fréttir fyrir íslenska neytendur. „Fljótt á litið held ég að við hljótum að falla undir þetta sem hluti af EES og frjálsu flæði vöru og þjónustu, þannig að ég geri mér vonir um að þetta muni skerpa á samkeppninni hér." Jóhannes segir þó að enn eigi eftir að fara ítarlega yfir úrskurðinn og málið muni skýrast á næstunni. Hann sé þó vongóður. „Virk samkeppni er í raun eina trygging neytenda fyrir því að verð á vöru og þjónustu sé sem hagstæðast. Ef neytendum stendur það til boða að gera betri kaup en í dag hljótum við að fagna því." Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Samtaka myndrétthafa á Íslandi (SMÁÍS), segir hins vegar að málið sé ekki eins einfalt og það gæti sýnst í upphafi. „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir að þetta geti stofnað til mikillar einokunar ef einn aðili kaupir réttinn að Evrópu í heild sinni. Það verður ekki endilega eitthvert svaka frelsi og samkeppni. Það gæti jafnvel orðið þannig að sýningarrétturinn yrði svo dýr að einungis stórfyrirtæki gætu staðið undir því." Ari Edwald, forstjóri 365, segist ekki búast við því að þessi úrskurður hafi mikil áhrif á félagið til skemmri tíma litið. „Þetta er álit Evrópudómstólsins og ekki enn orðið að dómsniðurstöðu í Bretlandi. Ef við gerum ráð fyrir að þróunin verði í þessa átt getur þetta sjálfsagt haft einhver áhrif á komandi árum en þau verða varla mikil eða snögg. Veruleikinn er sá að við búum þegar við samkeppni frá aðilum eins og Sky og við höfum staðið okkur vel þar. Okkar verð er lægra en það sem erlendu aðilarnir bjóða upp á, jafnvel þó að við sýnum mun fleiri leiki í beinni útsendingu. Svo vil ég ætla að flestir íslenskir knattspyrnuáhugamenn vilji hafa íslenska þuli, þætti og umfjöllun um enska boltann, þannig að ég á ekki von á neinum snöggum umskiptum." thorgils@frettabladid.is Mest lesið Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Smáeldar víða í gámum og tunnum Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Knattspyrnuáhugafólki á að vera frjálst að skipta við útsendingaraðila utan heimalands síns til að sjá leiki í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Evrópudómstóllinn úrskurðaði í gær að hömlur á slíku gengju í berhögg við lög Evrópusambandsins um óheft flæði á sölu vöru og þjónustu. Úrskurðurinn gæti haft áhrif hér á landi, þar sem Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. 365, móðurfélag Fréttablaðsins, hefur sýningarrétt á enska boltanum og fleiri keppnum á Íslandi. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Fréttablaðið að í þessum úrskurði séu góðar fréttir fyrir íslenska neytendur. „Fljótt á litið held ég að við hljótum að falla undir þetta sem hluti af EES og frjálsu flæði vöru og þjónustu, þannig að ég geri mér vonir um að þetta muni skerpa á samkeppninni hér." Jóhannes segir þó að enn eigi eftir að fara ítarlega yfir úrskurðinn og málið muni skýrast á næstunni. Hann sé þó vongóður. „Virk samkeppni er í raun eina trygging neytenda fyrir því að verð á vöru og þjónustu sé sem hagstæðast. Ef neytendum stendur það til boða að gera betri kaup en í dag hljótum við að fagna því." Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Samtaka myndrétthafa á Íslandi (SMÁÍS), segir hins vegar að málið sé ekki eins einfalt og það gæti sýnst í upphafi. „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir að þetta geti stofnað til mikillar einokunar ef einn aðili kaupir réttinn að Evrópu í heild sinni. Það verður ekki endilega eitthvert svaka frelsi og samkeppni. Það gæti jafnvel orðið þannig að sýningarrétturinn yrði svo dýr að einungis stórfyrirtæki gætu staðið undir því." Ari Edwald, forstjóri 365, segist ekki búast við því að þessi úrskurður hafi mikil áhrif á félagið til skemmri tíma litið. „Þetta er álit Evrópudómstólsins og ekki enn orðið að dómsniðurstöðu í Bretlandi. Ef við gerum ráð fyrir að þróunin verði í þessa átt getur þetta sjálfsagt haft einhver áhrif á komandi árum en þau verða varla mikil eða snögg. Veruleikinn er sá að við búum þegar við samkeppni frá aðilum eins og Sky og við höfum staðið okkur vel þar. Okkar verð er lægra en það sem erlendu aðilarnir bjóða upp á, jafnvel þó að við sýnum mun fleiri leiki í beinni útsendingu. Svo vil ég ætla að flestir íslenskir knattspyrnuáhugamenn vilji hafa íslenska þuli, þætti og umfjöllun um enska boltann, þannig að ég á ekki von á neinum snöggum umskiptum." thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Smáeldar víða í gámum og tunnum Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira