Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Samtök iðnaðarins munu heimsækja Menntaskólann á Ísafirði og fyrirtæki í bæjarfélaginu á morgun.
Um er að ræða heimsókn í Menntaskólann þar sem rætt verður við nemendur um tengsl náms og atvinnulífs, þau fjölbreyttu störf sem standa til boða í mismunandi greinum iðnaðar og skort á verk-, tækni- og iðnmenntuðu starfsfólki sem margar greinar glíma við.
Þá verða fyrirtæki á staðnum einnig sótt heim, Ísblikk, Gámaþjónusta Vestfjarða, TH ehf., 3X Technology, Gamla bakaríið, Vestfirzka verzlunin og Kerecis.

