Segir dreifbýlisbyggðir látnar blæða vegna Álftaness 9. nóvember 2011 13:14 Einar K. Guðfinnsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mynd/ valli. Ríkisstjórnin er sökuð um að láta þau sveitarfélög í dreifbýlinu sem verst standa ein um að axla byrðar af fjárhagshruni Álftaness með því að taka af þeim 300 milljóna króna framlag og færa til Álftaness. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í sérstakri umræðu á Alþingi í gær að fjármálaráðherra og innanríkisráðherra hefðu einhliða ákveðið að taka 40 prósent af svokölluðu aukaframlagi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, eða 300 millónir króna af 700 milljónum, til að bæta fjárhagsvanda Álftaness. Þetta þýddi að önnur sveitarfélög, sem notið hefðu aukaframlagsins, yrðu að þola allt að 60 prósent skerðingu milli ára, sem Einar sagði kjaftshögg fyrir fátækustu og skuldugustu dreifbýlisbyggðirnar. ,,Nú hefur hæstvirtur ráðherra leitað og fundið breiðu bökin. Þau eru í Skaftárhreppi, þau eru í Vesturbyggð, þau eru í Húnavatnshreppi, þau eru í Skútustaðahreppi. Þetta eru sveitarfélögin meðal annarra sem eiga að taka á sig skerðingu vegna aukaframlagsins upp á 40%," sagði Einar K. Guðfinnsson. Ráðherra sveitarstjórnarmála, Ögmundur Jónasson, sagðist hafa sannfærst um eitt í umræðunni; ,,..að brýnt er að gera Ísland að einu kjördæmi og að við horfum öll heildstætt á málin en ekki út frá sjónarhóli einstakra kjördæma." Eitt sveitarfélag í landinu, Álftanes, væri einfaldlega komið í þá stöðu að búið væri að taka af því fjárráðin og setja undir fjárhaldsstjórn, sem hefði óskað eftir öllu aukaframlaginu. ,,Þessi umræða þarf að dýpka, þykir mér. Ég auglýsi eftir lausnum í stað upphrópana," sagði Ögmundur. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Ríkisstjórnin er sökuð um að láta þau sveitarfélög í dreifbýlinu sem verst standa ein um að axla byrðar af fjárhagshruni Álftaness með því að taka af þeim 300 milljóna króna framlag og færa til Álftaness. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í sérstakri umræðu á Alþingi í gær að fjármálaráðherra og innanríkisráðherra hefðu einhliða ákveðið að taka 40 prósent af svokölluðu aukaframlagi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, eða 300 millónir króna af 700 milljónum, til að bæta fjárhagsvanda Álftaness. Þetta þýddi að önnur sveitarfélög, sem notið hefðu aukaframlagsins, yrðu að þola allt að 60 prósent skerðingu milli ára, sem Einar sagði kjaftshögg fyrir fátækustu og skuldugustu dreifbýlisbyggðirnar. ,,Nú hefur hæstvirtur ráðherra leitað og fundið breiðu bökin. Þau eru í Skaftárhreppi, þau eru í Vesturbyggð, þau eru í Húnavatnshreppi, þau eru í Skútustaðahreppi. Þetta eru sveitarfélögin meðal annarra sem eiga að taka á sig skerðingu vegna aukaframlagsins upp á 40%," sagði Einar K. Guðfinnsson. Ráðherra sveitarstjórnarmála, Ögmundur Jónasson, sagðist hafa sannfærst um eitt í umræðunni; ,,..að brýnt er að gera Ísland að einu kjördæmi og að við horfum öll heildstætt á málin en ekki út frá sjónarhóli einstakra kjördæma." Eitt sveitarfélag í landinu, Álftanes, væri einfaldlega komið í þá stöðu að búið væri að taka af því fjárráðin og setja undir fjárhaldsstjórn, sem hefði óskað eftir öllu aukaframlaginu. ,,Þessi umræða þarf að dýpka, þykir mér. Ég auglýsi eftir lausnum í stað upphrópana," sagði Ögmundur.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira